Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017
Föstudagur, 27. janúar 2017
Meira en tvölfalt fleiri andvígir aðild að ESB en hlynntir
Samkvæmt könnun Bylgjunnar og Vísis.is eru meira en tvöfalt fleiri Íslendingar andvígir aðild að ESB en hlynntir. Alls eru 62,6% andvígir aðild en aðeins 26,5% eru hlynntir aðild. Aðrir eru óákveðnir, eða 10,9%. Áhugi á aðild að ESB hefur sjaldan verið minni en þessa dagana.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. janúar 2017
Hafa eilítið málfrelsi en ekki samningafrelsi
ESB vill meina Bretlandi að semja við önnur ríki. Reyndar kemur fram í fréttinni sem þetta blogg er tengt við að Bretar megi spjalla við önnur ríki en ekki taka þátt í formlegum samningaviðræðum. ESB reynir greinilega að þvælast eins mikið og það getur fyrir því að Bretar taki sín mál í eigin hendur.
Mega ekki semja um viðskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. janúar 2017
Ísland og Bretland samstíga utan ESB
Afstaða Íslendinga til ESB kann að hafa verið áhrifavaldur um úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi á síðasta ári. Oft veldur lítil þúfa þungu hlassi og dómínóáhrif ESB-andstæðinga á Íslandi kunna, þegar sagan verður skrifuð er fram líða stundir, að verða það sem réð gangi sögunnar í Evrópu.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirstrikar í nýlegri ræðu sinni að Bretland skuli semja við ESB sem frjálst og fullvalda ríki í tvíhliða samningum. Theresa endurspeglar þannig sjónarmið ESB-aðildarandstæðinga á Íslandi á borð við marga félaga í Heimssýn sem eru þeirrar skoðunar að Ísland skuli vera frjálst og fullvalda ríki, ráða málum sínum sjálft en í vinsamlegum og góðum samskiptum við þjóðir nær sem fjær.
Bretland getur ekki undir nokkrum kringumstæðum verið áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins enda þýddi það að Bretar myndu alls ekki yfirgefa sambandið. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sem hún flutti í Lancaster House í London í dag þar sem hún greindi frá því með hvaða hætti Bretar muni ganga úr Evrópusambandinu. Samþykkt var að ganga úr sambandinu í þjóðaratkvæði í Bretlandi síðasta sumar.
May sagði hins vegar samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC að ríkisstjórn hennar hefði í hyggju að semja við Evrópusambandið um eins greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og mögulegt væri í kjölfar þess að Bretland segir skilið við sambandið. Hún greindi ennfremur frá því að báðar deildir breska þingsins, neðri deildin og lávarðadeildin, fengju tækifæri til þess að greiða atkvæði um endanlegan samning við Evrópusambandið um úrsögn Bretlands þegar hann lægi fyrir.
Forsætisráðherrann hét því ennfremur samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að Bretar myndu ekki lengur greiða háar fjárhæðir til Evrópusambandsins. Lögð yrði ennfremur meðal annars áhersla á að semja um tollfrjáls viðskipti við sambandið, viðhalda ferðafrelsi á milli Norður-Írlands og Írlands, semja um nýja viðskiptasamninga við ríki utan Evrópusambandsins og áframhaldandi samstarf á sviði leyniþjónustu- og lögreglumála.
Ennfremur hefur ríkisstjórn Bretlands lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að taka í eigin hendur að fullu stjórn innflytjendamála landsins. Þá sagði May bresk stjórnvöld vilja að úrsögn Bretlands myndi eiga sér stað skref fyrir skref þannig að hagsmunum viðskiptalífsins yrði ekki stefnt í hættu. Hún varaði Evrópusambandið við því að beita Breta refsiaðgerðum vegna úrsagnarinnar enda myndi það verða til þess að skaða hagsmuni ríkja sambandsins.
Forsætisráðherrann lagði ennfremur áherslu á að með úrsögninni væru Bretar að opna fangið gagnvart heiminum. Bretland myndi áfram laða að sér hæfileikafólk alls staðar að. Bretar yrðu hins vegar að fara með stjórn landamæra sinna sjálfir. Breskir kjósendur hefðu kosið með bjartari framtíð fyrir Bretland og að landið yrði í kjölfarið sterkara, réttlátara og sameinaðra. Saga Bretlands sýndi að Bretar væru í eðli sínu alþjóðasinnar og svo yrði áfram.
Við ríki Evrópusambandsins sagði May að Bretland yrði áfram traustur samstarfsaðili þeirra, viljugur bandamaður og náinn vinur. Við viljum kaupa vörur ykkar, selja ykkur okkar vörur, eiga í eins frjálsum viðskiptum við ykkur og mögulegt er og vinna með ykkur að því að tryggja öryggi okkar og velmegun með áframhaldandi vinskap. Hún kallaði eftir nýju samstarfi á jöfnun grundvelli. Ekki fyrirkomulagi þar sem Bretland yrði að hluta til í sambandinu.
Við ætlum ekki að ganga inn í fyrirkomulag sem önnur ríki búa við. Við ætlum ekki að halda í hluta af aðildinni [að Evrópusambandinu] þegar við hverfum á braut, sagði May. Breskir kjósendur hefði kosið með opin augu og vitað hvað þeir voru að greiða atkvæði um. Breska þjóðin væri að sameinast í kjölfar þjóðaratkvæðisins. Tímabært væri að binda endi á andstæðar fylkingar í málinu og talsmátanum sem hefði fylgt þeim og snúa bökum saman og tryggja að úrsögnin úr Evrópusambandinu skilaði sem hagstæðastri niðurstöðu fyrir Bretland.
Verða utan innri markaðar ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. janúar 2017
ESB-lög utan um ekki neitt
Það verður varla neinu logið um ESB. Nú verða menn hér á landi að setja lög um starfsemi sem er ekki til í landinu, bara af því að það er til einhver ESB-tilskipun um málið. Í þetta sinn ræðir um svokallaðar fjármálasamsteypur. Þótt ekki séu neinar fjármálasamsteypur starfandi í dag á Íslandi telur fjármálaráðuneytið nauðsynlegt að til staðar sé löggjöf um viðbótareftirlit með þeim - af því til er tilskipun frá Brusel um málið.
Viðskiptablaðið skýrir frá þessu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. janúar 2017
Endalok evrunnar?
Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir ekki ósennilegt að endalok evrunnar séu skammt undan. Hann segir evruna vera undirrót stöðnunar í Evrópu og að evrusamstarfið hafi verið gallað frá upphafi, en samhliða vaxandi efnahagslegum og pólitískum klofningi í álfunni séu stjórnmálaöfl andvíg evrunni að sækja í sig veðrið og jafnvel ná yfirhöndinni. Tækifærin til að skapa hagkvæmara myntsvæði í Evrópu gætu hafa gengið til þurrðar.
Þetta kemur fram á vb.is sem vitnar í grein Stiglitz í Fortune.
Í endurbirtingu Viðskiptablaðsins kemur m.a. fram:
Stiglitz teiknar upp mynd af evrusamstarfinu sem eins konar harmleik. Markmið evrunnar var að auka hagsæld í Evrópu. Það átti síð- an að efla efnahagslega og pólitíska samþættingu. Evran var pólitískt verkefni, en stjórnmálin voru ekki nógu sterk til að skapa stofnanafyrirkomulag sem tryggði velgengni, segir Stiglitz. En evran hefur leitt til stöðnunar og aukinnar sundrungar fremur en samstöðu, og segir hann evruna ógna Evrópusambandinu.
Í nokkrum Evrópuríkjum hafa kjósendur komið óánægju sinni með evruna á framfæri með því að hafna miðjuflokkum. Fram undan eru kosningar víða um álfuna, t.d. í Frakklandi og Þýskalandi, og hafa stjórnmálaflokkar andvígir evrunni og/eða áframhaldandi ESB aðild verið að sækja í sig veðrið. Mótmælendahópar eru að ná yfirhöndinni, segir Stiglitz. Evrópusambandið teflir á tæpasta vað og þegar markaðsaðilar skynja að evran sé ekki lengur raunhæfur kostur til lengri tíma litið hverfur trúin á evrusamstarfið, sem líður þá undir lok.
Árið 2017 getur því orðið ár umbóta innan evrusvæðisins eða árið sem samstarfið gengur sér til húðar. Ef myntsvæðið á að virka þarf meiri Evrópu meiri samstöðu, segir Stiglitz. Til þess þurfi sterkari hagkerfi evrusvæðisins að styðja við bakið á þeim veikari. Einnig þurfi sameiginlegar stofnanir á borð við sameiginlegt innstæðutryggingarkerfi og sameiginlegt atvinnuleysisbótakerfi, en þar fyrir utan hefur Stiglitz áður nefnt evrópskt bankasamband, fráhvarf frá niðurskurði, skiptingu evrunnar í evru fyrir ríki í Norður-Evrópu og evru fyrir SuðurEvrópu, eða jafnvel afnám evrusamstarfsins. Annmarkar evrusvæðisins gera slíkar umbætur þó erfiðar, og eftir því sem umbæturnar dragast á langinn eykst klofningur Evr- ópuríkjanna og pólitískur umbótavilji fjarar út.
Það er allt eins líklegt að stjórnmálaöflin séu að fara í hina áttina, og ef það verður raunin er það aðeins tímaspursmál hvenær Evrópa lítur til baka á evruna sem áhugaverða og vel meinandi tilraun sem ekki gekk upp með miklum kostnaði fyrir almenning í Evrópu og lýðræðisríki þeirra.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. janúar 2017
Þjóðaratkvæðagreiðslur grafa undan ESB
Forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, hefur hvatt leiðtoga í ESB-löndunum til að forðast þjóðaratkvæðagreiðslu-ævintýri, eins og hann segir, í innanlandsmálum þar sem slíkt stofni ESB og evrunni í hættu. Fico vill koma í veg fyrir ævintýri eins Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna og þjóðaratkvæðagreiðslu Ítala í haust. Slíkt sé ógn við ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. janúar 2017
ESB er ófært um að gera umbætur
Daniel Hannan, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, segir tvö stærstu verkefni ESB, evruna og Schengen, hafa beðið skipbrot. Ég held að aðalvandamál ESB sé að það er ófært um að gera umbætur á sjálfu sér. Það fylgir fast eftir stefnumörkunum sem augljóslega eru að mistakast, en tvö stærstu verkefni þess á síðustu 20 árum, evran og Schengensvæðið, hafa hvort tveggja gersamlega beðið skipsbrot.
Þetta segir Daniel Hannan í viðtali við Viðskiptablaðið, en Daniel er þingmaður breska Íhaldsflokksins á þingi ESB. Hann hefur í gegnum árin margoft komið hingað til lands ásamt því að vísa óspart á gott gengi Íslands utan Evrópusambandsins í baráttu sinni fyrir útgöngu lands síns úr sambandinu.
Í viðtali við Viðskiptablaðið segir hann:
Mér varð ljóst að við myndum vinna daginn sem David Cameron, fyrrum forsætisráðherra, kom til baka frá viðræðum við forystumenn Evrópusambandsins án samþykkis fyrir því að breska ríkið gæti fengið nokkurt einasta valdaframsal til baka frá Brussel, sagði Daníel Hannan þegar Viðskiptablaðið ræddi við hann þar sem hann var staddur á heimili sínu.
Því ef hann hefði getað komið þaðan, þó ekki nema með smávægilegustu endurheimtur á fullveldi, hefði hann getað sagt, að nú hefðum við sett fordæmið, að hann hefði sýnt fram á að mögulegt væri að fá völd til baka frá Brussel, í stað þess að þau færist sífellt frá þjóðríkjunum til Evrópusambandsins.
Hins vegar hafi hann komið til baka án nokkurs valdaframsals, án nokkurrar minnkunar fjárframlags til sambandsins og í raun ekki einu sinni samning, að sögn Hannan.
Ég hélt baráttufundi upp á hvern einasta dag á þessum tíma og viðbrögðin voru samstundis alls staðar þau sömu, segir Hannan sem segir að fólk hafi spurt sig einfaldrar spurningar.
Ef þeir fara svona með okkur, næst stærsta fjárhagsbakhjarl sambandsins, áður en við höldum þjóðaratkvæðagreiðsluna, það er að gefa ekki minnstu spönn eftir, hvernig munu þeir þá koma fram við okkur daginn eftir að við kjósum að halda okkur í sambandinu?
Spurður út í hvers vegna hann hafi fórnað þægilegu og vel launuðu starfi sem þingmaður í hjarta valdsins í Brussel og barist gegn því segir Hannan ástæðuna vera í raun einfalda.
Það minnir mig á þegar ég var á ferð um Austur-Evrópu þegar ég var táningur. Þá gátu allir séð að þörf var á umbótum en kerfið var ófært um það og þurfti að lokum að skipta því út fyrir annað. Það eru svo sterkir hagsmunir fyrir því að halda hlutunum óbreyttum.
Vísar Daniel Hannan meðal annars í loforð um að allir myndu græða á evrunni.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði að með því einfaldlega að taka upp evru myndi það bæta einu prósentustigi við verga landsframleiðslu á hverju ári það sem eftir væri, til viðbótar við allt annað sem myndi gerast, sem hljómar fáránlega í dag, segir Hannan.
Bæði evran og Schengensvæðið eru áætlanir sem ekki geta staðið af sér vond veður, heldur eru bara byggð fyrir góðviðrisdaga. Fyrst kom skuldakreppan sem sýndi veikleika sameiginlega gjaldmiðilsins og svo flóttamannavandinn sem hefur gert Schengensvæðið gersamlega marklaust.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. janúar 2017
Sjálfstæðismenn hafa ekki áhuga á ESB-leið Viðreisnar
Gunnlaugur Snær Ólafsson, formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins, segir í frétt sem birt er á mbl.is í dag að ef fréttir um samkomulag á milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB séu réttar þá væri það í algjörri andstöðu við samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
Gunnlaugur segir:
Sjálfstæðisflokkurinn myndi eingöngu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu ef það ætti að sækja um aðild að nýju. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að hafa frumkvæði að því að sækja um að nýju því hann er andsnúinn því að ganga í Evrópusambandið. Þetta er ákveðin mótsögn ef slík atkvæðagreiðsla ætti sér stað, segir Gunnlaugur.
Sjá nánar hér.
Flokksmenn hafa engan áhuga á þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. janúar 2017
Kvótinn seldur úr landi værum við í ESB
Sameiginleg fiskveiðilöggjöf Evrópusambandsins skilgreinir fiskimið sem sameiginlega auðlind, sem allar aðildarþjóðir þess hafi jafnan aðgang að. Íslenidngar eru minna en 0,1% af íbúafjölda sambandsins í kerfi þar sem kosið er um úthlutunina eftir íbúavægi.
Þetta segir Daníel Hannan, breskur þingmaður á ESB-þinginu, í viðtali við Viðskiptablaðið
Hann segir enn fremur:
Þetta væri gert smátt og smátt, og byggt í grunninn á skiptingunni frá árinu áður en ég held að það sé engin ástæða til að búast við að íslensk fyrirtæki myndu halda sínum hlut. Ég trúi því að sjónarmiðið í Evrópu yrði, þegar fiskimiðin væru orðin samevrópsk eign, að Ísland nyti of hás hlutfalls sameiginlegu auðlindarinnar, svona ef miðað væri við landafræði þess og íbúafjölda.
Spurður hvort íslenskir kvótaeigendur munu geta selt kvótann úr landi ef við værum í Evrópusambandinu, þar sem eflaust fengist hærra verð fyrir kvótann á Evrópumarkaði heldur en á hinum lokaða íslenska markaði, svarar hann því játandi.
Auðvitað gætu þeir þá selt hann til hæstbjóðanda eins og breskir skipsherrar hafa gert. Tveir þriðju hlutar kvótans sem áður var veiddur við norðvesturhluta landsins í kringum Grymsby, er núna veiddur af einum gríðarlega stórum hollenskum frystitogara sem keypti upp allan kvótann, segir Daniel sem er mjög bjartsýnn á framtíð Bretlands nú þegar hillir undir fullt sjálfstæði, þar á meðal í sjávarútvegsmálum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar