Leita í fréttum mbl.is

ESB er ófćrt um ađ gera umbćtur

Daniel HannanDaniel Hannan, Evrópuţingmađur breska Íhaldsflokksins, segir tvö stćrstu verkefni ESB, evruna og Schengen, hafa beđiđ skipbrot. „Ég held ađ ađalvandamál ESB sé ađ ţađ er ófćrt um ađ gera umbćtur á sjálfu sér. Ţađ fylgir fast eftir stefnumörkunum sem augljóslega eru ađ mistakast, en tvö stćrstu verkefni ţess á síđustu 20 árum, evran og Schengensvćđiđ, hafa hvort tveggja gersamlega beđiđ skipsbrot.“

Ţetta segir Daniel Hannan í viđtali viđ Viđskiptablađiđ, en Daniel er ţingmađur breska Íhaldsflokksins á ţingi ESB. Hann hefur í gegnum árin margoft komiđ hingađ til lands ásamt ţví ađ vísa óspart á gott gengi Íslands utan Evrópusambandsins í baráttu sinni fyrir útgöngu lands síns úr sambandinu.

Í viđtali viđ Viđskiptablađiđ segir hann:

„Mér varđ ljóst ađ viđ myndum vinna daginn sem David Cameron, fyrrum forsćtisráđherra, kom til baka frá viđrćđum viđ forystumenn Evrópusambandsins án samţykkis fyrir ţví ađ breska ríkiđ gćti fengiđ nokkurt einasta valdaframsal til baka frá Brussel,“ sagđi Daníel Hannan ţegar Viđskiptablađiđ rćddi viđ hann ţar sem hann var staddur á heimili sínu.

„Ţví ef hann hefđi getađ komiđ ţađan, ţó ekki nema međ smávćgilegustu endurheimtur á fullveldi, hefđi hann getađ sagt, ađ nú hefđum viđ sett fordćmiđ, ađ hann hefđi sýnt fram á ađ mögulegt vćri ađ fá völd til baka frá Brussel, í stađ ţess ađ ţau fćrist sífellt frá ţjóđríkjunum til Evrópusambandsins.“

Hins vegar hafi hann komiđ til baka án nokkurs valdaframsals, án nokkurrar minnkunar fjárframlags til sambandsins og í raun ekki einu sinni samning, ađ sögn Hannan.

„Ég hélt baráttufundi upp á hvern einasta dag á ţessum tíma og viđbrögđin voru samstundis alls stađar ţau sömu,“ segir Hannan sem segir ađ fólk hafi spurt sig einfaldrar spurningar.

„Ef ţeir fara svona međ okkur, nćst stćrsta fjárhagsbakhjarl sambandsins, áđur en viđ höldum ţjóđaratkvćđagreiđsluna, ţađ er ađ gefa ekki minnstu spönn eftir, hvernig munu ţeir ţá koma fram viđ okkur daginn eftir ađ viđ kjósum ađ halda okkur í sambandinu?“

Spurđur út í hvers vegna hann hafi fórnađ ţćgilegu og vel launuđu starfi sem ţingmađur í hjarta valdsins í Brussel og barist gegn ţví segir Hannan ástćđuna vera í raun einfalda.

„Ţađ minnir mig á ţegar ég var á ferđ um Austur-Evrópu ţegar ég var táningur. Ţá gátu allir séđ ađ ţörf var á umbótum en kerfiđ var ófćrt um ţađ og ţurfti ađ lokum ađ skipta ţví út fyrir annađ. Ţađ eru svo sterkir hagsmunir fyrir ţví ađ halda hlutunum óbreyttum.“

Vísar Daniel Hannan međal annars í loforđ um ađ allir myndu grćđa á evrunni.

„Framkvćmdastjórn Evrópusambandsins sagđi ađ međ ţví einfaldlega ađ taka upp evru myndi ţađ bćta einu prósentustigi viđ verga landsframleiđslu á hverju ári ţađ sem eftir vćri, til viđbótar viđ allt annađ sem myndi gerast, sem hljómar fáránlega í dag,“ segir Hannan.

„Bćđi evran og Schengensvćđiđ eru áćtlanir sem ekki geta stađiđ af sér vond veđur, heldur eru bara byggđ fyrir góđviđrisdaga. Fyrst kom skuldakreppan sem sýndi veikleika sameiginlega gjaldmiđilsins og svo flóttamannavandinn sem hefur gert Schengensvćđiđ gersamlega marklaust.“

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 969412

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband