Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

11,6% atvinnuleysi í ESB, 5% á Íslandi

Í ríkjum Evrópusambandsins er atvinnuleysi 11,6 prósent að meðaltali. Atvinnuleysi á Íslandi er 5% og þykir hátt.

Á Írlandi, sem lenti í hruni á sama tíma og Ísland, er atvinnuleysi 15% og hagvaxtarhorfur slæmar. Hagvöxtur á Íslandi er á milli 2-3 prósent .

ESB-sinnar þegja vanalega um þennan samanburð, - skiljanlega. 


mbl.is Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur Össurar efast um ESB-aðild

BBC segir frá vaxandi efasemdum í breska Verkamannaflokknum um aðild Breta að Evrópusambandinu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gumar af því opinberlega að vera skráður félagi í Verkamannaflokknum, - rétt eins og annar snillingur í Samfylkingunni, Björgvin G. Sigurðsson.

Frétt BBC  segir að í fyrsta sinn hafi þingmaður flokksins hvatt til þess að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Verkamannaflokkurinn hefur hingað til verið traustur ESB-flokkur.

Ástæðan fyrir sinnaskiptum Verkamannaflokksins er tvíþætt. Í fyrsta lagi sjá menn þar á bæ að Evrópusambandið er vegna evru-kreppunnar að breytast í pólitískt sambandsríki. Í öðru lagi verður breskur almenningur sífellt fráhverfari Evrópusambandinu og reglugerðarbákninu sem Brussel stendur fyrir.

Össur ætti að taka höfuðið upp úr sandinum, sandhreinsa skeggið, og kynna sér umræðuna hjá flokksfélögunum í Bretlandi. Kannski gæti hann lært eitthvað.


Samfylking er hreinn ESB-flokkur, sá eini

Jóhanna Sigurðardóttir kvaddi íslensk stjórnmál á flokksstjórnarfundi Samfylkingar með því að undirstrika að flokkurinn væri sá eini sem vildi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæða í kosningunum 2009. Um 23 prósent kjósenda flokksins 2009 voru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun Gallup fyrir Heimssýn.

Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fylgið við Samfylkinguna er komið niður í rúm 19 prósent. Í könnun fyrir Heimssýn sést að af þeim sem núna ætla að kjósa Samfylkinguna eru aðeins 12 prósent á móti aðild að Evrópusambandinu.

Með um 20 prósent fylgi er lítil hætta á að einkaflipp Samfylkingar verði ráðandi stjórnmálastefna. Heimssýn sér ástæðu til að þakka Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni aðstoðina við að einangra ESB-málið við einn flokk.


mbl.is Barist um nýja og gamla Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnar undirbúa evru-hrun

Finnar vinna að upptöku sjálfstæðs gjaldmiðils til að undirbúa hrun evru-samstarfs 17 ríkja af 27 í Evrópusambandinu. Evrópuvaktinsegir frá frétt Financial Times þar sem þetta er útlistað. Þótt leynt fari er búið að virkja samráð milli helstu stofnana finnsks samfélags um að nýr gjaldmiðill geti verið tekinn í notkun með skömmum fyrirvara.

Í nýrri rannsókn tveggja þýskra hagfræðinga  Jörg König og Renate Ohr, við háskólann í Göttingen, er borin saman samleitni hagkerfa í Evrópusambandinu.

Niðurstöðurnar eru sláandi. Áratugur með evru hefur ekki aukið samleitni hagkerfa í evru-ríkjunum 17. Þvert á mót eru hagkerfi sumra þjóða, Ítalíu og Grikklands, orðin ólíkari hinum hagkerfunum en þau voru fyrir upptöku evrunnar.

Finnar eru með fína stöðu efnahagslega og eru á pari við Þjóðverja, Austurríkismenn og Hollendinga. Á hinn bóginn er komin greiðsluþreyta í finnskan almenning sem horfir upp á Suður-Evrópuþjóðir krefjast æ meiri niðurgreiðslu Norður-Evrópu á lífskjörum sínu.

 

 


Frægasta fullveldisræða sögunnar

Ísland byggðist á níundu og tíundu öld af norrænum mönnum sem ýmist komu beint frá Noregi eða eftir viðdvöl á eyjunum undan Skotlandi, Suðureyjum, Hjaltlandseyjum og Orkneyjum.

Noregskonungar freistuðu þess að ná undir sig þeim löndum sem byggð voru norrænu fólkí vestri. Þegar á elleftu öld náði Ólafur digri Haraldsson Noregskonungur að gera Færeyjar að skattlandi sínu.

Ólafur digri, sem fékk viðurnefnið helgi eftir að hafa fallið í orustu við bændaher á Stiklastöðum 1030, gerði tilraun til að ná fótfestu á Íslandi um líkt leyti og Færeyingar létu undan vilja hans.

Þórarin Nefjólfsson var erindreki kongungs. Á alþingi fór hann þess á leit við Íslendinga að þeir gæfu konungi Grímsey. Sá sem mestu réð fyrir norðan í þá tíð var Guðmundur ríki Eyjólfsson og vildi hann gefa konungi Grímsey og fá á móti vináttu og heimboð.Grímsey var almenningur og eyjan því til ráðstöfunar samkvæmt almannavilja.

Tilmæli konungs eru borin undir bróður Guðmundar ríka, sem kenndur er við bæ sinn og nefnist Einar Þveræingur. Svar Einars er frægasta ræða á íslensku um fullveldið og hættur sem stafa að útlendum yfirráðum á íslensku landi. Ræðan er færð í letur á 13. öld af Snorra Sturlusyni.  Hann vissi sitt lítið af hverju um ásælni Noregskonunga enda galt hann fyrir með lífi sínu að reka ekki nógu kappsamlega erindi Hákonar gamla, sem tókst að sölsa undir sig Ísland með Gamla sáttmála árin 1262/64.

Ræðu Einars Þveræings er að finna í Heimskringlu. Þar segir um viðbrögð almennings við sjónarmiðum Einars:

,,Og þegar er Einar hafði þetta mælt og innt allan útveg þenna þá var öll alþýða snúin með einu samþykki að þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál.”

Ólafur digri ætlaði ekki að láta við svo búið standa og stefndi til sín íslenskum höfðingjum. Konungi varð þó ekki kápan úr klæðinu því. Stilastaðaorusta batt enda á tilburði konungsvaldsins í Noregi að leggja undir sig Ísland á elleftu öld. Um 200 árum seinna tókst Noregskonungum ætlunarverkið en þá logaði Ísland í innanlandsófriði sem kenndur er við Sturlungaöld.

Úr  Heimskringlu                

Ræða Einars Þveræings Eyjólfssonar
Þá svarar Einar: "Því em eg fáræðinn um þetta mál að engi hefir mig að kvatt. En ef eg skal segja mína ætlan þá hygg eg að sá muni til vera hérlandsmönnum að ganga eigi undir skattgjafir við Ólaf konung og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefir við menn í Noregi. Og munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri þeirri er þetta land byggir og mun ánauð sú aldregi ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt konungur sjá sé góður maður, sem eg trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til þá er konungaskipti verður að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast. En hitt kalla eg vel fallið að menn sendi konungi vingjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti er sendilegir eru. Er því þá vel varið ef vinátta kemur í mót. En um Grímsey er það að ræða ef þaðan er engi hlutur fluttur sá er til matfanga er þá má þar fæða her manns. Og ef þar er útlendur her og fari þeir með langskipum þaðan þá ætla eg mörgum kotbóndunum muni þykja verða þröngt fyrir durum."


ESB-umsóknin og pólitískur ferill Þorgerðar Katrínar

Þjóðin fékk ekki að segja álit sitt á því hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu. Við síðustu kosningar var aðeins einn flokkur með ESB-aðild á stefnuskrá sinni, Samfylkingin.

Allar mælingar frá sumrinu 2009, þegar Vinstri grænir og Þorgerður Katrín sviku lit á alþingi og ESB-umsókn Samfylkingar var samþykkt, sýna að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að Evrópusambandinu.

ESB-viðræðurnar sigla í strand vegna þess að þjóðin vill ekki aðild að Evrópusambandinu. Alveg eins og stjórnmálaferill Þorgerðar Katrínar er á enda runninn: kjósendur hafna ESB-pólitíkusum.


mbl.is Telur fráleitt að hætta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ESB-aðild yrði Ísland fátækara

Evrópusambandið elur af sér fátækt, sem sést á því að tæpur fjórðungur íbúa sambandsins er við fátæktarmörk. Ísland myndi borga með sér til Evrópusambandsins enda er ríkidæmi á Íslandi.

Ef við eigum að borga með okkur til Evrópusambandsins og jafnframt láta af hendi fiskveiðiauðlindir okkar -  hver eru þá aftur rökin fyrir aðild?

Einhver?


mbl.is ESB stofnar sjóð fyrir fátæka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur framselur landhelgina til ESB

Evrópusambandið fer fram á að útgerðir í ríkjum ESB fái að fjárfesta í sjávarútvegi á Íslandi. Til að tryggja yfirráð Íslendinga yfir landhelginni og þar með fiskveiðiauðlindinni er útlendingum bannað að fjárfesta í útgerð hér á landi.

Össur Skarphéðinsson og Samfylkingin ætla að fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu.

Svo einfalt er það. 


mbl.is Þrír viðræðukaflar opnaðir í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hague: óþolandi lýðræðishalli Evrópusambandsins

Bretar telja Evrópusambandið soga til sín fullveldið og sölsa undir sig sjálfsákvörðunarrétt þjóða og linna ekki látunum fyrr en allt vald flyst til Brussel. Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, mun í dag flytja Þjóðverjum þær fréttir að Bretar telji að við svo búið megi ekki standa.

Einstefnan í valdatilfærslum frá þjóðþingum til Brussel er óþolandi og er ekki lýðræðislega sjálfbær, mun Hague segja í ræðu í Berlín í dag, samkvæmt Telegraph.

Krafa Breta um að endurheimta valdheimildir frá Brussel gengur þvert á stefnu Þýskalands og Frakklands um að auka völd Evrópusambandsins til að ná tökum á evru-kreppunni.


Samdráttur ofan á kreppu evru-svæðisins

Æ betur kemur í ljós að evru-kreppan verður höfuðverkur Evrópusambandsins í það minnsta næstu fimm til tíu árin. Þýskaland, sem er mótór evru-svæðisins, nálgast samdráttarskeið sem mun óhjákvæmilega gera Þjóðverja aðhaldssamari í fjármálum.

Þjóðverjar borga mest til björgunaráætlana sem settar hafa verið saman fyrir Grikkland, Portúgal, Írland, Kýpur og Spán - sem á raunar enn eftir að sækja um. 

Núgildandi áætlanir gera ráð fyrir að með aðstoð frá Evrópusambandinu komist Grikkir á beina braut sjálfbærni í ríkisfjármálum árið 2020 - eftir átta ár.

Evru-svæðið mun hrekjast undan veðrum og vindum markaðsaflanna í mörg, mörg ár enn. 


mbl.is Samdrætti spáð í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 110
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 1382
  • Frá upphafi: 1143446

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 1179
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband