Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Stærsta spurningin var ekki spurð

Spurningin sem brennur á vörum þjóðarinnar var ekki á atkvæðaseðlinum í gær. Þjóðin fékk ekki að segja álit sitt á því hvort hún vildi framselja fullveldi sitt til Evrópusambandsins.

Þegar gerð er skoðanakönnun um afstöðu til jafn ólíkra mála eins og þjóðkirkjunnar, jafnt vægi atkvæða, þjóðareign á náttúruauðlindum og persónukosningar til alþingis er stórundarlegt hvers vegna ekki ekki var spurt um fullveldisframsal.

Eina skýringin er að ríkisstjórnarmeirihlutinn á alþingi þorir ekki að bera undir þjóðina stærstu spurninguna.


mbl.is 66,2% sagt já á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturköllun ESB-umsóknar er krafan

Hörð samþykkt Landssambands smábátaeigenda, þar sem inngöngu Íslands í Evrópusambandið er alfarið hafnað og ESB-umsókninni mótmælt, vísar veginn fyrir baráttuna framunda. Afturköllun ESB-umsóknarinnar verður sett á oddinn í prófkjörum og forvali flokkanna fyrir þingkosningarnar.

Í kosningunum sjálfum verður ESB-umsóknin miðpunktur, bæði óheyrilegur peningalegur kostnaður umsóknarinnar og ekki síður sá pólitíski skotgrafarhernaður sem er óhjákvæmilegur þegar jafn stóru máli eins og ESB-aðild er þröngvað upp á þjóðina.

Þjóðin fékk ekki tækifæri til að segja hug sinn um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Allar kosningar síðan 2009 eru öðrum þræði um ESB-málið; Icesave-kosningarnar báðar; forsetakosningarnar í sumar og skoðanakönnunin í dag um tillögur stjórnlagaráðs.

ESB-umsóknin og aðdragandi hennar, þ.m.t. svik VG, er fleinn sem þarf að fjarlægja og það er forsenda fyrir pólitískri endurreisn okkar.


mbl.is Smábátaeigendur hafna ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar hóta að beita neitunarvaldi

Bretar eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu, er álit ýmissa stjórnmálamanna á meginlandinu. David Cameron forsætisráðherra Bretland lætur það sér í léttu rúmi liggja og heldur áfram andstöðunni gegn vexti Brusselvaldsins.

Cameron fékk á nýafstöðnum leiðtogafundi Evrópusambandsins tryggingu um að nýtt bankabandalag yrði ekki íþyngjandi fyrir fjármálastofnanir í Bretlandi.

Forsætisráðherra Breta gerði gott betur og krafðist þess að Evrópusambandið skæri niður hjá sér báknið. Krafan er að fækka í ofurlaunadeild brusselbýrókrata. Ef ekki verður skorið niður hótar Cameron að beita neitunarvaldi gegn fjárlögum ESB.

Eins og nærri má geta er það nær ómögulegt að fá skrifræðið í Brussel skorið niður. Líklega eru Bretar á leiðinni úr ESB, þrátt fyrir allt.


mbl.is Samið um bankaeftirlit á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-málið tætir fylgið af Samfylkingu

Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæða í kosningunum 2009. Um 23 prósent kjósenda flokksins 2009 voru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun Gallup fyrir Heimssýn.

Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fylgið við Samfylkinguna er komið niður í rúm 19 prósent. Í könnun fyrir Heimssýn sést að af þeim sem núna ætla að kjósa Samfylkinguna eru aðeins 12 prósent á móti aðild að Evrópusambandinu.

Kjósendur sem kusu Samfylkinguna í apríl 2009 hafa yfirgefið flokkinn í hrönnum vegna ESB-málsins.

Nýr formaður Samfylkingar, hver sem hann verður, haggar ekki fylgi flokksins upp á við á meðan ESB-umsóknin er enn í gildi. ESB-umsókn Samfylkingarinnar verður stóra málið í kosningunum. 


mbl.is Flestir treysta Árna Páli til að verða formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ-fólk grjóthart á móti ESB-aðild

Launafólk í lægri launaflokkum er harðara í andstöðu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu en þeir sem eru með hærri tekjur. Fólk með fjölskyldutekjur undir 250 þúsund krónur á mánuði svaraði þannig spurningunni ,Ertu hlunnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?” að 73% sögðust andvíg, 18% voru hlutlaus en 9% fylgjandi.

Næsti tekjuhópur þar fyrir ofan, með fjölskyldutekjur á bilinu 250-400 þúsund, skiptist þannig að andstaða við ESB-aðild mælist 61 prósent, 18 prósent eru fylgjandi og rest hvorki né.

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir, eins og áður hefur komið fram.

Veikust er andstaðan við ESB-aðild í tekjuhópnum með 800 þúsund til milljón króna fjölskyldutekna á mánuði. Í þeim tekjuhópi mælist 52 prósent andstaða við ESB-aðild, 38 prósent er fylgjandi og tíu prósent hvorki né.


mbl.is Atvinnuleysið verður áfram mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðin slátrar ESB-aðild, 72% á móti

Um 72 prósent kjósenda á landsbyggðinni er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn og fyrst var sagt frá í gær.

Spurningin var ,,Ertu hlunnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?” 

Landsbyggðin er staðföst í andstöðu sinni, um 35% segjast að öllu leyti andvíg, 19% eru mjög andvíg og frekar andvíg eru 18%. Um 14% landsbyggðarkjósenda eru hlutlaus til málsins en aðeins 14 prósent eru hlynnt aðild.

ESB-sinnar eru hlutfallslega sterkastir í Reykjavík, þótt þeir séu þar í minnihluta. Um 41 kjósenda í Reykjavík eru hlynntir aðild en 46 prósent eru andvígir.

Um leið og komið er út fyrir Reykjavík fellur fylgið við aðild. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar mælist fylgið við aðild 28 prósent en andstaðan mælist 56 prósent.

Andstaðan við aðild mælist alltaf staðfastari en stuðningur við aðild. Andstæðingar aðildar velja mun oftar kostinn ,,alfarið andvígur” en aðildarsinnar ,,alfarið fylgjandi.”


mbl.is Meirihluti á móti í meira en þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar, 57,6%, mótfallinn ESB-aðild


Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir. Allar kannanir sem gerðar hafa verið eftir að ESB-umsókn Íslands var send til Brussel sumarið 2009 sýna andstöðu meirihluta kjósenda við aðild.

79 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og 80 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru andvíg aðild. Hlutfall andvígra í VG er 62 prósent. Kjósendur Samfylkingarinnar eru minnsti hópurinn sem er andvígur aðild, eða 12 prósent. Tölurnar eru úr nýrri könnun Gallups fyrir Heimssýn.

Úrtakið í þessari könnun var 1450, fjöldi svarenda 848 eða 58,5 prósent. Spurningin var ,,Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?”

Staðfesta í afstöðu fólks var mæld með svarmöguleikunum ,,Að öllu leyti,” ,,Mjög” eða ,,Frekar” hlynnt(ur) eða andvíg(ur). Kjósendur Framsóknarflokksins voru harðir í afstöðu sinni; 42 prósent sögðust að öllu leyti andvíg, 18 prósent mjög andvíg  og álíka stórt hlutfall var frekar andvígt. Af þeim 11  prósentum kjósenda Framsóknarflokksins sem voru hlynnt aðild, sögðust aðeins 3 prósent vera að öllu leyti eða mjög hlynnt aðild en 8 prósent frekar hlynnt.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sýna áþekka staðfestu í andstöðunni við ESB-aðild. Af 80% sem eru andvígir eru 43% að öllu leyti andvígir, 20 % mjög og 17% frekar á móti aðild. Álíka hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynnt ESB-aðild eða 12%. Af þeim eru 8% frekar hlynnt en aðeins 4% eru eindregnir aðildarsinnar, segjast alfarið hlynnt eða mjög hlynnt.

Kjósendur VG, sem almennt hafa orð á sér að vera afgerandi i afstöðu til pólitískra álitamála eru á hinn bóginn tvístígandi í andstöðu sinni. Af þeim 62% sem segjast andvígir eru 16% alfarið, 21% mjög og 25 frekar andvíg aðild. Óskýr skilaboð frá flokksforystunni gerir almenna kjósendur VG ráðvillta.

Kjósendur Samfylkingar, sem hlynntir eru aðild, um 70%, skiptast í 3 álíka hópa mælt í staðfestu (23% eru alfarið, 25 mjög og 22 frekar hlynnt). Um 18% kjósenda flokksins eru ekki með afstöðu og 12 prósent eru á móti ESB-aðild.

Gallup kannað fleiri breytur varðandi Evrópumál s.s. afstöðu kjósenda flokkanna frá kosningunum 2009, mun á afstöðu  landsbyggðar og höfðuborgarsvæði og milli  tekjuhópa. Verður gerð nánari grein fyrir þessum niðurstöðum á bloggi Heimssýnar á næstu dögum.


mbl.is Afstaða Íslands langt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stækkurnar-þreyta í ESB: Össur spáir í 25 ára bið Tyrkja

Forseti þýska þingsins, Norbert Lammert, segir æskilegt að bíða með stækkun Evrópusambandsins á meðan þær 27 þjóðir sem eru í sambandinu nái tökum á kreppunni. Öll þjóðþing ESB-ríkja þurf að samþykkja nýja aðildarþjóð og því vega ummæli Lammert þungt. Ef þýska þingið vill stöðva frekari stækkun ESB er komin upp ný staða með umsókn Íslands.

Þýska tímaritið Spiegel segir frá afstöðu forseta þýska þingsins og ræðir um Króatíu, sem átti að fá aðild að ESB þegar á næsta ári, og Svartfjallaland og Serbíu. Ekki er minnst á Ísland í fréttinni.

Hér heima tilkynnir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að hann sé í reglulegu sambandi við starfsbróður sinn frá Tyrklandi. En Tyrkir sóttu um aðild að Evrópusambandinu árið 1987, fyrir 25 árum, og eru enn ekki komnir inn.

Björn Bjarnason veltir fyrir sér hvort reglulegt samband Össurar við tyrkneskan starfsbróður sinni sé til að fræðast um hvernig halda megi lífi í aðildarumsókn í aldarfjórðung.


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

70% andstaða við ESB-aðild í Noregi

Norska þjóðin virðist ekki sérstaklega upphrifin af því uppátæki Nóbelsnefndarinnar að veita Evrópusambandinu friðarverðlaunin. Norðmenn hafa í tvígang staðist atlögu að fullveldi sínu frá Evrópusambandinu. Þeir björguðu sér naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu 1972 og aftur 1994.

70 prósent Norðmanna eru andvígir aðild að Evrópusambandinu, 20 prósent fylgjandi og 10 prósent taka ekki afstöðu.

Þótt Nóbelsverðlaunin fara til Evrópusambandsins er harla ólíklegt að afstaða Norðmanna til aðildar breytist í bráð.

 


mbl.is Norðmenn ósáttir við verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur, Aðalsteinn eru ESB-snillingar

Menn eins og Baldur Þórhallsson og Aðalsteinn Leifsson skreyta sig með fræðimannstitlum og gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í málefnum Evrópusambandsins. Báðir eru þeir innanbúðarmenn í Samfylkingunni, Baldur raunar varaþingmaður.

Í Morgunblaðinu í dag eru rifjuð upp orð ESB-snillingana:

Baldur Þórhallsson prófessor skrifaði grein á vef Samfylkingarinnar nokkrum dögum fyrir þingkosningarnar 25. apríl 2009:

»[Forystumenn Evrópusambandsins] eru hins vegar tilbúnir að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum. Það þýðir að hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á næsta ári. Þá getur hver og einn metið kosti og galla ESB-aðildar,« skrifaði Baldur.

Hálfu ári áður, eða 3. október 2008, fór fram málþing Samtaka iðnaðarins og Starfsgreinasambands Íslands um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru, í Reykjavík.

Meðal ræðumanna var Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hann taldi að miðað við að umsókn að ESB yrði lögð fram fyrir árslok 2008 mætti gera sér vonir um aðild á nýársdag 2010 og svo upptöku evrumyntar og seðla á nýársdag 2013. Gekk Aðalsteinn út frá því að aðildarferlið, frá umsókn til samþykktar ESB, tæki um 24 mánuði, en samkvæmt því gæti Ísland fyrst gengið í ESB í júlí 2013.

,,Sérfræðingarnir" Baldur og Aðalsteinn eru afhjúpaðir sem kjánar í besta falli en auvirðilegir áróðursmenn Samfylkingar í versta falli.


mbl.is Alltaf að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 129
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2538
  • Frá upphafi: 1165912

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband