Leita í fréttum mbl.is

Baldur, Aðalsteinn eru ESB-snillingar

Menn eins og Baldur Þórhallsson og Aðalsteinn Leifsson skreyta sig með fræðimannstitlum og gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í málefnum Evrópusambandsins. Báðir eru þeir innanbúðarmenn í Samfylkingunni, Baldur raunar varaþingmaður.

Í Morgunblaðinu í dag eru rifjuð upp orð ESB-snillingana:

Baldur Þórhallsson prófessor skrifaði grein á vef Samfylkingarinnar nokkrum dögum fyrir þingkosningarnar 25. apríl 2009:

»[Forystumenn Evrópusambandsins] eru hins vegar tilbúnir að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum. Það þýðir að hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á næsta ári. Þá getur hver og einn metið kosti og galla ESB-aðildar,« skrifaði Baldur.

Hálfu ári áður, eða 3. október 2008, fór fram málþing Samtaka iðnaðarins og Starfsgreinasambands Íslands um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru, í Reykjavík.

Meðal ræðumanna var Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hann taldi að miðað við að umsókn að ESB yrði lögð fram fyrir árslok 2008 mætti gera sér vonir um aðild á nýársdag 2010 og svo upptöku evrumyntar og seðla á nýársdag 2013. Gekk Aðalsteinn út frá því að aðildarferlið, frá umsókn til samþykktar ESB, tæki um 24 mánuði, en samkvæmt því gæti Ísland fyrst gengið í ESB í júlí 2013.

,,Sérfræðingarnir" Baldur og Aðalsteinn eru afhjúpaðir sem kjánar í besta falli en auvirðilegir áróðursmenn Samfylkingar í versta falli.


mbl.is Alltaf að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband