Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Makríl-ósannindi sendiherrans og áróđurspeningar

Í nýrri skýrslu framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins um ađlögunarviđrćđurnar viđ Ísland segir ađ fiskveiđideila Íslands og sambandsins sé verulegt áhyggjuefni. Texti skýrslunnar er ótvírćđur og kemur strax á eftir yfirlýsingu um ađ Íslendingar eigi eftir ađ ađlaga sig reglum sambandsins í fiskveiđimálum. Í skýrslunni segir

Iceland’s mackerel fisheries continue to cause widespread concern within the EU with regard to the principles of sustainable resource management of this stock.

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Timo Summa, segir á hinn bóginn á blađamannafundi ađ makríldeilan hafi engin áhrif á ađlögunarviđrćđur Íslands.

Ţegar málstađurinn er svo veikur ađ grípa ţarf til ósanninda til ađ fegra hann ţá mun áróđurspeningar litlu skila.


mbl.is Kynning á ESB efld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB krefst frekari ađlögunar Íslands

Í stöđuskýrslu Evrópusambandsins um ađlögunarviđrćđur viđ Ísland kemur fram krafa um ađlögun á sviđi landbúnađar og sjávarútvegs. Í skýrslunni segir um landbúnađ

Overall, Iceland's agricultural policy is not aligned with the acquis . Preparations in thi schapter are at an early stage and progress has been limited. A strategy and planning schedule of measures to be taken to ensure compliance with the EU agriculture and rural development requirements has been adopted. The appropriate administrative structures to implement allaspects of the common agricultural policy including the management of agricultural and rural development funds needs to be set up.

Sem sagt: ESB vill nýja stofnun til ađ sjá um umsýslu landbúnađar- og byggđastyrkja.

Í sjávarútvegi er gerđ krafa um ađ fjárfestingar frá Evrópusambandinu verđi leyfđar í íslenskri útgerđ og vinnslu. Ţar segir

Overall, Iceland's fisheries policyis not in line with the acquis. Existing restrictions in the fisheries sector on freedom of establishment, services and capital movements are not in line with the acquis.

Evrópusambandiđ heldur til streitu kröfum um ađ Ísland ađlagi sig í auknum mćli ađ kröfum sambandins. Ísland verđur ţannig smátt og smátt ađili ađ Evrópusambandinu. Ţjóđaratkvćđagreiđsla í lok ađlögunarferlis er upp á punt.

 

 

 


mbl.is Tekiđ tillit til vćntinga og ţarfa Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forysta VG styđur ESB-ađild Íslands

Ţingflokksformađur Vinstri grćnna og nánasti samstarfsmađur formannsins, Björn Valur Gíslason, styđur ađlögunarviđrćđur Íslands inn í Evrópusambandiđ. Áđur hefur annar samherji formannsins, Árni Ţór Sigurđsson, lýst yfir vilja sínum ađ ,,klára máliđ."

Steingrímur J. Sigfússon formađur VG hefur varla sagt orđ um Evrópumál í marga mánuđi, nema ţá til ađ gagnrýna ţá sem telja evru-kreppuna ótvírćđa sönnun ţess ađ Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandiđ.

Flokksfundir Vinstri grćnna hafa marglýst fyrir andstöđu viđ ađ Ísland gangi inn í Evrópusambandiđ. Forysta flokksins er á hinn bóginn orđin stađföst í stuđningi sínum viđ ESB-leiđangur Samfylkingar.


mbl.is ESB ekki fyrirstađa samstarfs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evru-eymdin til Frakklands

Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalar hafa fengiđ ađ kenna á spennitreyju evru-samstarfsins. Núna virđist komiđ ađ Frökkum. Međ tíu prósent atvinnuleysi og samdrátt í allri álfunni virđist ađeins ein leiđ fyrir Frakka, - niđur á viđ.

Í skjóli evrunnar bjó stór hluti evru-ríkjanna viđ fölsk lífskjör í áratug. Fyrirtćki, einstaklingar og opinberir ađilar voru fjármagnađir á fölskum forsendum, sum sé ţeim ađ Ţýskaland stćđi á bakviđ allar skuldir evru-ríkjanna 17. Eftir ađ blekkingin var afhjúpuđ, ađ Ţýskaland stćđi ekki í ábyrgđ fyrir skuldum annarra evru-ríkja, hćkkuđu vextirnir samtímis sem beita ţurfti niđurskurđi á útgjöld.

Afleiđingin er kreppa sem ekki sér fyrir endann á. Spár hagfrćđinga eru ađ kreppan vari til 2020 og ólíklegt sé ađ evru-samtarf 17 ríkja haldi kreppuna út. Ţangađ til ađ úr rćtist verđur efnahagsleg og pólitísk óvissa um framtíđ Evrópusambandsins.


mbl.is 119 fyrirtćkjum bjargađ frá ţroti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kapphlaup í Samfó frá ESB-umsókn

Flokksmenn Samfylkingar mun velja sér formenn í janúar. Til ađ eiga möguleika á kjöri ţarf formannsefni ađ eiga vísan samstarfsađila í ríkisstjórn eftir kosningar.

Allir flokkar utan Samfylkinguna eru andvígir ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Af ţví leiđir mun Samfylkingin ekki eina neinn ríkisstjórnarkost ef haldiđ verđur fast í ESB-umsóknina.

Formannsefni Samfylkingar munu á nćstu vikum eitt af öđru falla frá stuđningi viđ ESB-umsóknina og gefa fćri á afturköllun hennar.


Minnimáttarkennd ESB-sinna

ESB-sinnar á Íslandi, til dćmis Ţorsteinn Pálsson, bođa ţá stefnu ađ Íslandi eigi ađ ganga inn í Evrópusambandiđ til ađ ná tökum á efnahagsmálum sínum. En ţađ er einmitt inn í Evrópusambandinu sem ţjóđir eins og Írar, Portúgalir, Grikkir og Spánverjar hafa misst tökin á sínum efnahagsmálum.

Ţćr ţjóđir sem standa utan kjarnasamstarfs ESB, ţ.e. evrunni, standa mun betur efnahagslega heldur en evruţjóđirnar. Bretar, Danir, Svíar og Pólverjar eru ekki međ evru og verđa ekki međ ţann gjaldmiđil í fyrirsjáanlegri framtíđ ţar sem enginn áhugi er fyrir efnahagslegu sjálfsmorđi í ţessum ríkjum. En hér heima klifa ESB-sinnar á ţví ađ ađild ađ sambandinu og upptaka evru sé lausn á öllum efnahagsvvanda Íslands.

Evru-ríkin 17 róa lífróđur til ađ bjarga evrunni. Fáir veđja á ađ takist ađ halda gjaldmiđlasamstarfinu áfram međ öllum ríkjunum 17 og eru Grikkir og Portúgalir líklegastir til ađ yfirgefa samstarfiđ. En jafnvel ţótt ţađ takist ađ halda samstarfinu áfram međ öllum innanborđs mun eftir standa gerbreytt Evrópusamband.

Ţćr tíu ţjóđir sem eru í Evrópusambandinu en ekki međ evru munu ekki taka ţátt í tilraun međ sameiginleg fjárlög evru-ríkjanna. Verđi slíkri tilraun hrint af stokkunum munu evru-ţjóđirnar afsala sér efnahagslegu fullveldi til Brussel. Mörg ár, ef ekki áratugir, munu líđa ţangađ til kveđiđ verđur upp úr um ţađ hvort tilraunin hafi heppnast eđa ekki.

Evru-ríkin 17 verđa sérstakt Evrópusamband međ sameiginleg fjárlög og sameiginlegar eftirlitsstofnanir og sameiginlega stefnu í helstu málum samfélagsins. Ţau tíu ESB-ríki sem standa utan evrunnar verđa í sömu stöđu og Ísland og Noregur eru í dag gagnvart Evrópusambandinu. Samningurinn um Evrópska efnahagssvćđiđ eđa viđlíka samningur mun mynda ramma um samband evrópuţjóđa sem ekki eru í evru-samstarfi.

ESB-sinnar á Íslandi láta eins og Evrópusambandiđ sé óbreytt frá 2009, ţegar umsókn Íslands var lögđ fram. Allir sem nenna ađ fylgjast međ stjórnmálaumrćđunni í Evrópu vita ađ svo er ekki: Evrópusambandiđ er í reynd tvískipt í dag ţar sem leiđtogar evru-ríkjanna funda reglulega án ţess ađ bjóđa hinum sem ekki búa viđ evru. Og ţađ verđur ekki snúiđ tilbaka.

Af ţví leiđir er ađeins tímaspurning hvort verđur á undan, ađ evran splundrist eđa ađ formlegur klofningur verđi í Evrópusambandinu á milli evru-ríkjanna 17 og hinna tíu sem ekki búa viđ evru.

Íslenskri ESB-sinnar reyna ađ telja ţjóđinni trú um ađ Íslendingar eigi meira sameiginlegt međ Ţjóđverjum, Frökkum, Spánverjum og Ítölum en Bretum, Dönum og Svíum - ađ ekki sé talađ um Norđmenn - og ađ viđ eigum ţess vegna ađ halda umsókninni um ESB-ađild til streitu.

Málflutningur ESB-sinna byggir ekki á neinni greiningu á ástandinu í Evrópu, ađeins vćli um ađ Íslendingar geti ekki bjargađ sér sjálfir. Vanmetakenndin blindar ESB-sinnum sýn á ţađ sem blasir viđ öllum öđrum: Ísland međ fullveldi og eigin gjaldmiđli er á leiđinni úr kreppu, sem var skammvinn, en Evrópusambandiđ er í langvinnri pólitískri og efnahagslegri kreppu sem ekki sér fyrir endann á.

 


mbl.is Vill kjósa um framtíđ Breta í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Weimar-lýđveldiđ í Aţenu

Samaras forsćtisráđherra Grikklands líkir landi sínu viđ Weimar-lýđveldiđ í Ţýskalandi skömmu fyrir valdatöku Hitlers. Samars segir land sitt standa frammi fyrir stćrri áskorunum en nokkru sinni.

Innviđir Grikklands eru ađ bresta. Fjöldamótmćli og ofbeldi eru daglegar fréttir frá borgum Grikklands.

Grikkir eru fastir í evru-samstarfi og geta ekki fellt gjaldmiđilinn til ađ bćta samkeppnisstöđu landsins. Ţeir eru háđir ölmusufé frá Evrópusambandinu nćsta áratuginn.


mbl.is Brutust inn í ráđuneyti í Aţenu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB kaupir Vinstri grćna

Peningar Evrópusambandsins trompa margyfirlýsta stefnu Vinstrihreyfingarinnar grćns frambođs ađ ekki skuli tekiđ viđ ađlögunarstyrkum frá sambandinu.

Útsala VG á stefnumálum sínum heldur áfram enda seldi flokkurinn andstöđu sína viđ ađild ađ Evrópusambandinu til Samfylkingar í upphafi kjörtímabils og fékk í stađinn nokkra ráđherrastóla.

Nú ţegar líđur ađ nćstu ţingkosningum ćtti forysta VG í nafni gegnsćis ađ verđmerkja helstu stefnumál sín til ađ kjósendur geti lagt mat á hversu lítiđ er ađ marka ţennan stjórnmálaflokk.


mbl.is Segir ESB kaupa sér velvild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB-löggjöf á Íslandi: stórar yfirlýsingar en lítil innistćđa

ESB-sinnar á Íslandi halda ţví einatt fram ađ viđ séum nú ţegar aukaađilar ađ Evrópusambandinu í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvćđiđ, EES. Stórar fullyrđingar fylgja gjarnan ţessari yfirlýsingu um ađ svo og svo hátt hlutafall íslenskrar löggjafar komi nú ţegar frá Evrópusambandinu. Ţegar nánar er ađ gćtt stenst ţessi fullyrđing ekki.

Í sumum Evrópulöndum hefur veriđ athugađ hve stór hluti innlendrar löggjafar er ćttuđ frá Evrópusambandinu. Skýrsla breska ţingsins, How much legislation comes from Europe, frá 2010 segir ađ á tímabilinu 1997 til 2009 hafi 6,8% breskra laga veriđ innleiđing ESB-réttar og hlutfall reglugerđa var 14,1%. Innleiđing, í skilningi skýrslunnar, gat falist í ţví ađ vísa í ESB-rétt í framhjáhlaupi yfir í ađ vera yfirlýst innleiđing.

Höfundar bresku skýrslunnar segja landbúnađ hćsta hlutfall ESB-réttar snerta landbúnađ. Bretar, vel ađ merkja, eru innan Evrópusambandsins og taka upp löggjöf frá Brussel  á öllum sviđum - nema í myntsamstarfinu ţar sem evrau-samstarfiđ kallar á viđamikiđ regluverk.

Ísland er undanţegiđ landbúnađarstefnu Evrópusambandsins enda nćr EES-samingurinn ekki til landbúnađar og sjávarútvegs. Evrópunefndin undir forystu Björns Bjarnasonar skilađi skýrslu áriđ 2007 og kannađi ţar m.a. tölfrćđi löggjafar. Í skýrslunni kemur fram ađ á tímabilinu 1992 til 2006 hafi 285 lög átt beinan uppruna í EES-ađild Íslands, eđa 17,2% af samţykktunum lögum á tímabilinu. ,,Ef einnig vćri litiđ til ţeirra laga sem segja mćtti ađ ćttu óbeinan uppruna í EES-ađildinni ţá er niđurstađan ađ 21,6% laga á tímabilinu megi rekja beint eđa óbeint til EES-ađildar Íslands,” segir í skýrslunni.

Norđmenn gáfu nýlega út viđamikla skýrslu um samskipti sín viđ Evrópusambandiđ. Í skýrslunni er rćtt ítarlega um hve erfitt sé ađ mćla áhrif lagasetningar í Brussel á innlenda löggjöf. Norđmennirnir segja undir 30% löggjafar ţar í landi vera ćttađa frá Brussel. Í skýrslunni er vakin athygli á danskri rannsókn frá 2010 sem segir ESB-rétt hafa áhrif á 20% danskra laga og um 13% danskra reglugerđa.

Norsku skýrsluhöfundarnir eru í nokkrum vandrćđum međ ađ útskýra hvers vegna ESB-landiđ Danmörk er međ lćgra hlutfall af ESB-rétti í sínum lögum en Norđmenn, sem standa utan og taka ţví ekki ţátt í landbúnađarstefnu sambandsins, en hún er stćrsta uppspretta laga og reglugerđa, skv. bresku skýrslunni hér ađ ofan. Norđmennirnir skýla sér á bakviđ mismunandi ađferđafrćđi.

Hvađ sem allri ađferđafrćđi líđur eru engar forsendur fyrir fullyrđingum um ađ ESB-réttur sé yfirţyrmandi stórt hlutfall íslenskrar löggjafar.

Fjármálaráđherra útrýmir ţjóđargjaldmiđlinum

Nýr fjármálaráđherra Samfylkingar ćtlar ađ útrýma krónunni. Án efa er ţađ heimsmet í hagstjórn ađ ráđherra fjármála ţjóđríkis líti á ţađ sem sitt helsta hlutverk ađ útrýma gjaldmiđli ţjóđar sinnar.

 Frétt Bloomberg opnar međ ţessari fáheyrđu málsgrein um fyrirćtlanir Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráđherra

Iceland’s finance minister is preparing for the krona’s extinction as the government targets joining the euro area as the only option after phasing out capital controls.

Katrín Júlíusdóttir er ábyggilega vel lesin í umrćđunni um evruna, annars myndi hún ekki telja ţann gjaldmiđil bjargvćtt Íslendinga.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 970365

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband