Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Makríl-ósannindi sendiherrans og áróðurspeningar

Í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðlögunarviðræðurnar við Ísland segir að fiskveiðideila Íslands og sambandsins sé verulegt áhyggjuefni. Texti skýrslunnar er ótvíræður og kemur strax á eftir yfirlýsingu um að Íslendingar eigi eftir að aðlaga sig reglum sambandsins í fiskveiðimálum. Í skýrslunni segir

Iceland’s mackerel fisheries continue to cause widespread concern within the EU with regard to the principles of sustainable resource management of this stock.

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Timo Summa, segir á hinn bóginn á blaðamannafundi að makríldeilan hafi engin áhrif á aðlögunarviðræður Íslands.

Þegar málstaðurinn er svo veikur að grípa þarf til ósanninda til að fegra hann þá mun áróðurspeningar litlu skila.


mbl.is Kynning á ESB efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB krefst frekari aðlögunar Íslands

Í stöðuskýrslu Evrópusambandsins um aðlögunarviðræður við Ísland kemur fram krafa um aðlögun á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Í skýrslunni segir um landbúnað

Overall, Iceland's agricultural policy is not aligned with the acquis . Preparations in thi schapter are at an early stage and progress has been limited. A strategy and planning schedule of measures to be taken to ensure compliance with the EU agriculture and rural development requirements has been adopted. The appropriate administrative structures to implement allaspects of the common agricultural policy including the management of agricultural and rural development funds needs to be set up.

Sem sagt: ESB vill nýja stofnun til að sjá um umsýslu landbúnaðar- og byggðastyrkja.

Í sjávarútvegi er gerð krafa um að fjárfestingar frá Evrópusambandinu verði leyfðar í íslenskri útgerð og vinnslu. Þar segir

Overall, Iceland's fisheries policyis not in line with the acquis. Existing restrictions in the fisheries sector on freedom of establishment, services and capital movements are not in line with the acquis.

Evrópusambandið heldur til streitu kröfum um að Ísland aðlagi sig í auknum mæli að kröfum sambandins. Ísland verður þannig smátt og smátt aðili að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla í lok aðlögunarferlis er upp á punt.

 

 

 


mbl.is Tekið tillit til væntinga og þarfa Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta VG styður ESB-aðild Íslands

Þingflokksformaður Vinstri grænna og nánasti samstarfsmaður formannsins, Björn Valur Gíslason, styður aðlögunarviðræður Íslands inn í Evrópusambandið. Áður hefur annar samherji formannsins, Árni Þór Sigurðsson, lýst yfir vilja sínum að ,,klára málið."

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hefur varla sagt orð um Evrópumál í marga mánuði, nema þá til að gagnrýna þá sem telja evru-kreppuna ótvíræða sönnun þess að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið.

Flokksfundir Vinstri grænna hafa marglýst fyrir andstöðu við að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Forysta flokksins er á hinn bóginn orðin staðföst í stuðningi sínum við ESB-leiðangur Samfylkingar.


mbl.is ESB ekki fyrirstaða samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evru-eymdin til Frakklands

Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalar hafa fengið að kenna á spennitreyju evru-samstarfsins. Núna virðist komið að Frökkum. Með tíu prósent atvinnuleysi og samdrátt í allri álfunni virðist aðeins ein leið fyrir Frakka, - niður á við.

Í skjóli evrunnar bjó stór hluti evru-ríkjanna við fölsk lífskjör í áratug. Fyrirtæki, einstaklingar og opinberir aðilar voru fjármagnaðir á fölskum forsendum, sum sé þeim að Þýskaland stæði á bakvið allar skuldir evru-ríkjanna 17. Eftir að blekkingin var afhjúpuð, að Þýskaland stæði ekki í ábyrgð fyrir skuldum annarra evru-ríkja, hækkuðu vextirnir samtímis sem beita þurfti niðurskurði á útgjöld.

Afleiðingin er kreppa sem ekki sér fyrir endann á. Spár hagfræðinga eru að kreppan vari til 2020 og ólíklegt sé að evru-samtarf 17 ríkja haldi kreppuna út. Þangað til að úr rætist verður efnahagsleg og pólitísk óvissa um framtíð Evrópusambandsins.


mbl.is 119 fyrirtækjum bjargað frá þroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapphlaup í Samfó frá ESB-umsókn

Flokksmenn Samfylkingar mun velja sér formenn í janúar. Til að eiga möguleika á kjöri þarf formannsefni að eiga vísan samstarfsaðila í ríkisstjórn eftir kosningar.

Allir flokkar utan Samfylkinguna eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Af því leiðir mun Samfylkingin ekki eina neinn ríkisstjórnarkost ef haldið verður fast í ESB-umsóknina.

Formannsefni Samfylkingar munu á næstu vikum eitt af öðru falla frá stuðningi við ESB-umsóknina og gefa færi á afturköllun hennar.


Minnimáttarkennd ESB-sinna

ESB-sinnar á Íslandi, til dæmis Þorsteinn Pálsson, boða þá stefnu að Íslandi eigi að ganga inn í Evrópusambandið til að ná tökum á efnahagsmálum sínum. En það er einmitt inn í Evrópusambandinu sem þjóðir eins og Írar, Portúgalir, Grikkir og Spánverjar hafa misst tökin á sínum efnahagsmálum.

Þær þjóðir sem standa utan kjarnasamstarfs ESB, þ.e. evrunni, standa mun betur efnahagslega heldur en evruþjóðirnar. Bretar, Danir, Svíar og Pólverjar eru ekki með evru og verða ekki með þann gjaldmiðil í fyrirsjáanlegri framtíð þar sem enginn áhugi er fyrir efnahagslegu sjálfsmorði í þessum ríkjum. En hér heima klifa ESB-sinnar á því að aðild að sambandinu og upptaka evru sé lausn á öllum efnahagsvvanda Íslands.

Evru-ríkin 17 róa lífróður til að bjarga evrunni. Fáir veðja á að takist að halda gjaldmiðlasamstarfinu áfram með öllum ríkjunum 17 og eru Grikkir og Portúgalir líklegastir til að yfirgefa samstarfið. En jafnvel þótt það takist að halda samstarfinu áfram með öllum innanborðs mun eftir standa gerbreytt Evrópusamband.

Þær tíu þjóðir sem eru í Evrópusambandinu en ekki með evru munu ekki taka þátt í tilraun með sameiginleg fjárlög evru-ríkjanna. Verði slíkri tilraun hrint af stokkunum munu evru-þjóðirnar afsala sér efnahagslegu fullveldi til Brussel. Mörg ár, ef ekki áratugir, munu líða þangað til kveðið verður upp úr um það hvort tilraunin hafi heppnast eða ekki.

Evru-ríkin 17 verða sérstakt Evrópusamband með sameiginleg fjárlög og sameiginlegar eftirlitsstofnanir og sameiginlega stefnu í helstu málum samfélagsins. Þau tíu ESB-ríki sem standa utan evrunnar verða í sömu stöðu og Ísland og Noregur eru í dag gagnvart Evrópusambandinu. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið eða viðlíka samningur mun mynda ramma um samband evrópuþjóða sem ekki eru í evru-samstarfi.

ESB-sinnar á Íslandi láta eins og Evrópusambandið sé óbreytt frá 2009, þegar umsókn Íslands var lögð fram. Allir sem nenna að fylgjast með stjórnmálaumræðunni í Evrópu vita að svo er ekki: Evrópusambandið er í reynd tvískipt í dag þar sem leiðtogar evru-ríkjanna funda reglulega án þess að bjóða hinum sem ekki búa við evru. Og það verður ekki snúið tilbaka.

Af því leiðir er aðeins tímaspurning hvort verður á undan, að evran splundrist eða að formlegur klofningur verði í Evrópusambandinu á milli evru-ríkjanna 17 og hinna tíu sem ekki búa við evru.

Íslenskri ESB-sinnar reyna að telja þjóðinni trú um að Íslendingar eigi meira sameiginlegt með Þjóðverjum, Frökkum, Spánverjum og Ítölum en Bretum, Dönum og Svíum - að ekki sé talað um Norðmenn - og að við eigum þess vegna að halda umsókninni um ESB-aðild til streitu.

Málflutningur ESB-sinna byggir ekki á neinni greiningu á ástandinu í Evrópu, aðeins væli um að Íslendingar geti ekki bjargað sér sjálfir. Vanmetakenndin blindar ESB-sinnum sýn á það sem blasir við öllum öðrum: Ísland með fullveldi og eigin gjaldmiðli er á leiðinni úr kreppu, sem var skammvinn, en Evrópusambandið er í langvinnri pólitískri og efnahagslegri kreppu sem ekki sér fyrir endann á.

 


mbl.is Vill kjósa um framtíð Breta í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Weimar-lýðveldið í Aþenu

Samaras forsætisráðherra Grikklands líkir landi sínu við Weimar-lýðveldið í Þýskalandi skömmu fyrir valdatöku Hitlers. Samars segir land sitt standa frammi fyrir stærri áskorunum en nokkru sinni.

Innviðir Grikklands eru að bresta. Fjöldamótmæli og ofbeldi eru daglegar fréttir frá borgum Grikklands.

Grikkir eru fastir í evru-samstarfi og geta ekki fellt gjaldmiðilinn til að bæta samkeppnisstöðu landsins. Þeir eru háðir ölmusufé frá Evrópusambandinu næsta áratuginn.


mbl.is Brutust inn í ráðuneyti í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB kaupir Vinstri græna

Peningar Evrópusambandsins trompa margyfirlýsta stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að ekki skuli tekið við aðlögunarstyrkum frá sambandinu.

Útsala VG á stefnumálum sínum heldur áfram enda seldi flokkurinn andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu til Samfylkingar í upphafi kjörtímabils og fékk í staðinn nokkra ráðherrastóla.

Nú þegar líður að næstu þingkosningum ætti forysta VG í nafni gegnsæis að verðmerkja helstu stefnumál sín til að kjósendur geti lagt mat á hversu lítið er að marka þennan stjórnmálaflokk.


mbl.is Segir ESB kaupa sér velvild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-löggjöf á Íslandi: stórar yfirlýsingar en lítil innistæða

ESB-sinnar á Íslandi halda því einatt fram að við séum nú þegar aukaaðilar að Evrópusambandinu í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Stórar fullyrðingar fylgja gjarnan þessari yfirlýsingu um að svo og svo hátt hlutafall íslenskrar löggjafar komi nú þegar frá Evrópusambandinu. Þegar nánar er að gætt stenst þessi fullyrðing ekki.

Í sumum Evrópulöndum hefur verið athugað hve stór hluti innlendrar löggjafar er ættuð frá Evrópusambandinu. Skýrsla breska þingsins, How much legislation comes from Europe, frá 2010 segir að á tímabilinu 1997 til 2009 hafi 6,8% breskra laga verið innleiðing ESB-réttar og hlutfall reglugerða var 14,1%. Innleiðing, í skilningi skýrslunnar, gat falist í því að vísa í ESB-rétt í framhjáhlaupi yfir í að vera yfirlýst innleiðing.

Höfundar bresku skýrslunnar segja landbúnað hæsta hlutfall ESB-réttar snerta landbúnað. Bretar, vel að merkja, eru innan Evrópusambandsins og taka upp löggjöf frá Brussel  á öllum sviðum - nema í myntsamstarfinu þar sem evrau-samstarfið kallar á viðamikið regluverk.

Ísland er undanþegið landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins enda nær EES-samingurinn ekki til landbúnaðar og sjávarútvegs. Evrópunefndin undir forystu Björns Bjarnasonar skilaði skýrslu árið 2007 og kannaði þar m.a. tölfræði löggjafar. Í skýrslunni kemur fram að á tímabilinu 1992 til 2006 hafi 285 lög átt beinan uppruna í EES-aðild Íslands, eða 17,2% af samþykktunum lögum á tímabilinu. ,,Ef einnig væri litið til þeirra laga sem segja mætti að ættu óbeinan uppruna í EES-aðildinni þá er niðurstaðan að 21,6% laga á tímabilinu megi rekja beint eða óbeint til EES-aðildar Íslands,” segir í skýrslunni.

Norðmenn gáfu nýlega út viðamikla skýrslu um samskipti sín við Evrópusambandið. Í skýrslunni er rætt ítarlega um hve erfitt sé að mæla áhrif lagasetningar í Brussel á innlenda löggjöf. Norðmennirnir segja undir 30% löggjafar þar í landi vera ættaða frá Brussel. Í skýrslunni er vakin athygli á danskri rannsókn frá 2010 sem segir ESB-rétt hafa áhrif á 20% danskra laga og um 13% danskra reglugerða.

Norsku skýrsluhöfundarnir eru í nokkrum vandræðum með að útskýra hvers vegna ESB-landið Danmörk er með lægra hlutfall af ESB-rétti í sínum lögum en Norðmenn, sem standa utan og taka því ekki þátt í landbúnaðarstefnu sambandsins, en hún er stærsta uppspretta laga og reglugerða, skv. bresku skýrslunni hér að ofan. Norðmennirnir skýla sér á bakvið mismunandi aðferðafræði.

Hvað sem allri aðferðafræði líður eru engar forsendur fyrir fullyrðingum um að ESB-réttur sé yfirþyrmandi stórt hlutfall íslenskrar löggjafar.

Fjármálaráðherra útrýmir þjóðargjaldmiðlinum

Nýr fjármálaráðherra Samfylkingar ætlar að útrýma krónunni. Án efa er það heimsmet í hagstjórn að ráðherra fjármála þjóðríkis líti á það sem sitt helsta hlutverk að útrýma gjaldmiðli þjóðar sinnar.

 Frétt Bloomberg opnar með þessari fáheyrðu málsgrein um fyrirætlanir Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra

Iceland’s finance minister is preparing for the krona’s extinction as the government targets joining the euro area as the only option after phasing out capital controls.

Katrín Júlíusdóttir er ábyggilega vel lesin í umræðunni um evruna, annars myndi hún ekki telja þann gjaldmiðil bjargvætt Íslendinga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 190
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2599
  • Frá upphafi: 1165973

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 2243
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband