Leita í fréttum mbl.is

ESB-löggjöf á Íslandi: stórar yfirlýsingar en lítil innistćđa

ESB-sinnar á Íslandi halda ţví einatt fram ađ viđ séum nú ţegar aukaađilar ađ Evrópusambandinu í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvćđiđ, EES. Stórar fullyrđingar fylgja gjarnan ţessari yfirlýsingu um ađ svo og svo hátt hlutafall íslenskrar löggjafar komi nú ţegar frá Evrópusambandinu. Ţegar nánar er ađ gćtt stenst ţessi fullyrđing ekki.

Í sumum Evrópulöndum hefur veriđ athugađ hve stór hluti innlendrar löggjafar er ćttuđ frá Evrópusambandinu. Skýrsla breska ţingsins, How much legislation comes from Europe, frá 2010 segir ađ á tímabilinu 1997 til 2009 hafi 6,8% breskra laga veriđ innleiđing ESB-réttar og hlutfall reglugerđa var 14,1%. Innleiđing, í skilningi skýrslunnar, gat falist í ţví ađ vísa í ESB-rétt í framhjáhlaupi yfir í ađ vera yfirlýst innleiđing.

Höfundar bresku skýrslunnar segja landbúnađ hćsta hlutfall ESB-réttar snerta landbúnađ. Bretar, vel ađ merkja, eru innan Evrópusambandsins og taka upp löggjöf frá Brussel  á öllum sviđum - nema í myntsamstarfinu ţar sem evrau-samstarfiđ kallar á viđamikiđ regluverk.

Ísland er undanţegiđ landbúnađarstefnu Evrópusambandsins enda nćr EES-samingurinn ekki til landbúnađar og sjávarútvegs. Evrópunefndin undir forystu Björns Bjarnasonar skilađi skýrslu áriđ 2007 og kannađi ţar m.a. tölfrćđi löggjafar. Í skýrslunni kemur fram ađ á tímabilinu 1992 til 2006 hafi 285 lög átt beinan uppruna í EES-ađild Íslands, eđa 17,2% af samţykktunum lögum á tímabilinu. ,,Ef einnig vćri litiđ til ţeirra laga sem segja mćtti ađ ćttu óbeinan uppruna í EES-ađildinni ţá er niđurstađan ađ 21,6% laga á tímabilinu megi rekja beint eđa óbeint til EES-ađildar Íslands,” segir í skýrslunni.

Norđmenn gáfu nýlega út viđamikla skýrslu um samskipti sín viđ Evrópusambandiđ. Í skýrslunni er rćtt ítarlega um hve erfitt sé ađ mćla áhrif lagasetningar í Brussel á innlenda löggjöf. Norđmennirnir segja undir 30% löggjafar ţar í landi vera ćttađa frá Brussel. Í skýrslunni er vakin athygli á danskri rannsókn frá 2010 sem segir ESB-rétt hafa áhrif á 20% danskra laga og um 13% danskra reglugerđa.

Norsku skýrsluhöfundarnir eru í nokkrum vandrćđum međ ađ útskýra hvers vegna ESB-landiđ Danmörk er međ lćgra hlutfall af ESB-rétti í sínum lögum en Norđmenn, sem standa utan og taka ţví ekki ţátt í landbúnađarstefnu sambandsins, en hún er stćrsta uppspretta laga og reglugerđa, skv. bresku skýrslunni hér ađ ofan. Norđmennirnir skýla sér á bakviđ mismunandi ađferđafrćđi.

Hvađ sem allri ađferđafrćđi líđur eru engar forsendur fyrir fullyrđingum um ađ ESB-réttur sé yfirţyrmandi stórt hlutfall íslenskrar löggjafar.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 143
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 1118599

Annađ

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 824
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband