Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Götótt KPMG-skýrsla um höftin að mati leiðarahöfundar DV

Leiðarahöfundur DV, Hörður Ægisson, telur skýrslu KPMG um afnám hafta vera æði götótta, svo ekki sé meira sagt.

Gefum leiðarahöfundinum orðið í leiðara í gær (leturbreyting Heimssýnar):

Ljóst er að áætlun stjórnvalda um losun hafta grundvallast á þeirri stað­reynd að peningastefna landsins mun í fyrirsjáanlegri framtíð byggjast á því að krónan verði gjaldmiðill Íslands. Sú stefna er skynsamleg. Enginn annar raunhæfur valkostur er í boði. Ólíkt því sem mátti skilja af nýlegri greiningu KPMG, sem var unnin að beiðni Samtaka atvinnulífsins, Félags atvinnurekenda, ASÍ og Viðskiptaráðs, þá er losun hafta og möguleg innganga í evrópska myntbandalagið tveir aðskildir hlutir. Ísland getur aldrei orðið hluti af ERM II-samstarfinu, formlegu aðlögunarferli að upptöku evru, fyrr en höftin hafa verið afnumin. Þar er engin aðstoð í boði sem nokkru máli skiptir – nema það sé pólitískur vilji fyrir því að „leysa“ greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins með því að taka risalán í evrum til að hleypa út erlendum krónueigendum. Því verður ekki trúað að það sé afstaða forsvarsmanna atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar.


Norðmenn sækja ekki um inngöngu í ESB

Ný ríkisstjórn í Noregi mun ekki sækja um inngöngu í Evrópusambandið nema norska þjóðin láti ótvírætt í ljós vilja til að sækja um. Þetta sagði Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið í dag. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa jafnan sýnt meirihluta Norðmanna andvíga inngöngu í sambandið.  Við þær aðstæður segir Jensen að tilgangslaust sé að sækja um inngöngu í það.

Lesa meira


Ungir jafnaðarmenn í Svíþjóð andsnúnir Lissabon-sáttmálanum

Ungliðahreyfing sænska jafnaðarmannaflokksins hefur tekið afstöðu gegn Lissabon-sáttmálanum (Stjórnarskrá Evrópusambandsins) og þannig ákveðið að fara gegn stefnu flokksins. Í grein sem birtist 1. september sl. á sænska fréttavefnum Europaportalen segir formaður ungliðahreyfingarinnar, Jytte Guteland, að þrátt fyrir að hreyfingin hafi í grundvallaratriðum jákvæða afstöðu til Evrópusambandsins þá hafi hún ákveðið að leggjast gegn Lissabon-sáttmálanum, þá einkum þar sem hreyfingin telji Lissabon-sáttmálann ekki nægjanlega lýðræðislegan.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Umboðslaus ríkisstjórn sækir um inngöngu í ESB

Ríkisstjórn Íslands sótti um inngöngu í Evrópusambandið í morgun í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í gær með naumum meirihluta að heimila slíka umsókn. Ljóst er að stjórnarflokkarnir standa ekki heilir á bak við málið eins og fyrirfram var vitað og þurfti að leita til stjórnarandstöðunnar til þess að koma því í gegnum þingið. Ennfremur er fyrirliggjandi að flestir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem kusu með umsókninni eru sem fyrr andvígir inngöngu í sambandið en létu undan hótunum um stjórnarslit ef málið yrði fellt.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Engin styttri leið í boði vegna upptöku evru

Fjármálaráðherrar evruríkjanna höfnuðu á fundi í gærkvöld hugmyndum um að dregið yrði úr skilmálum sem ríki þurfa að uppfylla til að geta tekið upp evruna þannig að efnahagslega illa stödd Evrópusambandsríki í Austur-Evrópu gætu orðið aðilar að evrusvæðinu fyrr en ella.

Sjá nánar á nýrri heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í Evrópusambandið

Meirihluti Íslendinga er andvígur því að Íslandi gangi í Evrópusambandið ef marka má nýja skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Samtals vilja 39,7% ganga í sambandið á meðan 45,5% eru því andvíg. Á sama tíma vill meirihluti hefja viðræður um inngöngu í Evrópusambandið eða 64% en tæpur þriðjungur er því mótfallinn.

Sjá nánar á nýrri heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Viðtal Ríkissjónvarpsins við Kenneth Rogoff

Bogi Ágústsson ræddi á dögunum við Kenneth Rogoff, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, í þættinum Viðtalið. Þar sagði Rogoff m.a. að Íslendingar gætu þakkað fyrir að hafa ekki verið með evru sem gjaldmiðil þegar bankahrunið átti sér stað, það hefði þýtt að ástandið hefði orðið mun verra, og að taka upp evru í miðri efnahagskrísunni jafngilti efnahagslegu sjálfsmorði.

Sjá nánar á nýrri heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hagmunum Evrópusambandsins ógnað af nýrri gasdeilu

Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn, fjallaði á bloggsíðu sinni í gær um enn eina gasdeiluna sem er í uppsiglingu á milli Rússa og Úkraínumanna og sem fyrr ógnar hagsmunum Evrópusambandsins en sambandið er mjög háð rússnesku gasi sem flutt er til ríkja þess í gegnum Úkraínu.

Sjá nánar á nýrri heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is


Bændur einhuga gegn inngöngu í Evrópusambandið

Bændaþingi lauk í dag og voru Evrópumál meðal þeirra mála sem rædd voru. Skemmst er frá því að segja að bændur eru sem fyrr einhuga í andstöðu sinni gengn því að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið eins og fram kemur á vefsíðu Bændasamtakanna.

Sjá nánar á nýrri heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Írar í miklum efnahagsþrengingum þrátt fyrir evru

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, fjallaði nýverið á bloggsíðu sinni um þær miklu efnahagsþrengingar sem til staðar eru á Írlandi og það þrátt fyrir að þeir séu með evru sem gjaldmiðil og verið um árabil. Evran hefur ekki komið Írum til bjargar nema síður sé og að margra mati stuðlað að því að efnahagskrísan á Írlandi hafi orðið enn verri en annars hefði þurft að vera.

Sjá nánar á nýrri heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 109
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 1381
  • Frá upphafi: 1143445

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 1178
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband