Leita í fréttum mbl.is

Götótt KPMG-skýrsla um höftin að mati leiðarahöfundar DV

Leiðarahöfundur DV, Hörður Ægisson, telur skýrslu KPMG um afnám hafta vera æði götótta, svo ekki sé meira sagt.

Gefum leiðarahöfundinum orðið í leiðara í gær (leturbreyting Heimssýnar):

Ljóst er að áætlun stjórnvalda um losun hafta grundvallast á þeirri stað­reynd að peningastefna landsins mun í fyrirsjáanlegri framtíð byggjast á því að krónan verði gjaldmiðill Íslands. Sú stefna er skynsamleg. Enginn annar raunhæfur valkostur er í boði. Ólíkt því sem mátti skilja af nýlegri greiningu KPMG, sem var unnin að beiðni Samtaka atvinnulífsins, Félags atvinnurekenda, ASÍ og Viðskiptaráðs, þá er losun hafta og möguleg innganga í evrópska myntbandalagið tveir aðskildir hlutir. Ísland getur aldrei orðið hluti af ERM II-samstarfinu, formlegu aðlögunarferli að upptöku evru, fyrr en höftin hafa verið afnumin. Þar er engin aðstoð í boði sem nokkru máli skiptir – nema það sé pólitískur vilji fyrir því að „leysa“ greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins með því að taka risalán í evrum til að hleypa út erlendum krónueigendum. Því verður ekki trúað að það sé afstaða forsvarsmanna atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof að við fáum að vera með krónuna í nánustu framtíð....eini gjaldmiðilinn með viti.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 969590

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband