Leita í fréttum mbl.is

ESB er ekki markmið Samfylkingar

arnipallÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að aðild að ESB hafi aldrei verið markmið í sjálfu sér fyrir Samfylkinguna. Hann segir stóra verkefnið núna vera atvinnustefnu til framtíðar.

Árni Páll segir í viðtalinu að ESB hafi af hálfu Samfylkingarinnar verið praktískt tæki til þess að yfirvinna ókosti af óstöðugum gjaldmiðli. 

Spurningin er sú hvort ekki hafi farið um marga evruelskendur í Samfylkingunni yfir evruvændræðunum í kringum Grikkland og fleira af því tagi á undanförnum mánuðum og misserum.

Ætli Samfylkingarfólkið sé nokkuð farið að átta sig á því að krónan hafi átt hlut að þeirri bættu velferð sem átti sér stað hér á landi síðustu öldina og þeirri viðspyrnu sem átt hefur sér stað eftir bankahrunið.

Það er greinilegt að mikið endurmat á sér stað hjá Árna Páli og Samfylkingunni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því sem þar gerist á næstunni.

Viðtalið við Árna Pál er aðgengilegt fyrir áskrifendur að blaðinu á Vb.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maðurinn er ekki með fulla fimm - ekki einu sinni hálf fimm. laughing

Jóhann Elíasson, 13.8.2015 kl. 14:23

2 identicon

ÁPÁ er þekktur fyrir að vera á skítugum skóm

enda stígur hann í hverja kúadelluna af annarri

en nú held ég að hann sé kominn út í fen

sem hann muni ekki komast upp úr

Grímur (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband