Leita í fréttum mbl.is

Gallup: Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í ESB

Meirihluti landsmanna, eđa 50,1%, er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ samkvćmt könnun sem Gallup gerđi fyrir Heimssýn dagana 16. til 27. júlí síđastliđinn. Fylgjendur ađildar eru 34,2% en 15,6% svöruđu ađ ţeir vćru hvorki fylgjandi né andvígir inngöngu.

Ef eingöngu er tekiđ miđ af ţeim sem eru annađ hvort hlynnt eđa andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ ţá eru 59,4% andvíg ađild ađ ESB og 40,6% hlynnt ađild.

Andstađa viđ inngöngu er mest hjá ţeim sem myndu kjósa stjórnarflokkana. Ţannig eru 95% ţeirra sem hefđu kosiđ Framsóknarflokkinn ţegar könnunin var gerđ andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ og 83% af  ţeim sem hefđu kosiđ Sjálfstćđisflokkinn. Fjörutíu prósent af stuđningsflokki Vinstri grćnna eru á móti inngöngu en 33% hlynnt henni.

Stuđningur viđ inngöngu er mestur hjá fylgisfólki Samfylkingar, 78%, en ţar eykst ţó óvissan ţví ţađ tvöfaldast fjöldi ţeirra sem er hvorki hlynntur né andvígur inngöngu frá febrúar. Ţá eru 66% af fylgisfólki Bjartrar framtíđar hlynnt inngöngu í ESB og 40% af fylgjendum Pírata.

Alls voru 1482 manns í úrtaki í ţessari netkönnun sem Gallup gerđi á ofangreindu tímabili. Í hópnum var fólk af landinu öllu, 18 ára og eldri, handahófsvaliđ úr viđhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 825, eđa 55,7%.

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eđa andvíg(ur) inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ (ESB)? Gefnir voru sjö megin svarmöguleikar, ţ.e. ađ öllu leyti hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), hvorki né, frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) og ađ öllu leyti andvíg(ur).

Stćrsti einstaki hópurinn af ţessum sjö er sá sem er ađ öllu leyti andvígur inngöngu í ESB og fjölgađi nokkuđ í honum frá könnun sem gerđ var í febrúar síđastliđnum (fer úr 21,4% í febrúar í 24,6% nú).


mbl.is Meirihlutinn vill ekki í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Gaman vćri ađ vita hverjar niđurstöđurnar yrđu ef innifalin í könnuninni vćri spurning um ţađ hvort svarandi hefđi kynnt sér ađildarsamninginn (Lisabon sáttmálann)?

Guđmundur Ásgeirsson, 17.8.2015 kl. 16:24

2 Smámynd:   Heimssýn

Ţađ er spurning, Guđmundur, hvort fjöldi ţeirra sem hafa kynnt sér samninginn sé nćgilegur til ţess ađ úrvinnsla á ţeirri spurningu yrđi talin tölfrćđilega marktćk af MMR eđa Gallup. Ađ minnsta kosti er ţađ gisk sumra ađ ţeir sem hafa fariđ yfir sáttmálann séu ótrúlega fáir miđađ viđ allan fjárausturinn sem ESB hefur lagt í kynningar hér á landi .....

Heimssýn, 17.8.2015 kl. 16:42

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ég hef hitt fáa sem yfir höfuđ vita af ţví ađ samningur eđa sáttmáli um ađild liggi raunverulega fyrir. Engan hef ég hitt ennţá sem hefur raunverulega lesiđ ţann samning. Samt hefur hann legiđ fyrir í íslenskri ţýđingu utanríkisráđuneytisins allt frá ţví í ráđherratíđ Össurar Skarphéđinssonar.

Viđ höfnuđum ţví ađ samţykkja Icesave samninga án ţess ađ hafa lesiđ ţá fyrst og eftir ađ hafa gert ţađ lá fyrir skýr og vel rökstudd afstađa gegn ţeim. Ég ćtlast ekki til ţess ađ minni kröfur séu gerđar til hugsanlegra samninga sem skuldbinda Ísland til ađ undirgangast hvert annađ erlent regluverk.

Kjósum.is

Guđmundur Ásgeirsson, 17.8.2015 kl. 16:51

4 Smámynd: Guđjón Sigurbjartsson

Samkvćmt ţessu ţurfa einungis 10% landsmanna ađ skipta um skođun varđandi ESB ađild til ađ meirihluti verđi kominn fyrir ađild.  

Ef umsókninni verđur lokiđ munu örugglega meira en 10% skipta um skođun í málinu af ţví ađ ESB ađild er okkur hagfelld en fólk vill ekki taka afstöđu fyrr en ţađ veit meira um máliđ, sem er skynsamleg afstađa, almennt séđ.

Eins gott fyrir ESB andstćđinga ađ berjast gegn ţví ađ viđ klárum umsóknina.

Guđjón Sigurbjartsson, 18.8.2015 kl. 06:47

5 Smámynd:   Heimssýn

Ţađ er alltaf  hćgt ađ leika sér međ tölur međ ţeim hćtti sem Guđjón gerir hér. Stađreyndin er hins vegar sú ađ ţađ er stór, stöđugur og sterkur meirihluti Íslendinga gegn ţví ađ Ísland gangi í ESB. Samkvćmt nýlegri könnun MMR er meirihlutinn enn stćrri en í könnun Gallup. Kannanir hafa reyndar sýnt í gegnum tíđina ađ kjósendur hafa flestir lítinn áhuga á ESB svona almennt. Ýmis dagleg og meira ađkallandi viđfangsefni eru ţeim ofar í huga. Hins vegar hafa ýmsir áhugamenn um erlend og innlend málefni, m.a. í Heimssýn, sem hafa kynnt sér vel ýmis grundvallaratriđi er varđar ESB, svo sem er varđar grundvallarsáttmála sem stjórnsýsla ESB byggir á. Ţannig er ţađ grundvallarregla hjá ESB ađ yfirráđin, hin formlegu og endanlegu yfirráđ, yfir fiskveiđiauđlindum ađildarríkja, flytjast til Brussel. Ţar sćti ţá hiđ endanlega reglugerđar- og lagavald. Ţađ var m.a. af ţeirri ástćđu sem Norđmenn höfnuđu ađild ađ ESB - og ţađ er m.a. af ţeirri ástćđu sem margir Íslendingar kćra sig ekki um ađ Ísland gangi í ESB. Og í Noregi eru 72% landsmanna á móti ađild ađ ESB! 

Heimssýn, 18.8.2015 kl. 22:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2020
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband