Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Samfó: grískt/írskt ástand betra en íslenskt

Samfylkingin reynir að telja fólki trú um að Ísland hefði verið betur undir fjármálakreppuna búið ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og með evru sem lögeyri. Samfylkingareyjan ber Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir þessu mati.

Grikkland og Írland eru í Evrópusambandin og með evru. Efnahagsástandið í þessu ríkjum er margfalt verra en á Íslandi.

 Samfylkingin verður að gera betur en þetta:

http://eyjan.is/2011/05/16/mar-gudmundsson-kreppan-grynnri-hefdi-island-verid-adili-ad-evrusvaedinu/

 


Aðildarsinnar þegja um 15 milljarða króna árgjald

Í síðustu viku gerði utanríkisráðuneytið opinbert að Ísland myndi greiða um 15 milljarða árlega til Evrópusambandsins, ef af aðild yrði. Áætlun ráðuneytisins gerir ráð fyrir að um 12 milljarðar fengjust tilbaka í formi styrkja.

Utanríkisráðuneytið er nánast deild í Samfylkingunni þegar kemur að Evrópumálum og þessi áætlun er án efa bjartsýn. Engu að síður, orðræðunnar vegna, skulum við gefa okkur að það sé rétt að kostnaður okkar við aðild að Evrópusambandinu, að frádregnum tekjum, verður þrír milljarðar á ári.

Hvað réttlætir þriggja milljarða halla ríkissjóðs vegna aðildar að Evrópusambandinu?

Aðildarsinnar þegja þunnu hljóði.

Sjá fyrra blogg um kostnaðinn

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1166459/

 


Ísland eitraða ESB-peðið á norðurslóðum

Evrópusambandið hugsar sér Ísland sem stökkpall á norðurslóðir. Þau sjö þjóðríki sem starfa með Íslandi í Norðurskautsráðinu vita af fyrirætlun Evrópusambandins og þess vegna kom það ekki til greina af þeirra hálfu að varanlegt aðsetur Norðurskautsráðsins yrði í Reykjavík.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber ábyrgð á einangrun Íslands í norðurslóðasamstarfi. Hann skrifar um nýafstaðinn fund ráðsins í Grænlandi. Niðurlangsorðin eru

Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð.

Ef Össur meinar það sem hann segir ætti hann að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Á meðan umsóknin er á lífi spillir hún jafnt og stöðugt  hagsmunum Íslands.

Tekið héðan: 

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1166685/


Þjóðin þekkir sína hagsmuni, ekki ríkisstjórnin

Íslendingar þekkja til Norðurskautsráðsins, samkvæmt könnun, og vilja ekki veita fleiri aðild að ráðinu. Þau átta þjóðríki sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu, auk Grænlendinga og Færeyinga, eiga beinna hagsmuna að gæta á norðurslóðum.

Það er á vettvangi Norðurskautsráðsins og norrænnar samvinnu sem aðaláhersla íslenskrar utanríkisstefnu á að liggja. Þar hefur Ísland eitthvað fram að færa og er málið skylt.

Vanhugsuð pólitísk útrás ríkisstjórnarinnar til Brussel gerir ekki annað en að dreifa athygli stjórnsýslunnar frá nærumhverfi okkar til meginlands Evrópu, en þangað á Ísland ekkert að sækja og getur ekki verið með markvert framlag.

Þjóðin veit hvar hagsmunir hennar liggja en ríkisstjórnin er úti á þekju. 


mbl.is Fæstir vita um Norðurskautsráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland borgar 15 milljarða fyrir ESB-aðild

Ísland mun greiða með sér til Evrópusambandsins um 15 milljarða króna, samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins og er það án efa varleg áætlun. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að Ísland fái í formi styrkja um 12 milljarða tilbaka af meðgjöfinni.

Styrkirnir verða einkum til landbúnaðarmála og dreifðra byggða. 

Samfylkingin vill að við göngum í Evrópusambandið vegna þess að embættismenn í Brussel vita betur en Íslendingar hvernig eigi að reka landbúnað hér á landi og hvernig styrkjum til byggðamála skuli deilt út hérlendis.

Það heitir að sækja vatnið yfir lækinn.

(Tekið héðan.)


Reykjavík tapaði vegna ESB-umsóknar

Reykjavík kom ekki til greina sem aðsetur skrifstofu Norðurskautsráðsins vegna þess að íslensk stjórnvöld eru í aðlögunarferli að Evrópusambandinu. Óhugsandi væri fyrir Norðmenn, Rússa, Bandaríkjamenn og Kanadamenn að samþykkja að höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins væru í aðildarríki Evrópusambandsins.

Össur Skarphéðinsson og Samfylkingin bera alla ábyrgð á því að Reykjavík fékk ekki höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins.


mbl.is Skrifstofan verður í Tromsø
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin sýna norðurslóðum aukinn áhuga

Grænlandsför utanríkisráðherra Bandaríkjanna til að sitja fund Norðurskautsráðsins sýnir vaxandi áhuga Bandaríkjanna á norðurslóðum. Athygli stórveldanna á landssvæðinu skýrist af náttúruauðlindum sem þar er að finna og opnun siglingaleiða.

Ísland er í þjóðleið siglingaleiðarinnar frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er ástæðan fyrir áhuga Evrópusambandsins á inngöngu Íslands. Með Ísland innanborðs ætti Evrópusambandið tilkall til að setjast við háborðið þar sem vélað verður um málefni norðurslóða.

Í dag talar Ísland sjálfstæðri röddu á alþjóðavettvangi. Samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar stefnir að því að framselja alþjóðlega viðurkennd réttindi Íslands til embættismannanna í Brussel og láta þá tala okkar máli.  


mbl.is Clinton á leið til Nuuk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland gegn Evrópska seðlabankanum

Þekktur írskur hagfræðingur segir í grein í Irish Times að eina von Írlands sé að losa sig við ,,björgunarpakka" Evrópusambandsins. Valið stendur á milli gjaldþrota ríkissjóðs Írlands og bankanna, segir Morgan Kelly.

Láti Írar bankana rúlla komast þeir óðara í eigu Evrópska seðlabankans, sem hingað til hefur stjórnað atburðarásinni. Grein Kelly rekur þróunina frá þeim óhappadegi þegar írska ríkið ákvað að ábyrgjast innistæður í írskum bönkum. Ísland með sína krónu gat valið aðra leið - Írland var upp á náð og miskunn Evrópusambandsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom að írska björgunarpakkanum en það var á forsendum Evrópusambandsins. Kelly skrifar

Lending to an insolvent state, which has no hope of reducing its debt enough to borrow in markets again, breaches the most fundamental rule of the IMF, and a heated debate continues there over the legality of the Irish deal.

Írland og evran verða til umræðu á fundi Heimssýnar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þann 25. maí næstkomandi.


Lærir ASÍ eitthvað í Aþenu?

Evrópusamtök verkalýðsfélaga halda ráðstefnu í Aþenu í vikunni. Búast má við að Alþýðusamband Íslands sendi þangað fulltrúa enda segir á heimasíðuað samstarfið við ETUC sé í dag ,,þungamiðjan í starfi ASÍ á vettvangi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar."

Grikkland logar vegna fjármálakreppunnar sem má rekja beint til þátttöku landsins í evru-samstarfinu. Evrópusamtök verkalýðsfélaga hafa ályktað gegn harðræði Evrópusambandsins gegn Grikkjum.

ASÍ, á hinn bóginn, óskar sérstaklega eftir aðkomu Evrópusambandins í íslensk málefni.

Vonandi vitkast ASÍ í Aþenu.

 


Drakma besta lausn Grikklands

Einn þekktasti hagfræðingur Þýskalands Hans-Werner Sinn hjá IFO-stofnuninni telur að besta lausnin á fjármálakreppu Grikklands sé að landið fari úr evrusamstarfinu og taki upp drökmu, sem var grískur lögeyrir áður en evran kom til sögunnar.

Hinn kosturinn, segir Sinn, er að lækka laun og kostnað um 20-30 prósent með inngripum i kjarasamninga samhliða niðurskurði í opinberri þjónustu og hækkun skatta. Grikkland skuldar tæp 150 prósent af þjóðarframleiðslunn og sú skuld er ekki sjálfbær. Gjaldþrot blasir við.

Sinn talar fyrir bestu hagfræðilausninni á vanda Grikklands. Á hinn bóginn er pólitísk framtíð Evrópusambandsins veðsett evruverkefninu. Það flækir málið, svo ekki sé meira sagt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 498
  • Sl. viku: 2540
  • Frá upphafi: 1166300

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband