Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Matarskattur, niðurskurður en samt milljarðar í ESB-umsókn

Almenningur á Íslandi ber hærri skatta, þarf að sætta sig við niðurskurð í velferðarmálum og skerta þjónustu stjórnsýslunnar en ríkisstjórnin dælir samt sem áður milljörðum í tilgangslausa umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir að kostnaðurinn við umsóknina hlaupi á tugum milljörðum króna.

Afturköllun umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu ætti að vera fyrsta mál á dagskrá stjórnarflokkana - áður en þeir loka sjúkradeildum, hækka matarskatt og skerða opinbera þjónustu.


mbl.is Stjórnsýsla skorin um 3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollarinn er mynt, evran er sprengiefni

Óháð hvort dollar hækki eða lækki á gjaldeyrismörkuðum efast enginn um að Bandríkin haldi áfram að vera þjóðríki. Evran, aftur á móti, getur sprengt í loft upp pólitískt samrunaverkefni stærstu þjóða Evrópu. Neyðarfundur Sarkozy Frakklandsforseta á morgun mun fjalla um framtíð Evrópusambandsins sem hangir á evrunni.

Tveir Þjóðverjar hafa á síðustu dögum teiknað upp ólíka framtíð Evrópusambandsins. Joschka Fischer fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands segir að aukin samruni bjargi bæði myntinni og sambandinu. Otmar Issing sem stundum er nefndur faðir evrunnar segir gjaldmiðilinn ekki standa undir pólitískum þunga Evrópusambandsins.

Evran er sprengiefni sem annað tveggja stútar þjóðríkjum eða Evrópusambandinu. Er nokkur ástæða fyrir Íslandinga að sækja um að vera viðstaddir hvellinn?


mbl.is Sarkozy heldur neyðarfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarlegur Fischer afhjúpar fals íslenskra aðildarsinna

Joschka Fischer fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag um samrunaþróun Evrópu. Fischer er hlynntur sameiningu Evrópu undir frönsk-þýsku forræði. Alger forsenda samruna álfunnar er að evran haldi velli, segir Fischer. Hann gerir ráð fyrir að evru-ríkin 17 munu gefa frá sér fullveldi sitt til að bjarga evrunni.

Evru-ríkin mun mynda Stór-Evrópu en jaðarríkin halda meira af fullveldi sínu og vera í fríverslunarsambandið við Stór-Evrópu. Bretland og Norðurlönd verða á jaðrinum, segir Fischer. Gefum honum orðið 

Í fyrsta lagi hvað varðar mismunandi samrunahraða Evrópu eftir tveimur brautum, sem hefur verið raunveruleiki síðan í fyrstu lotum stækkunar Evrópusambandsins. Mun sambandið nú skiptast í framvarðasveit (hóp evruríkja) og bakvarðasveit (hin í hópi aðildarríkjanna 27). Þessi formlega skipting mun breyta innra skipulagi ESB í grundvallaratriðum. Undir regnhlíf stækkaðs Evrópusambands munu hinar gömlu brotalínur á milli evrópsks efnahagsbandalags sem leitt er af Þjóðverjum og Frökkum annars vegar og evrópsks fríverslunarbandalags sem leitt er af Bretum og Norðurlöndum hins vegar koma fram á ný. Héðan í frá munu evruríkin ákvarða örlög ESB meira en nokkru sinni, vegna sameiginlegra hagsmuna.

 

Í öðru lagi mun stökkið inn í gjaldeyrissjóð og sameiginlega stjórn efnahagsmála leiða til frekari og víðtækrar skerðingar á fullveldi aðildarríkjanna, í þágu evrópskrar lausnar á vettvangi sambandsins. Má til dæmis nefna að innan myntbandalagsins munu fjárlög einstakra aðildarríkja heyra undir evrópska eftirlitsstofnun.

Fischer er heiðarlegur Stór-Evrópusinni. Íslensku aðildarsinnarnir leggja sig aftur í líma að draga upp falsaða mynd af stöðunni í Evrópusambandinu og hvert það er að þróast.

Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009 er ekki lengur til. Við eigum að draga umsóknina tilbaka.


Gjaldmiðill býr ekki til ríki - evran er dauð án ríkis

Þau 17 ríki Evrópusambandsins sem eiga evru fyrir gjaldmiðil standa frammi fyrir tveim kostum. Annars vegar að afleggja evruna með tilheyrandi ófyrirséðum hörmunum og hins vegar að búa til nýtt fullvalda ríki utanum evruna, Evruland eða Stór-Evrópu. Bruce Anderson hjá Telegraph útskýrir hvernig það fer fram

Although it is probably too late to make the euro work, it would be possible to devise a strategy for doing so. This would require fundamental changes and a dramatic abrogation of sovereignty by the 17 euro states. In future, there would have to be a eurozone chancellor of the exchequer, who would take all the important decisions on taxation, borrowing and public spending, while the European central bank controlled interest rates and regulated the banks. It would be difficult to centralise control of fiscal and monetary policy without imposing standardised labour market practices. The eurozone would have become a sovereign state; the 17, mere provinces.

Once it is put in those terms, the absurdity becomes apparent. Not only is there no democratic mandate for such a change. There is no means of creating one.

Evran er dæmd. Þau 17 ríki sem nota hana sem lögeyri munu ekki halda því áfram vegna þess að ókostir evru-samstarfsins vega margfalt á við kostina. Til að evran fái þrifist verður að búa til nýtt fullvalda ríki utanum hana. Og evran fær ekki ríkið sitt.


Umsóknin torveldar endurreisn Íslands: evru-hrunið er varanlegt

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregur úr trúverðugleika landsins og hamlar pólitíska og efnahagslega endurreisn Íslands. Um nokkurn tíma er ljóst að Evrópusambandið sem Íslands sótti um sumarið 2009 er að syngja sitt síðasta.

Jafnaðarmaðurinn Gordon Borwn, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, segir að til að bjarga evru-svæðinu verði Evrulandið með sín 17 ríki af 27 ríkjum Evrópusambandsins að stofna Stór-Evrópu

Then we will also have to create a European debt facility (perhaps for up to 60 per cent of national GDPs) and, as a sequel to that, greater fiscal and monetary co-ordination. This will, in turn, mean fiscal transfers on the model of – if nothing yet akin to – the scale of the US.

Hvorki Bretland né Svíþjóð og tæplega ekki heldur Pólland verða hluti af Stór-Evrópu þar sem sameiginleg ríkisfjármál leiða til sameiginlegs ríkisvalds.

Stór-Evrópa gæti orðið niðurstaða evru-kreppunnar. Líklegri niðurstaða er þó að evru-samstarfið liðist í sundur.

Hvort heldur sem þá grefur það undan trúverðugleika Íslands og íslensku krónunnar að umsókn um aðild Íslands skuli liggja í höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Umsóknina á að draga strax tilbaka.

 


mbl.is „Evru-ríkin misstu af tækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn P: Íslandi verði hjálenda ný

Þorsteinn Pálsson fer fyrir aðildarsinnum í Sjálfstæðisflokknum. Upplausnin í Evrulandi er Þorsteini erfið eins og samfylkingarfólki almennt. Frá Kögunarhóli Baugsútgáfunnar skrifar Þorsteinn

Spurningin um varaplan brotni evrópska myntbandalagið upp snýst um það hvort við viljum fylgja Þjóðverjum eða ríkjum eins og Grikklandi inn í óvissa framtíð.

Þorsteinn Pálsson sér Ísland ekki sem fullvalda ríki til framtíðar heldur hjálendu. Valið standi um fylgilag við Þjóðverja eða Grikki. Pistill Þorsteins heitir Lögmál vindhanans. Það er við hæfi.


Vigdís Hauks: Össur eyðir milljöðrum í vitleysu

Stjórnsýslan liggur á hliðinni vegna umsóknarinnar - sem er e.t.v. skýringin á hví slík kyrrstaða ríki hér á landi. Fljótt á litið má áætla að beinn kostnaður við umsóknarferlið verði á bilinu 1,5-2 milljarðar. Þær upplýsingar er ekki hægt að fá frá stjórnarráðinu og heykist hver ráðherrann á fætur öðrum að veita þinginu og almenningi upplýsingar um þennan kostnað. Samandregið er um að ræða gríðarlegan dulinn kostnað fyrir ríkissjóð.

Í minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu á fylgiskjali IV í þingsályktunartillögunni kemur fram að kostnaður aðildarviðræðnanna sé háður óvissu sér í lagi í ljósi þess hversu hratt viðræðurnar ganga. Kostnaðarmatið er byggt á 18 mánaða ferli sem átti að ljúka um mitt ár 2011. Nú er sá tími liðinn og langt í land með að samningar takist. Rökrétt er því að tvöfalda beinan kostnað af ferlinu. Ef umsóknin verður ekki dregin til baka er ljóst að kostnaðurinn við umsóknina mun hlaupa á tugum milljarða.

 

Á meðan Össur Skarphéðinsson situr einn á brennandi tröppunum í Brussel með umsóknina er vegið að grunnþáttum íslensks samfélags með niðurskurði og skattpíningu.

- Ofanritað er úr grein Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns Framsóknarflokksins í dag.


Er ekki allt í lagi með Árna Pál?

Íslenskur ráðherra sem segir við alþjóðlega fréttastofu að evran muni veita Íslandi stöðugleika er þegar Evruland stendur í ljósum logum er hneisa fyrir land og þjóð. Samkvæmt Evrópusvaktinni lét Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra eftirfarandi orð falla í gær í viðtali við franska dagblaðið Le Monde

Við mundum umfram allt annað hafa hag af sterkari mynt. Evran mundi veita okkur óendalega meiri stöðugleika.


Evruland í pólitískri kreppu

Þegar hlutabréf lækka í Bandaríkjunum eða Bretlandi og skuldatryggingaálag hin opinbera hækkar er það efnahagsmál sem heggur ekki að rótum stjórnskipunarinnar. Þegar sambærilegir atburðir verða í Evrulandi, þ.e. hjá þeim 17 ríkjum sem hafa með sér samstarf um evruna, kemst stjórnskipunin í uppnám.

Hvers vegna? Jú, Evruland býr við einn gjaldmiðil en 17 ríkisstjórnir plús Brusselvaldið sem stöðugt reynir að auka valdheimildir sínar á kostnað ríkisstjórnanna. Fjármálamarkaðir skynja veikleika stjórnskipunar Evrulands og veðjar á upplausn þess.

Í viðleitni til að bjarga Evrulandi snúa ríkisstjórnirnar 17 og Brusselvaldið bökum saman og senda lögregluna til að gera húsleit hjá matsfyrirtækjum sem eru boðberar válegra tíðinda.


mbl.is Markaðir í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brussel, Kreml og kreppa Evrulands

Þegar skuldatryggingarálag á Írland, Grikkland og Portúgal varð 7 prósent voru þessi þjóðríki knúin til að sækja um neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu. Af hálfu Evrópusambandsins var hugsunin sú að grípa í taumana á fjárhag þessara jaðarríkja áður en evru-samstarf allra 17 þjóðríkja Evrulands kæmist í uppnám.

En hvað haldið þið? Jú, skuldatryggingarálag Spánar og Ítalíu nálgast óðfluga 7 prósentin. Fjármálamarkaðir veðja stórt á að annað hvort eða bæði löndin þurfi neyðaraðstoð Evrópusambandsins.

Það er eins og Kremlarfræði í gamla daga að ráða í fyrirætlanir Evrópusambandsins í málefnum Spánar og Ítalíu, skrifar Jeremy Warner í Telegraph, og giskar á pólitísk lömunarveiki í Brussel muni valda alþjóðlegri efnahagskreppu.


mbl.is Algjört hrun á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1121177

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband