Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið frá 2009 er búið að vera

Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009 er ekki lengur til. Kreppan í evru-samstarfinu hefur leitt til þess að þau 17 ríki sem deila með sér gjaldmiðli hafa tekið sig út úr samstarfi hinna 27 ríkja sem mynda Evrópusamstarfið.

Í síðustu viku tilkynntu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, Merkel og Sarkozy, að Herman van Rompuy yrði leiðtogi evru-ríkja til viðbótar við hlutverk sitt sem leiðtogi ráðherraráðs Evrópusambandsins. Áður hafa evru-ríki samþykkt ríkara eftirlit með fjárlögum hvers annars með svokölluðum Euro plus pact.

Til að bjarga evrunni úr kreppunni þarf að meira til. Martin Blessing forstjóri annars stærsta banka Þýskalands, Commerzbank, segir að evru-ríkin þurfi sameiginlegt fjármálaráðuneyti til að lifa kreppuna af.

Fjármálaráðuneyti verður ekki til án ríkisvalds og það er í raun Stór-Evrópa sem þýski bankamaðurinn er að biðja um. Hvort fjármálamarkaðnum verði að ósk sinni er óljóst.

Hitt er fullkomlega skýrt að Evrópusambandið mun taka stakkaskiptum næstu misserin. Nágrannaríki okkar Íslendinga, Bretland, Danmörk og Svíþjóð eru ekki hluti af kreppu evru-svæðisins og eru ekki virkir þátttakendur í að móta nýjar reglur fyrri Evruland.

Ísland á ekkert með að láta aðildarumsókn liggja í Brussel þegar mikil óvissa er um hvers konar Evrópusamband vélar með umsóknina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 1117728

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 737
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband