Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Föstudagur, 20. apríl 2012
Tveir kostir evrulands
Evru-ríkin 17 standa frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að ríkin sameinist um ein ríkisfjárlög, eitt skattheimtuvald - með öðrum orðum eitt ríkisvald. Í öðru lagi að leysa upp evru-samstarfið. Í Telegraph er þetta orðað svona
1) The folding together of the eurozone states, with a debt pool, shared budgets, joint taxation, and fiscal union.
In other words, the nation states must abolish themselves (leaving only the shell), and Germany must cease to exist in any meaningful form. This was always the inherent logic of EMU. We are coming close to the moment when it must be decided.
2) The system blows apart. From a German point of view, Target2 means if the deed were done "twere better it were done quickly". Perhaps very quickly.
Sumarið gæti orðið spennandi í evrulandi.
Skuldakreppunni ekki lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. apríl 2012
Lítið og lélegt, Össur
Össur Skarphéðinsson, sem á að heita utanríkisráðherra Íslands, fagnar í nokkra daga meðákæru framkvæmdastjórnar ESB gegn Íslandi í Icesave-málinu.
Umræðan knýr Össur til láta ekki flokkshagsmuni Samfylkingar ráða för heldur þjóðarhagsmuni.
Þá lætur Össur aðstoðarmann sinn koma athugasemdum á framfæri við aðstoðarmann sendiherra ESB á Íslandi.
Össur lætur hagsmuni þjóðarinnar um lönd og leið til að þjóna sértrúarsöfnuðinum sem vil Ísland fyrir alla muni inn í Evrópusambandið.
Framkoma ESB óeðlileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. apríl 2012
Össur kann ekki erlend samskipti
Ísland situr uppi með utanríkisráðherra sem kann ekki erlend samskipti. Í bríari sækir hann um aðild að Evrópusambandi þar sem jaðarþjóðir sæta efnahagslegum misþyrmingum og sitja uppi með gjaldmiðil er veldur atvinnuleysi og eymd. Enginn talar lengur fyrir ESB-umsókninni en Össur situr við sinn keip.
Þegar íslenskum hagsmunum er ógnað með meðákæru framkvæmdastjórnar ESB með eftirlitsstofnun EFTA, sem vill að íslenskir skattborgarar ábyrgist innlán í einkabanka í útlöndum, þá tekur utanríkisráðherra undir með ESB og segir meðákæruna styrkja málstað Íslendinga.
Nokkrum dögum síðar er mótmælir Össur sjálfum sér og þykist núna gagnrýninn á meðákæruna.
Össur gerir allt vitlaus - bæði heima og erlendis.
Hafa mótmælt afskiptum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. apríl 2012
ESB-umsókn er aðskotahlutur
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á ESB-umsókninni. Talsmenn ríkisstjórnarinnar eiga að útskýra hvaða erindi Ísland á í Evrópusambandið. ESB-umsókninni var hent til Brussel í bráðræði eftir hrun, mest til að ryðja öðrum málum af opinberri dagskrá, t.d. frammistöðu Samfylkingar í hrunstjórninni.
Rökþrot ráðherra VG og Samfylkingar birtast alþjóð ítrekað þegar þeir tala um að ,,þjóðin eigi að ákveða" úrslit ESB-málsins. Það er ekki boðlegt að ráðherrar þegi þunnu hjóði um málefnaleg rök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Ráðherrar hafa ekki svo mikið sem lagt fram samningsmarkmið Íslands. Ekki heldur hafa ráðherrar neitt að segja um þróun mála hjá Evrópusambandinu sem er að stökkbreytast í ríkisfjármálabandalag.
ESB-umsóknin lifir einangruðu lífi frá almennri þjóðfélagsumræðu. Hvers vegna? Jú, ESB-umsóknin er aðskotahlutur sem passar ekki inn í íslenskan veruleika.
Aðskotahlutinn þarf að fjarlægja með því að afturkalla ESB-umsóknina.
Hvað sagði Steingrímur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. apríl 2012
Andstæðir hagsmunir Íslands og ESB
ESB-umræðan á Íslandi frá 16. júlí 2009, þegar umsóknin var samþykkt á alþingi, staðfestir andstæða grundvallarhagsmuni Íslands og Evrópusambandsins. Burtséð frá Icesave-málinu, sem er einstakt, eru aðrir hagsmunir sem eru eins varanlegir og þeir eru ósamrýmanlegir.
Deilurnar um markílveiðar eru skýrt dæmi um fullkomlega andstæða hagsmuni Íslands og ESB. Ef Ísland væri aðili að ESB fengjum við örlítið brot af þeim afla sem við eigum rétt á sem strandríki. Árlega er líklega um að ræða 40 milljarða króna aflaverðmæti í makríl.
Strandríkjahagsmunir Íslands fara einfaldlega ekki saman við meginlandshagsmuni ESB.
Skuldakreppan í Evrópu bitnar harðast á þeim ríkjum sem búa við evru sem lögeyri. Reynslan hefur sýnt að þjóðríki eru ekki í sama efnahagstakti og Þjóðverjar eiga undir högg að sækja í sameiginlegu myntsamstarfi - svo vægt sé til orða tekið.
Evrópusambandið freistar þess að auka miðstýringuna til að ráða bug á kreppunni. Óvíst er hvort það gangi eftir. En fari svo er enn minni ástæða til að Ísland gangi inn í Evrópusambandið.
Aukin miðstýring Evrópusambandsins fæli í sér að frá Íslandi yrðu sendar bænarskár um hvernig við viljum búa í okkar landi. Þetta fyrirkomulag var reynt hér á landi frá gildistöku Gamla sáttmála 1263/1264 til 1918, þegar við fengum fullveldi, og gafst ekki vel.
Þrýst á um viðræðuslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. apríl 2012
ESB-umsóknin leggur VG í eyði
Vinstrihreyfingin grænt framboð bauð fram til þingkosninga stefnuskrá um fullvalda Ísland er væri betur borgið utan Evrópusbandsins en innan þess. Svik forystu VG við stefnuskrá og kjósendur 16. júlí 2009, þegar alþingi samþykkti ESB-umsókn, urðu til þess að þingmenn hrökkluðust frá borgði og fjölmargir flokksfélagar sögðu skilið við flokkinn.
VG heldur lífinu í ESB-umsókninni sem löngu er orðið ljóst að þjónar aðeins hagsmunum Samfylkingar.
VG fékk 22 prósent atkvæðanna við síðustu kosningar. Núna mælist flokkurinn með 8,5 prósent fylgi.
Þolinmæði Vinstri grænna þrotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. apríl 2012
ESB-flokkar tapa fylgi
Flokkarnir sem bera ábyrgð á ESB-umsókn Íslands, Samfylking og VG, tapa helmingnum af fylginu sem þeir höfðu við síðustu kosningar. Í kosningunum 2009 fengu ríkisstjórnarflokkarnir 53 prósent atkvæða.
Í dag mælist Samfylking með 15 prósent fylgi og VG með 8,5 prósent.
Umsóknin um inngöngu í framtíðarlandið í austri er ekki beinlínis að gera sig fyrir vinstriflokkana.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2012
Blekkingar í þágu ESB
Íslensk stjórnvöld stunda blekkingar gagnvart þjóðinni til að fegra málstað Evrópusambandsins sem ítrekað ræðst að íslenskum hagsmunum. Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, segir það styrkja málstað Íslands í Icesave-deilunni að Evrópusambandið taki pólitíska afstöðu með andskotum okkar, sem er eftirlitsstofnun EFTA.
Íslensk stjórnvöld vissu með löngum fyrirvara að framkvæmdastjórn ESB ætlaði að lýsa yfir stuðningi við kröfu Hollendinga og Breta um að íslenska ríkið ábyrgist innlánareikninga einkabanka. Þrátt fyrir það er látið undir höfuð leggjast að grípa til mótmæla.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er á bandi Evrópusambandsins gegn íslensku þjóðinni.
Ráðherra hélt málinu leyndu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Ögmundur stendur í lappirnar, Össur er á hnjánum
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það ósvífni af framkvæmdastjórn ESB að leggjast á sveif með kröfu ESA að almenningur ábyrgist skuldir einkabanka á Icesave-innlánum í Hollandi og Bretlandi.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra talar á hinn bóginn fyrir hagsmunum ESB, bæði í makríl-deilunni og Icesave-málinu.
Ögmundur bendir á að enginn tilgangur sé lengur með aðildarviðræðum við ESB.
Við skulum þess vegna slíta viðræðunum.
Segir ESB vilja Íslendinga niður á hnén | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. apríl 2012
ESB-umsóknin einangrar Ísland
Norðmenn eru afgerandi á móti aðild að Evrópusambandinu. Færeyingar ætla ekki að sækja um aðild að ESB og Grænlendingar eru eina þjóðin sem hefur sagt sig úr Evrópusambandinu. Þessar þrjár nágrannaþjóðir okkar vita að hagsmunabandalagið á meginlandi Evrópu þjónar ekki strandríkjum á Norður-Atlantshafi.
ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins einangrar Íslendinga frá öðrum strandríkjum á Norður-Atlantshafi.
Yfirveguð afstaða Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga í utanríkispólitík sýnir hversu illa er komið fyrir hagsmunum Íslendinga þegar Samfylkingin fær að stjórna utanríkismálum okkar.
Þrír af hverjum fjórum á móti aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 113
- Sl. sólarhring: 353
- Sl. viku: 2522
- Frá upphafi: 1165896
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar