Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Þriðjudagur, 10. apríl 2012
F...frétt í RÚV
RÚV heldur áfram að mylja undir ESB-sinna og tekur undir áróðurinn um að matvælaverð sé yfirþyrmandi hagstætt í Evrópusambandinu. Í frétt um páskana sagði RÚV frá verslunarferðum Norðmanna til Svíþjóðar og klykkti út með þessum orðum
Munur á matarverði milli Noregs og Svíþjóðar hefur aukist stöðugt frá því Svíar gengu í Evrópusambandið fyrir 18 árum. Nú fullyrða kaupmenn að þeir geti selt mat, til dæmis nautakjöt, á hálfvirði miðað við verð í Noregi. Oft munar þó þriðjungi.
Svíar eru með eigin gjaldmiðil sem endurspeglar sænskt efnahagskerfi. Gagnvart norskri krónu eru matarinnkaup hagstæð í Svíþjóð.
Danir, sem eins og Svíar eru í Evrópusambandinu, eru með sína krónu beintengda við evruna. Þeir stórgræða að versla í Svíþjóð, borga helmingi minna, samanber þessa frétt í DR
De danske forbrugere må betale mere end dobbelt så meget for dagligvarerne som forbrugerne i Sverige. Det viser en stikprøveundersøgelse, som avisen 24timer har lavet.
Ef ESB-... á fréttastofu RÚV kynnu eitthvað fyrir sér í fréttamennsku hefu þau komið auga á hlutverk sænsku krónunnar í innkaupaákefð Dana og Norðmanna. En við það myndi áróðursgildið tapast.
DR í Danmörku stendur fyrir það sama RÚV á Íslandi. Munurinn er sá að í DR skrifa ... ekki fréttirnar.
(Fyrirsögn og tveim orðum breytt kl. 20:59 að ósk siðfræðings Heimssýnar. Þrípunktar (...) settir í staðinn.)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. apríl 2012
Boston frekar en Brussel
ESB-sinnar reyna reglulega að telja okkur trú um að vöruverð sé margfalt hagstæðara í Evrópusambandinu en á Íslandi. Jón Gerald Sullenberger kaupmaður í Kosti segir það fleipur. Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Jón Gerald
Stjórnvöld eru mjög upptekin af því að koma okkur inn í ESB og margir tala um að með inngöngu muni matvöruverð lækka. Staðreyndin er nú samt sú að matvöruverð innan ESB er um 20-40% dýrara en í Bandaríkjunum. Það er alltaf verið að tala um hvað matvöruverð sé hátt á Íslandi en ég get ekki séð að það muni lækka með inngöngu í ESB.
Jón Gerald heldur áfram og segir
Maður gat hvergi lesið um það fyrir síðustu jól að það væri uppselt í verslunarferðir til London eða Kaupmannahafnar, en þess í stað var uppselt í allar ferðir til Boston. Þrýstingur á verð í Bandaríkjunum er mjög mikill og það framkallar þetta lága vöruverð.
Við förum sem sagt vestur í leit að lágu vöruverði. Í austur fara Íslendingar aðeins til að tapa fullveldinu og verða hornkerling hjá Evrópusambandinu.
Sunnudagur, 8. apríl 2012
Þýskir fjölmiðar: evran tekin í sundur
Tvö áhrifamestu dagblöð Þýskalands, Welt og Frankfurter Allgemeine Zeitung, fjalla ítarlega um niðurstöðu samkeppni breska auðkýfingsins Wolfson lávarðar um hvernig best verði undið ofan af evru-samstarfinu.
Um 400 tillögur bárust. Dómnefnd valdi sex tillögur í undanúrslit. Í sumar verður tilkynnt hvaða tillaga að afnámi evrunnar verður metinn raunhæfust.
Umfjöllun þýsku blaðanna sýnir að í Þýskalandi er ekki litið á afnám evrunnar sem fjarlægan fræðilegan möguleika heldur raunhæfan efnahagspólitískan kost.
Í Þýskalandi er óðum að myndast samstaða um að óbreytt staða myntsamstarfs 17 ríkja sé óhugsandi. Evran grefur undan pólitískum stöðugleika jaðarríkja og veldur óeiningu í Evrópusambandinu. Þar með er myntin farin að vinna gegn tilgangi sínum.
Evran er að breytast í vítisvél sem verður að taka í sundur áður en það verður um seinan.
Laugardagur, 7. apríl 2012
Evru-útför í Aþenu, stefnubreyting í Reykjavík
Sjálfsmorð ellilífeyrisþega á Syntagmatorgi í Aþenu safnar í brennipunkt grískri andstöðu við helsi evrunnar. Vegna evrunnar mun Grikkland í fyrsta lagi réttar úr kútum eftir 2020 - fari allt á besta veg. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Jóhann Hauksson, boðar brotthvarf frá fyrri stefnu, sem var að ESB-aðild og upptaka evru eigi að endurreisa Ísland.
Jóhann skrifaði fyrir nokkrum dögum grein um Írland og eymdina þar vegna evrunnar. Í gær heggur Jóhann í sama knérunn með gagnrýni á evruvanda Grikklands.
Blaðafulltrúi Jóhönnu Sig. og Össurar er annað tveggja að grafa undan vinnuveitendum sínum eða að boða stefnubreytingu í Evrópumálum.
Hundruð viðstödd útförina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. apríl 2012
Hagfræði evrunnar og pólitík skipbrotsins
Sameiginlegt skipbrot Evrópusambandsins er Lettum huggulegri framtíðarsýn en opinn faðmur rússneska bjarnarins. Lettar vilja inn í evruland til að öðlast þegnrétt sem Vestur-Evrópuþjóð. Aftur á móti er ekki ýkja mikill áhugi hjá evru-ríkjunum 17 að bæta við sig enn einum ómaganum.
Þjóðverjar borga brúsann þegar kemur að gjaldþrota evru-þjóðum. Jón Helgi Egilsson tekur evruna og Írland fyrir og útskýrir hvernig ,,stöðugleiki" evrunnar veldur ójafnvægi í efahagskerfinu sem birtist m.a. í atvinnuleysi. Til að bæta gráu ofan á svart er írska efnahagskerfið háð lánum frá Evrópska Seðlabankanum, en þau lán ábyrgjast Þjóðverjar.
Á evru-svæðinu er niðurskurður eina uppskriftin að endurreisn efnahagskerfa sem hafa farið á hliðina. Í Telegraph er útskýrt hvers vegna nær ómögulegt er að útfæra svokallaðar björgunaraðgerðir.
Til að bjarga efnahagskerfum Grikkja, Íra, Portúgala, Spánverja og Ítala þarf að fara fram svokölluð ,,innri gengisfelling". Hún felur í sér að launataxtar eru lækkaðir tugi prósenta. Með þeim hætti verða efnahagskerfi þessara ríkja samkeppnishæf.
Vandamálið er að samanlagðar hagfræðibókmenntir Vesturlanda segja lækkun launataxta nær ómögulegan. Aðeins undir sérstökum kringumstæðum s.s. í fasistaríki Mússólíni tókst að skrúfa niður launataxta.
Fyrr gliðnar evruland í sundur en að fasismi komi evrunni til bjargar.
Hindruð í að taka upp evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. apríl 2012
Makríll afsökun fyrir ónýtri ESB-umsókn
ESB-umsókn Íslands frá 16. júlí 2009 er ónýt. Hún var knúin áfram af Samfylkingunni sem fékk 29 prósent fylgi í þingkosningum og leidd í gegnum alþingi með svikum VG sem höfðu og á stefnuskrá sinni, og hafa enn, að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan.
Allar mælingar sýna þjóðina staðfasta í andstöðu sinni við inngöngu í Evrópusambandið. Engu að síður er fjármunum og mannafla kastað á glæ umsóknarinnar. Ástæðan er sú að stjórnkerfið, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, eru að vinna í eigin þágu en ekki almannahags. Æ erfiðara verður þó fyrir elítuna að réttlæta flónskuna.
Deilur um marílveiðar Íslendinga stefna í að vera þægileg afsökin fyrir því að við svo búið megi ekki standa.
Gæti tafið ESB-viðræðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. apríl 2012
Evru-rökin auglýst í vitlausu landi
Atvinnuleysi á Spáni er yfir 20 prósent og fer hækkandi. Í Aþenu eru framin sjálfsmorð á götum úti til að mótmæla efnahagsástandinu. Á Írlandi er 15 prósent atvinnuleysi og landflótti.
Löndin þrjú eru öll með evru sem gjaldmiðil og dæmd til langtímakreppu. En samkvæmt ESB-sinnum á Íslandi er hvergi betra að búa en einmitt í evrulandi.
ESB-sinnar á Íslandi ættu kannski að sannfæra íbúa jaðarríkja evru-svæðisins um ágæti myntarinnar áður en þeir keyra upp áróðurinn hér á landi?
Margfalt meiri verðhækkanir hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. apríl 2012
Evran, atvinnuleysi og óstöðugleiki
Á fyrstu árum evrunnar var viðvarandi atvinnuleysi í evrulandi um tíu prósent að meðaltali. Eftir að efnahagsleg og síðar pólitísk kreppa reið yfir evruland jókst atvinnuleysið að meðaltali nokkuð en þó munaði mestu um hve ójafnt atvinnan dreifist á þau 17 ríki sem nota evruna fyrir lögeyri.
Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur minnkað enda drýpur þar smjör af hverju strái. Aftur er stóraukið atvinnuleysi í jaðarríkjum evrulands: Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi.
Evran ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika.
23,6% atvinnuleysi á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. apríl 2012
Evrópuherinn, Guðmundur Andri og Summa lastanna
Evrópuherinn er til umfjöllunar hjá aðildarsinnanum Guðmundi Andra Thorssyni í pistli í Fréttablaðinu. Guðmundur þakkar samninganefnd Íslands sérstaklega fyrir að vekja máls á herleysi landsins.
Samlestur á pistli Guðmundundar Andra og ádrepu Tómasar Inga Olrich fyrrum menntamálaráðherra og sendiherra vekur á hinn bóginn ekki miklar vonir um að herleysi Íslands verði virt ef við álpuðumst þar inn.
Timo Summa sendiherra ESB hér á landi stundar frekleg inngrip í íslenska stjórnmálaumræðu með farandsýningu Evrópustofu um sveitir landsins. Framferði Summa er brot á Vínarsáttmálanum er kveður á um að erlendir stjórnarerindrekar skipti sér ekki af innanlandsmálum þar sem þeir eru gestir.
Evrópuherinn mun ekki virða herleysi Íslands ef skortur er ungum drengjum í fallbyssufóður. Vínarsáttmálinn er fótum troðinn af stórveldinu og það sýnir sig trekk í trekk að hagsmunir Evrópusambandsins og stórríkjanna inna sambandsins ganga fyrir lífshagsmunum smáríkjanna.
Tómas Ingi Olrich: Summa diplómatískra lasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. apríl 2012
Evruland er lítill vöxtur og mikið atvinnuleysi
Evran er að drepa meginland Evrópu. Þau 17 ESB-ríki sem nota evru eru með gerólík efnahagskerfi og þurfa þess vegna gerólíka peningastefnu. Suður-Evrópa þarf gengisfellingu upp á 20 til 40 prósent til að bæta samkeppnisstöðu sína og lága vexti til að vinna bug á atvinnuleysi.
Noður-Evrópa þarf hærri vexti til að slá á þenslu. Fasteignamarkaðurinn í Þýskalandi er með bólueinkennum þar sem gamalt Hitlersgóss stígur í verði eftir niðurníðslu í áratugi.
Evruland 17 ríkja mun liðast í sundur. Spurningin er hvernig. Nokkrar góðar hugmyndir bárust í samkeppni sem Wolfson lávarður efndi til um heppilegustu leiðina að taka evruland í sundur. Í sumar verða úrslit kynnt. Fer vel á því enda gert ráð fyrir að dragi til tíðinda í haust í evrulandi.
Efnahagsbati meiri í Bandaríkjunum en ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 178
- Sl. sólarhring: 337
- Sl. viku: 2587
- Frá upphafi: 1165961
Annað
- Innlit í dag: 141
- Innlit sl. viku: 2232
- Gestir í dag: 136
- IP-tölur í dag: 136
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar