Leita í fréttum mbl.is

Eru Bretar á leið út úr ESB og inn í EFTA og EES?

Yfirgnæfandi meirihluti breskra kjósenda vill að Bretar gangi úr ESB og skipi sér við hlið Norðmanna, Svisslendinga og Íslendinga með inngöngu í EFTA, en jafnframt með þátttöku í EES. Hugmyndin um inngöngu Íslands í ESB verður æ úreltari og ekki í nokkrum takti við tímann.

Svo segir Vinstrivaktin nýlega. Þar segir ennfremur:

Í splunkunýrri könnun sem gerð var fyrir Bruges Group í Bretlandi töldu 71% þeirra sem afstöðu tóku að best væri fyrir Breta að segja sig úr ESB og ganga frekar í EFTA en 29% töldu að Bretar ættu að vera áfram í ESB. Meirihluti var fyrir úrsögn úr ESB meðal kjósenda allra flokka, m.a. 81% meðal kjósenda Íhaldsflokksins, 54% meðal verkamannaflokksmanna, 50% meðal frjálslyndra, 95% meðal stuðningsmanna UKIP og 62% meðal stuðningsmanna annarra flokka.

Þetta eru stórmerkileg pólitísk tíðindi þegar haft er í huga að eftir nokkur ár verður efnt til þjóðaratkvæðis í Bretlandi um úrsögn úr ESB þótt atkvæðagreiðslan hafi enn ekki verið dagsett, en rætt er um árið 2018 í því sambandi. Ekki er vafi á að úrsögn Breta myndi hafa víðtæk áhrif í mörgum aðildarríkjum ESB og kemur þá Danmörk fyrst upp í hugann, en bæði Danir og Svíar hafa hafnað því eins og Bretar að taka upp evru.

Þeir sem helst tala fyrir úrsögn Breta úr ESB benda á að sérhvert EFTA-ríki hafi eigin fulltrúa í alþjóðlegum samtökum og fái þannig meiri áhrif á alþjóðavettvangi en ESB-ríkin, sem séu tilneydd að láta ESB koma fram fyrir sína hönd. EES-samningurinn veiti jafnframt neitunarvald gagnvart löggjöf ESB. Þá benda þeir á að meðaltals atvinnuleysi í EFTA-ríkjunum er aðeins 4%, í Bretlandi séu 7,5% án vinnu en meðaltals atvinnuleysi í ESB nálgist nú 13%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 96
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 1117813

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 818
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband