Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
Miðvikudagur, 17. júlí 2013
SDG: makríldeilan sannar ágæti þess að standa utan ESB
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir makríldeiluna sanna ágæti þess fyrir Íslendinga að standa utan Evrópusambandsins.
Evrópuvaktin fjallar um þetta.
Þar segir:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í Brussel þriðjudaginn 16. júlí þegar rétt fjögur ár voru frá því að alþingi samþykkti ESB-aðildarumsóknina. Erindi ráðherrans var að upplýsa æðstu menn ESB um stefnu ríkisstjórnar um fráhvarf frá aðildarumsókninni.
Daginn áður en Sigmundur Davíð hitti ESB-ráðamennina sagði sjávarútvegsstjóri ESB, Maria Damanaki, að hún ætlaði að taka ákvörðun um refsingu Íslendinga og Færeyinga fyrir makrílveiðar fyrir lok þessa mánaðar.
Á visir.is er Sigmundur Davíð spurður hvort hótun Damanaki sýni ekki að betra sé að vera innan ESB en utan við það þegar deilt sé um mál af þessu tagi, Sigmundur Davíð svaraði:
Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við.
Forsætisráðherra lítur á reynsluna af makríldeilunni sem rök fyrir að vera utan ESB. Í samtalinu segir Sigmundur Davíð að hann hafi rætt makrílmálið við Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Sigmundur Davíð segir við visir.is:
Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar.
Fréttamaður 365 sem spyr á visir.is spyr: En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna [ESB í Brussel 15. júlí], sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið?
Sigmundur Davíð svarar:
Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. júlí 2013
Áfram atvinnuleysi á evrusvæðinu
OECD, Efnahags- og framfarastofnunin, varar við því að atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu verði enn mikið næstu misseri. Í árlegri spá stofnunarinnar um atvinnuhorfur segir að þrengingar gætu líka blasað við eldra fólki á vinnumarkaði, eftir því sem harðnar á dalnum.
Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins.
Þar segir ennfremur:
Sjónum er beint að því hve misjafnt atvinnuástandið er í löndunum. Búist er við því að atvinnuleysi á evrusvæðinu verði um 12,3% í lok næsta árs að meðaltali, einu prósentustigi meira en meira en það mælist nú. Í Þýskalandi, einu evrulanda, gera menn ráð fyrir því að atvinnuástand batni og atvinnuleysi verði undir 5% en í Grikklandi og á Spáni um 28%. Nú eru hátt í 48 milljónir manna atvinnulausar í OECD löndunum, sextán milljónum fleiri en þegar kreppan skall á fyrir sex árum.
Sjá hér einnig frétt Viðskiptablaðsins um sama efni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. júlí 2013
Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn vilja kosningu um viðræður
Æðstu stofnanir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og ríkisstjórnin, telja enga ástæðu til að láta kjósa um áframhald viðræðna við ESB nema því aðeins að til þess bær stjórnvöld vilji halda viðræðunum áfram.
Þessi afstaða er alveg skýr í samþykktum æðstu stofnana flokkanna og í stjórnarsáttmálanum.
Létu flokkarnir fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna væri það ekkert annað en stór svik við kjósendur, engu minni en svik Vinstri grænna við kjósendur sína vorið og sumarið 2009.
Þetta ætti hverjum einstaklingi að vera ljóst. Það er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn vilja vera utan ESB og því hætta viðræðum um aðild. Þeir vilja ekki hefja viðræður að nýju. Komi hins vegar til þess, þvert gegn öllum vísbendingum, að ætlunin sé að hefja viðræður að nýju þá verði það ekki gert öðruvísi en svo að afstaða verði tekin til slíkra viðræðna í atkvæðagreiðslu.
Í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir um umsóknina um aðild að ESB: Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er fróðlegt að bera sáttmálatextann við samþykktir æðstu stofnana flokkanna sem að ríkisstjórninni standa.
Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins hljóðar svo: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skýrsla um ESB kynnt í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. júlí 2013
Stjórnvöldum í Evrópu mistekst að auka atvinnu
Eins og þessi frétt ber með sér hefur stjórnvöldum í Evrópu mistekist að bæta atvinnuástandið. Sparnaður hefur verið mikill í opinberum rekstri víðast hvar og Seðlabanki Evrópu gerir lítið annað en að halda í horfinu, því þrátt fyrir lága vexti og víðtæk lán til fjármálafyritækja hefur ekki tekist að fá hjól atvinnulífsins til að snúast hraðar.
Eins og fréttin ber með sér er staðan þó ólík eftir löndum. Atvinnuleysi er tiltölulega lítið í Þýskalandi, eða 5%, en það er næstum 30% í Grikklandi og á Spáni, en í þessum löndum eru 55-60% ungmenna án atvinnu.
Atvinnuleysið er að meðaltali 12,3% á evrusvæðinu.
Svartnættið blasir við ungu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. júlí 2013
Hundalæti í ESB
ESB er búið að urra og gjamma og nú vill ráðherra á Írlandi að ESB sýni Íslendingum tennurnar. Þannig vonast hann til að ná af okkur makrílnum.
Eftir aldalangt sambýli við hunda vita Íslendingar að hundur sem sýnir tennurnar vonast yfirleitt til að það dugi og ekki er víst að hann sé tilbúinn í slaginn.
Það er þó vissara að umgangast ESB líkt og hund - og við vitum að það er aldrei hægt að treysta því fullkomlega að rándýrseðlið nái ekki yfirhöndinni hjá þessum skepnum.
Þess vegna skulum við alveg vera undir það búin að á eftir urri, gjammi og tannskini geti ferlíkið farið að glefsa.
Vill að ESB sýni tennurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. júlí 2013
Evrukreppan kemur niður á lánshæfi Frakka
Evruvandræðin hafa valdið því að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfiseinkunn franska ríkisins um einn flokk. Þar með mun lántökukostnaður franska ríkisins að líkindum aukast á alþjóðlegum mörkuðum.
Ástæðan fyrir lægri einkunn Frakka er evrukreppan sem veldur samdrætti í framleiðslu í Frakklandi og rekstrarvandræðum franska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með að framleiðsla í Frakklandi dragist saman um 0,2% á þessu ári.
Bloomberg.com fjallar meðal annars um þetta.
Evrópuvaktin fjallar einnig ítarlega um þetta hér.
Frakkar sviptir hæstu einkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 14. júlí 2013
Leynilegri skýrslu lekið sem segir að suðurevrusvæðið sé að bresta
Suður-Evrópa er að bresta efnahagslega. Viðbrögð evruríkjanna við skuldakreppunni þar hafa ekki skilað árangri. Endurreisn efnahags þessara ríkja hefur ekki orðið að veruleika. Skuldahlutfallið hækkar hratt. Pólitísk samstaða um aðhaldsaðgerðir er að splundrast í nær öllum evruríkjum.
Þetta kemur nýlega fram á Evrópuvaktinni, þar sem vitnað er í grein í Daily Telegraph eftir alþjóðlegan viðskiptaritstjóra blaðsins, Ambrose Evans-Pritchard. Á Evrópuvaktinni segir m.a. ennfremur:
Skýrsla sem tekin hefur verið saman á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og lekið hefur verið til fjölmiðla sýni að Grikkir séu ekki að ná þeim markmiðum, sem samið hafi verið um og að það muni miklu. Í skýrslunni sé því haldið fram, að Grikki skorti vilja og getu til að innheimta skatta. Raunveruleikinn sé hins vegar sá, að stjórnvöld í Aþenu nái ekki umsömdum markmiðum vegna þess að efnahagslífið sé í frjálsu falli og ástæðan fyrir því sé sú að of langt hafi verið gengið í aðhaldi. Grísk hugveita segir að samdráttur í efnahagslífi verði 5% á þessu ári. Í einkasamtölum við blaðamenn segja forráðamenn hugveitunnar að samdrátturinn verði nær 7%. Fréttir um aukinn stöðugleika í Grikklandi sé blekking.
Efnahagskrísan á Ítalíu sé vaxandi. Skuldastaðan sé komin í 129% miðað við verga landsframleiðslu. Það sé meira en ríki án eigin gjaldmiðils geti ráðið við. Samanlagður efnahagslegur samdráttur á Ítalíu frá árinu 2007 stefni í 10%. Þetta þýði að Ítalía sé í kreppu. Sá gjaldmiðill sem Ítalir notist við þyrfti að lækka um 20-30%.
Á Spáni sé komið upp stórfellt pólitískt hneyksli, sem Lýðflokkurinn geti ekki lengur lokað augunum fyrir. Flokkurinn geti ekki lengu fylkt þjóðinni að baki sér í aðhaldspólitík. Spænska dagblaðið El Mundo segir að andrúmsloftið á Spáni einkennist í vaxandi mæli af þvi að bylting sé í aðsigi.
Portúgal er á fallanda fæti. Efnahagslægð sem nú nemi 3% dragi úr skatttekjum. Þess vegna nái stjórnvöld ekki settum markmiðum. Heildarskuldir Portúgala nemi 370% af vergri landsframleiðslu. Opinberar skuldir séu komnar í 123% af vergri landsframeiðslu. Fjölmiðlar í Portúgal haldi því fram að Evrópusambandið vinni nú í leynd að öðru björgunarláni fyrir Portúgal.
Þetta er pólitískt jarðsprengjubelti segir í grein Evans-Pritchard. Nýtt neyðarlán yrði að fara fyrir þýzka þingið. Ef það gerðist fyrir kosningar yrðu skilyrðin grimmdarleg.
Nú sé spurningin hvort forráðamenn evruríkjanna viðurkenni í fyrsta sinn að skattgreiðendur verði að taka á sig kostnað til að halda gjaldmiðilsbandalaginu saman. Hingað til hafi allt byggzt á lánum.
Á sama tíma hafi ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna um að draga úr kaupum á markaði haft þau áhrif að lántökukostnaður ríkja í Evrópu hafi hækkað um 70 púnkta. Raunvextir fari stórhækkandi.
Laugardagur, 13. júlí 2013
Matvæli eru ódýrust hér á landi
Matarkarfan er ódýrust á Íslandi af Norðurlöndunum. Sérstaklega er tekið til þess að verð á kjöt- og mjólkurvörum sé lægra á Íslandi en í nokkru öðru Norðurlandanna.
Viðskiptablaðið greinir frá þessu og vitnar til könnunar á vegum Eurostat og OECD.
Í könnuninni er verðið umreiknað svo það sé samanburðarhæft miðað við kaupmátt.
Viðskiptablaðið segir svo frá:
Mikill munur er á matvöruverði innan ESB. Ódýrust er matarkarfan í Póllandi, eða 61% af meðaltali ESB, en dýrust í Danmörku þar sem verðið er 43% hærra en að meðaltali í ESB. Verð á kjöt- og mjólkurvöru er lægra á Íslandi en í nokkru öðru Norðurlandanna. Matvaran er þó um 18% dýrari en að meðaltali í ESB.
Svo er vitnað í Finn Árnason, forstjóra Haga og varaformann Samtaka verslunar og þjónustu:
Íslensk verslun er að bjóða marga vöruflokka á hagstæðu verði í samanburði við nágrannalöndin, segir Finnur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. júlí 2013
Írar líta með ugg til Portúgals og Kýpur eru í vaxandi klandri
Kreppan í Portúgal sýnir að Írar þurfa að vera við öllu búnir, segir í vefriti blaðsins Independent. Í Portúgal tekur nú stjórnarkreppa við í kjölfar evrukreppunnar. Og lánshæfismatsfyrirtæki telur verulega hættu á því að Kýpur fari í þrot.
Í ljósi þessara hremminga er sérstakt ánægju efni að ástandið virðist vera að braggast á Írlandi sem enn hefur þó ekki verið útskrifað af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fyrir utan um 14% atvinnuleysi hefur ástandið einna verst komið niður á eigendum íbúðarhúsnæðis en verð á því hefur víða fallið í verði um 50%.
Kerfisvandi ESB og evrusvæðisins hefur ekki enn verið leystur, en hann veldur viðvarandi viðskiptaójafnvægi á milli kjarnaríkja og jaðarríkja.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. júlí 2013
Íslenska sumarið er dásamlegt og engu líkt
Ferðamenn fylkja liði til Íslands sem aldrei fyrr, þökk sé íslenskri náttúru, íslensku veðurfari, óbilandi bjartsýni Íslendinga og hagstæðu gengi íslenskrar krónu sem knýr okkur út úr efnahagslægðinni.
Það er engin lægð í hjörtum þessara glöðu ferðamanna sem hingað streyma, né þeirra fjölmörgu Íslendinga sem arka upp um fjöll og firnindi, suður firði eða út á nes. Það jafnast ekkert á við þetta dýrindis veður á Norðausturlandinu sem verið hefur, né hressandi úðann í loftinu hér fyrir sunnan og blæinn sem frískar þreyttar sálir jafnt sem viðkvæmar jurtir.
Að fólk sé að flýja í mengunina og sollinn í yfirfullum Evrópuborgum - er það ekki bara lævís áróður?
Veðurbarða Íslendinga dreymir um Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 44
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 2007
- Frá upphafi: 1176861
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 1827
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar