Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB

Meirihluti Breta vill ganga úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska blaðsins Independent. Independent mælir stuðning við útgöngu úr ESB mánaðarlega og er þetta í fyrsta skipti sem meirihluti er fylgjandi útgöngu. 52 prósent eru hlynnt útgöngu á meðan 48 prósent vilja áframhaldandi veru. Í síðustu könnun í október vildu 53 prósent vera áfram í ESB og 47 prósent á móti.

Könnunin var gerð í síðustu viku, eftir hryðjuverkin í París og á vef Independent eru niðurstöðurnar sagðar litaðar af þeim.

Stuðningur við áframhaldandi veru er áberandi mestur á meðal yngstu kynslóðarinnar, en 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru hlynnt ESB aðild. Stuðningur við aðild minnkar jafnt og stöðugt eftir aldurshópum og segjast 62 prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri vilja yfirgefa sambandið.

Þeir sem eru menntaðir eru líklegri til að vera hlynntir aðild og þá er stuðningur við aðild mestur í Skotlandi, eða 60 prósent. 54 prósent kjósenda Íhaldsflokksins vilja yfirgefa sambandið og 93 prósent stuðningsmanna Ukip, en kjósendur Verkamannaflokksins, Frjálslyndra, Skoska þjóðarflokksins og græningja eru hlynntir aðild.

Stefnt er að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB árið 2017.

Eyjan greinir frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 426
  • Sl. sólarhring: 428
  • Sl. viku: 494
  • Frá upphafi: 1121672

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 454
  • Gestir í dag: 378
  • IP-tölur í dag: 375

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband