Leita í fréttum mbl.is

Sænskur iðnaður býst við ESB-klandri

diSænska efnahagsmálafréttablaðið Dagens Industri endurspeglar fyrir helgina ótta margra Svía um að Evrópusambandið standi nú andspænis það miklum erfiðleikum að eitthvað muni undan láta. Blaðið segir að flóttamannastraumurinn til Evrópu hafi valdið stærstu kreppu sem ESB hafi lent í til þessa. Forystumenn í stjórnmálum, atvinnulífi og vísindamenn vari nú við því að öll vegferð ESB sé í hættu.

Blaðið segir að fjölmargir leiðtogafundir hafi verið haldnir í Brussel í haust um vandann en það sé augljóst að leiðtogarnir séu ekki færir um að komast að niðurstöðu um neinar lausnir sem hald er í. Þá hafi hryðjuverkin í París og hin alvarlega hryðjuverkaógn sem yfir vofir gert það að verkum að enn erfiðara hefur reynst að takast á við vandamálin.

Minnt er á að í september hafi ESB ákveðið að dreifa 160 þúsund flóttamönnum sem safnast höfðu saman á Ítalíu og Grikklandi til annarra aðildarríkja. Aðeins hafi tekist að finna pláss fyrir 159 í samtals sex löndum. Svíar telja sig bera hlutfallslega allt of stóran hluta af þeirri byrði sem flóttamannastraumurinn veldur og nú er greinilega komið að sársaukamörkum. Nú vilja Svíar losa sig við flóttamenn í stað þess að þeir buðu þá áður velkomna.

Marlene Wind, prófessor í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla segir við blaðið að það geti auðveldlega gerst að Schengen brotni saman og ESB-ríkin taki sjálf upp landamæraeftirlit. Göran von Sydow, stjórnmálafræðingur við Sænsku stofnunina fyrir rannsóknir í stjórnmálum í Evrópu segir að haldi erfiðleikarnir áfram með Schengen, gæti slíkt haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir ESB-samvinnuna á fleiri sviðum. Það gæti leitt til aukinna átaka og þess að samrunaþróunin í ESB stöðvist og gangi til baka.

Einn af leiðtogum í sænsku atvinnulífi, Gunter Marder, óttast að Schengen-vandræðin muni leiða til þess að viðskipti verði torveldari á milli landa á svæðinu.

Dagens Industri rekur síðan fjögur atriði sem gætu grafið enn frekar undan ESB. Blaðið segir:

 • Flóttamannavandinn veldur sundrungu og gerir það að verkum að trúin á ESB sem tæki til friðar minnkar.
 • Schengen gliðnar í sundur. Straumur flóttamanna og hryðjuverkaógnin mun leiða til þess að tímabundnar landamærastöðvar verða starfræktar til frambúðar.
 • Bretar yfirgefa ESB. Andstæðingar aðildar meðal bresku þjóðarinnar hafa yfirhöndina fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem áformuð er. Þjóðernissinnuðum flokkum í öðrum löndum vex ásmegin.
 • Evrukreppunni er ekki lokið. Gjaldmiðilssamstarfinu stafar nú hætta af því að samstarf innan ESB er að flosna upp á ýmsum sviðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 2
 • Sl. sólarhring: 10
 • Sl. viku: 75
 • Frá upphafi: 1121213

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 71
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband