Leita í fréttum mbl.is

ESB ţolir engin áföll: ţađ hrynur

markRutteOrđ forsćtisráđherra Hollands, Mark Rutte, eru enn ein stađfesting ţess ađ Evrópusambandiđ ţolir engin áföll. Fjármálakreppan sýnir ađ evrusamstarfiđ gengur ekki upp. Straumur flóttamana sýnir ađ Schengen-samstarfiđ virkar ekki. Ţar međ er búiđ ađ kippa tveimur af fjórum hornsteinum undan ESB-samstarfinu.

Pólitísk grćđgi sjálfskipađra leiđtoga ESB er ađ verđa ţeim ađ falli. Ţeim nćgđi ekki ađ stuđla ađ frelsi í vöru- og ţjónustuviđskiptum á svćđinu. Um ţau markmiđ var tiltölulega góđ sátt miđađ viđ annađ.

Trúarkenningar ţeirra bođuđu ađ ţađ ţyrfti líka ađ tryggja frjálst flćđi fjármagns innan svćđisins og ţeir bjuggu til Seđlabanka Evrópu og evruna. Sá seđlabanki er einn sá ógegnsćjasti í veröldinni ţar sem sérhagsmunir virđast fá betri ađgang en almannahagsmunir. Evran var góđ fyrir ţau lönd sem gátu náđ efnahagslegu forskoti en hún varđ martröđ annarra ríkja.

Og nú verđur fjórđa frelsiđ, ferđafrelsiđ, skert af ţví ađ Schengen virđist hafa veriđ hrákasmíđ. Ţví eru stjórnmál í mörgum löndum í uppnámi. Fyrrverandi forsćtisráđherra Svíţjóđar, íhaldsmađurinn Fredrik Reinfeldt, bođađi ađ innflytjendur skyldu teknir opnum örmum, líklega í örvćntingarfulltri tilraun hans til ađ bregđast viđ innflytjenda-fjandsamlegri stefnu Svíţjóđardemókrata. Nú viđurkennir núverandi forsćtisráđherra Svíţjóđar, jafnađarmađurinn Stefan Löfven, ađ Svíar hafi veriđ of barnalegir í trúnni á ađ hryđjuverkamenn kunni ekki ađ hafa náđ fótfestu í landinu og svo dró hann forystu umhverfissinna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, grátandi til ađ hefta innflytjendastrauminn til landsins, en hann var farinn ađ ógna stofnunum samfélagsins. Jafnađarmenn viđurkenndu samt ekki ţann vanda fyrr en sérfrćđistofnanir á borđ viđ Innflytjendastofnun sendi skýr og endurtekin bođ um ađ ástandiđ vćri orđiđ algjörlega óviđunandi.

Ţannig hafa tveir af fjórum hornsteinum ESB reynst vera fúasmíđ sem ekki ţolir álag. Reyndir smiđir vita ađ ef tveir af fjórum hornsteinum húss gefa sig ţá hrynur húsiđ. 

Forsćtisráđherra Hollands er kannski afkomandi smiđa eđa hefur sveinspróf í húsasmíđi. Hann virđist alltént vita hvađ hann syngur.


mbl.is Óttast ađ ESB falli eins og Rómarveldi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Rutte sagđi: "Fyrsta skrefiđ er ađ tryggja ađ landa­mćr­in séu vöktuđ.  - - - ".  Örugglega hárrétt hjá honum.  Međan íslenskum stjórnmálamönnum (núverandi stjórnarandstöđu) finnst bara allt í lagi ađ hafa landamćri Íslands nánast óvöktuđ.  Og lögreglu međ vasaljós í stađ vopna.     

Elle_, 28.11.2015 kl. 11:09

2 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Í myrkum svika-svartamarkađsţvingunar-undirheimum ţekkir fólk ekki annađ og vonmeira ljós heldur en vasaljós.

Sorgleg stađa jarđarheimsins í dag.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 29.11.2015 kl. 03:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 992429

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 405
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband