Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Sunnudagur, 11. nóvember 2012
17,2 milljarðar á ári til ESB
Ísland yrði að borga 17,2 milljarða króna á ári til Evrópusambandsins ef við yrðum aðilar að sambandinu. Ragnar Arnalds reiknar gjald Íslands á Vinstrivaktinni. Ísland getur gert sér vonir um að fá tilbaka hluta fjárhæðarinnar í formi styrkja.
Vegna þess að Ísland er ríkara land en þorri aðildarríkja Evrópusambandsins munum við allaf borga með okkur til sambandsins. Fyrir hálfu öðru ári giskaði utanríkisráðuneytiðað við gætum sótt til Brussel 12 milljarða og miðaði þá við að aðildargjöldin yrðu 15 milljarðar.
Stærstu sjóðir Evrópusambandsins eru byggða- og landbúnaðarsjóðir. Styrkir úr þeim sjóðum eru háðir mati sérfræðinga í Brussel. ESB-sinnar á Íslandi hafa alveg gleymt því að útskýra fyrir þjóðinni hvers vegna sérfræðingar í Brussel viti betur en Íslendingar sjálfir hvernig eigi að styrkja landbúnað og dreifðar byggðir.
Laugardagur, 10. nóvember 2012
Kostnaðurinn af Villa og Viðskiptaráði
Auðmennirnir sem settu Ísland á hausinn fjármögnuðu Vilhjálm Egilsson, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Vilhjálmur segir Ísland nyrsta Afríkuríkið og Viðskiptaráð er orðið að ,,viðræðusinna" sem undir fölskum formerkjum vill Ísland í Evrópusambandið.
Vilhjálmur Egilsson, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð stuðluðu að þjóðargjaldþroti Íslands. Það kemur úr hörðustu átt þegar þessir sömu aðilar þykjast þess umkomnir að vanda um fyrir Íslendingum um hvert við stefnum með efnahagslegt fullveldi okkar.
Hrunverjar verða ekki leiðarljós þjóðarinnar á ný.
![]() |
Segir Ísland nyrsta Afríkuríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. nóvember 2012
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: ESB-andstæðingar og girðingarfólkið
Jón Baldur L'Orange skrifar um minnislista sem birtist á Heimssýnarblogginu og tók til afstöðu þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Minnislistinn, sem byggði á svörum frambjóðenda við spurningu Vilborgar Hansen, flokkaði frambjóðendur í andstæðinga aðildar og fylgjendur. Jón Baldur bætir um betur og flokkar svörin með meiri nákvæmi.
Listi Jóns Baldurs er eftirfarandi:
Kjartan Örn Sigurðsson, bæjarfulltrúi
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur
Fimmtudagur, 8. nóvember 2012
ESB-flokkarnir tapa fylgi
Flokkarnir sem ætluðu að gera Ísland aðila að Evrópusambandinu tapa næstu kosningum, samkvæmt Gallup. Stórflótti er brostinn á fylgi Samfylkingar og VG og engar líkur á að þessir flokkar komist nálægt því að mynda ríkisstjórn eftir kosningar.
Málatilbúnaður vinstriflokkanna er í innbyrðis mótsögn. Atvinnulífið og efnahagskerfið rétti sig af eftir hrun vegna þess að Ísland er fullvalda og með eigin gjaldmiðil. Vinstriflokkarnir njóta ekki góðærisins vegna þess að ESB-umsóknin fórnar fullveldinu og flytur forræði íslenskra mála til Brussel.
Þjóðin metur fullveldið meira en svo að hún gefi vinstriflokkunum nýtt tækifæri að svíkjast undan merkjum þjóðfrelsis.
![]() |
Eykur fylgi sitt í öllum kjördæmum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. nóvember 2012
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins - minnislisti
Vilborg Hansen óskaði eftir afstöðu frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hér er samantekt á svörum frambjóðendanna.
Á móti aðild Íslands að ESB
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka
Elín Hirst, fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur
Friðjón R. Friðjónsson, ráðgjafi
Gunnlaugur Snær Ólafsson, upplýsingafulltrúi
Jón Gunnarsson, alþingismaður
Karen Elísabet Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi og skrifstofustjóri
Kjartan Örn Sigurðsson, bæjarfulltrúi
Óli Björn Kárason, ritstjóri og varaþingmaður
Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur
Sveinn Halldórsson, húsasmíðameistari
Sævar Már Gústavsson, sálfræðinemi við HR
Þorgerður María Halldórsdóttir, háskólanemi
Fylgjandi aðild að ESB
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2012
Vilhjálmur Bjarnason með 70% ESB-blekkingu
Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynnir sig sem ,,viðræðusinna," sem er nýja orðið yfir ESB-sinna, með þessum rökum
Ísland er 70% aðili að Evrópusambandinu með aðild að evrópsku efnahagssvæði frá árinu 1993. Viðræður sem nú standa yfir miða að fullri aðild að Evrópusambandinu.
Þetta er rangt hjá Vilhjálmi. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál. A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.
Upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum.
Mánudagur, 5. nóvember 2012
Evru-kreppa allt næsta kjörtímabil
ESB-umsókn Íslands á samkvæmt Samfylkingunni að leiða til aðildarsamnings næsta kjörtímabils, 2013 - 2017. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að evrukreppan verði í ráðandi næstu fimm árin, eða til 2017, í efnahagskerfi Evrópusambandsins.
Þótt engin væri kreppan í Evrópusambandinu væri harla ólíklegt að Íslendingar myndu ljá máls á aðild. Til þess eru hagsmunir meginlandsþjóðanna of ólíkir okkar hagsmunum. Ríki á Norður-Atlantshafi, Grænland, Noregur og Færeyjar er með líka hagsmuni og Ísland og ekkert þeirra er á leiðinni inn í ESB.
En með evru-kreppu lausa í álfunni er engar líkur að ESB-umsókn Samfylkingar fái hljómgrunn með þjóðinni. Allur málatilbúnaður Samfylkingar í kringum ESB-málið er steindauður.
![]() |
Merkel: Fimm ár í lok skuldakreppunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. nóvember 2012
Áskorun gegn innflutningi á dýrasjúkdómum
Evrópuvaktin segir frá áskorun til stjórnvalda um að leyfa ekki innflutning á lifandi dýrum eða erfðaefnum þeirra til að hægt sé að verja landið margvíslegum dýrasjúkdómum, t.d. hundaæði.
Samfylkingin vill leyfa innflutninginn í nafni aðlögunar að Evrópusambandinu.
Það er ankannalegt að það þurfi að skora á stjórnvöld að verjast því að sjúkdómar flæði yfir landið. Ríkisstjórn vinstriflokkanna vinnur beinlínis gegn þjóðarhagsmunum. Svei þeim.
Laugardagur, 3. nóvember 2012
Skúli Mogensen vill hvorki ESB né evru
Forstjóri WOW air segir það firru að Ísland einangrist þótt það standi áfram utan Evrópusambandsins. Í viðtali við Morgunblaðið kemur einnig fram að Skúli Mogensen telji evruna ekki heppilegan gjaldmiðil fyrir Ísland. Grípum niður í viðtalið
Þú hefur talað gegn aðild að ESB. Hefur það breyst?
»Síður en svo. Ef eitthvað er, þá tel ég enn augljósara en áður að varhugavert væri að flýta sér í þeim efnum. Þarna tala ég í ljósi þróunar í Evrópu og innan ESB, en einnig út frá styrk Íslands, sem ég held að fari vaxandi. Svo fremi við búum við heilbrigt pólitískt umhverfi og nýtum tækifæri til þess að tengjast öðrum þjóðum. Það er reginmisskilningur að við einangrumst ef við göngum ekki í ESB.
Og um krónuna
Svo framarlega sem við höldum í okkar auðæfi, þá gæti krónan reynst okkur ágætlega til lengri tíma litið.
Svo mörg voru þau orð.
![]() |
Gagnrýnir óvissu vegna haftanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. nóvember 2012
Hundaæði og samstaðan gegn Samfylkingu
Strangar reglur um innflutning á lifandi dýrum og ófrosnu kjöti bæja frá Íslandi ýmsum landlægum sjúkdómum á meginlandi Evrópu. Almenn samstaða hefur verið á Íslandi um nauðsyn varna gegn búfjársjúkdómum og öðrum dýrasjúkdómum.
Samfylkingin hefur sagt sig frá þessari samstöðu gegn kvikfjársjúkdómum. Ráðuneyti Samfylkingar í utanríkismálum leggur ofurkapp á að fella niður smitsjúkdómavarnir til að auðvelda aðild að Evrópusambandinu. Í Bændablaðinu er fjallað um málið og segir þar
Ísland hefur fylgt ströngum takmörkunum á innflutningi lifandi dýra og hráu ófrosnu kjöti. Jafnframt hafa verið hafðar uppi varnir gegn plöntusjúkdómum vegna viðkvæmrar flóru landsins. Þetta er gert til að vernda heilsu manna og dýra og er algjörlega óumdeild og nauðsynleg ráðstöfun. Þá bregður svo við að ekki má setja í samningsafstöðu Íslands afdráttarlausan texta um að slík opnun sé ekki umsemjanleg af okkar hálfu. Með fullri virðingu fyrir hinum ýmsu vottorðum kemur ekkert í staðinn fyrir slíka varúð þegar verjast þarf innflutningi sjúkdóma eins og til dæmis hundaæðis eða gin- og klaufaveiki.
Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæðanna við síðustu kosningar. Flokkurinn mælist með um 20 prósent fylgi núna. Það er ótækt að Samfylkingunni líðist að ráða ein málum um stærri hagsmuni Íslands. Við þurfum samstöðu gegn Samfylkingu.
Nýjustu færslur
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 311
- Sl. sólarhring: 336
- Sl. viku: 1885
- Frá upphafi: 1209097
Annað
- Innlit í dag: 283
- Innlit sl. viku: 1746
- Gestir í dag: 269
- IP-tölur í dag: 264
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar