Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Evrufræði - lexía númer þrjú

Það er eins og evrusinnar haldi stundum að það sé aðeins ein hlið á hverri mynt. Þeir tönnlast á því að útflutningur hafi ekki aukist nægjanlega og í takt við gengissig krónunnar gagnvart viðskiptamyntum. Það verður að hugsa bæði um debet og kredit. Sjálfstæð króna gerði það að verkum að jafnvægi komst á við útlönd, bæði vegna aukinna útflutningstekna, en auðvitað ekki síst vegna minni innflutnings.

Þannig nægir ekki, eins og evrusinnum er gjarnan tamt, að líta bara á aðra hlið peningsins. Það þarf að hugsa vítt. Við verðum að vera víðsýn. Það er Heimssýn.

Hér má svo bæta við texta úr færslu frá því í vor:

Framvinduskýrsla ESB um aðildarviðræður viðurkennir með opnum hætti að það hafi komið Íslendingum til góða í yfirstandandi kreppu að vera með eigin gjaldmiðil.

Í skýrslunni segir í lauslegri þýðingu að á heildina litið sé Ísland enn að hafa hag af styrkri verð-samkeppnisstöðu gagnvart viðskiptakeppinautum sínum og að það séu afleiðingar af gengisbreytingum krónunnar í yfirstandandi kreppu.

Á ensku hljóðar þetta svo: „Overall, Iceland still benefits from strong price competitiveness vis-á-vis its main trading partners as a result of the marked depreciation of the króna during the crisis."

Það er ljóst að mörg ríki á suðurjaðri evrusvæðisins öfunda okkur af þessari stöðu.


Evrufræði - lexía númer tvö

europeanleadersLexía númer tvö í evrufræðum er sú að núverandi Efnahags- og gjaldmiðilsbandalag Evrópu gengur ekki upp án þess að stofnað verði til miðstýrðs og sameiginlegs ríkisvalds með vald til skattlagningar og opinberra útgjalda. Stofnun Bandaríkja Evrópu er eina leiðin til að bjarga evrunni.

Tilraunin með evruna er langsamlega dýrasta efnahagstilraunin í mannkynssögunni. Hún byggir öðrum þræði á efnahagskenningu Mundells og félaga, en litið var framhjá nauðsynlegum pólitískum þáttum.

Hin pólitíska elíta í Evrópu knúði á um upptöku evrunnar á tæpum forsendum. Þetta var pólitísk aðgerð byggð fremur á pólitískum vilja en efnahagslegum rökum. Það sem gerði útslagið voru sögulegar kringumstæður við fall Járntjaldsins í Evrópu og sameinginu Þýskalands.

Þrátt fyrir að þetta væri fyrst og fremst pólitísk aðgerð gleymdu menn því grundvallaratriði sem til þurfti svo að evran gengi upp. Það var ekki til staðar sterkt og sameinað ríkisvald til að styðja við bakið á evrunni - svona líkt og bandaríska ríkið gerir í Bandaríkjunum - og ríki gera yfirleitt við sína gjaldmiðla.

Evran var þess vegna á brauðfótum frá upphafi - og það var einungis efnahgsbólan á upphafsárum hennar - efnahagsbóla sem átti rætur sínar í Bandaríkjunum - sem gerði það að verkum að evran virtist ganga vel fyrstu árin.

Strax og efnahagserfiðleikar dundu yfir heimsbyggðina komu veikleikar evrunnar í ljós. Þar stendur ekkert sameinað ríkisvald að baki. Sundrungin er mikil á milli einstakra ríkja. Þýska þjóðin kærir sig til dæmis ekkert um að styrkja evruþjóðirnar sem búa við vandræði evrunnar og eru þjakaðar af styrk þýsks efnahagslífs. Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu segir þó Þjóðverja verða að bregðast við og ýmsir stjórnmálamenn og hagfræðingar hafa tekið undir.

Þótt Þjóðverjum gæti tekist að bjarga Evrópu undan þeim vandræðum sem þeir hafa sjálfir að mestu skapað yrði það þó aðeins tímabundinn bati. Eftir stendur meginvandinn sem er evrusamstarfið, mismunandi verðþróun og misskipting viðskipta og auðs.

Aðeins sterkt og sameinað evrópkst ríkisvald getur bjargað Evrópu.

Það væri nú gott fyrir slíkt sterkt og sameinað Evrópskt ríki að geta fengið ódýra orku um kapal frá Íslandi þegar fram í sækir?

Slíkt ríkisvald vilja Bretar ekki sjá og fæst Norðurlöndin.

Og Íslendingar vilja ekki lúta sterku miðstýrðu ríkisvaldi frá Brussel eða Bonn.


mbl.is Frakkland veiki hlekkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrufræði - lexía númer eitt

MerkelLexía númer eitt í evrufræðum er sú að á hinu sameiginlega gjaldmiðilssvæði evrunnar hefur Þýskaland orðið ofan á. Þar hefur verið lítil verðbólga, gott verð á útfluttum afurðum Þjóðverja, mikil atvinna, mikill viðskiptaafgangur, Þjóðverjar safna miklum eignum og hafa lánað stórfé til ýmissa annarra evrulanda sem safnað hafa skuldum til að geta keypt afurðirnar af Þjóðverjum.

Þessu fylgir svo að pólitísk völd Þjóðverja eru úr öllu samhengi við yfirlýsta stefnu um jafnræði ríkjanna í Evrópusambandinu. Ofsahræðsla Þjóðverja við verðbólgu hefur ráðið því að Seðlabanki Evrópu var gerður sjálfstæðari en Seðlabanki Þýskalands og hefur það sem sitt markmið númer eitt, tvö og þrjú að halda verðbólgu í lágmarki. Nú er svo komið að eftir áralangar tilraunir til að hemja verðbólguna þá er búið að stíga svo á vaxtabremsuna svo að verðbólga er nánast ekki neitt sem þýðir of litla eftirspurn og viðvarandi atvinnuleysi í Evrópu.

Ofsahræðsla Þjóðverja við verðbólguna, ásamt ýmsu öðru, veldur sem sagt samdrætti í allri álfunni og gífurlegu atvinnuleysi.


mbl.is Útflutningur Þjóðverja í hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosthrím hægir á efnahagslífi evrulandanna

Hagstjórnendur á evrusvæðinu hafa verulegar áhyggjur af of lítilli verðbólgu þessa dagana. Þess vegna lækkaði Seðlabanki Evrópu stýrivexti sína í dag í 0,25 prósent. Þótt það komi ekki fram í fréttinni þá er hin hliðin á málinu sú að það er of mikill hægagangur í atvinnulífi í álfunni og allt of mikið atvinnuleysi þar af leiðandi.

Of lítil verðbólga er á vissan hátt afleiðing af hagstjórn Seðlabanka Evrópu, sem hefur litið á það sem sitt meginhlutverk að halda verðbólgunni í skefjum. Þeir hagstjórnartilburðir, ásamt þeirri klípu sem milliríkjaviðskipti evrulandanna eru í vegna evrusamstarfsins, ásamt skuldabasli á jaðarsvæðunum, eru helstu ástæður þess að vélar atvinnulífs á svæðinu snúast of hægt. Seðlabanki Evrópu er að reyna að þíða frostið af tannhjólum atvinnulífsins þótt hann segi það varla upphátt.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig til tekst næstu misserin.


mbl.is Stýrivextir Evrópska seðlabankans í 0,25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt og Frjáls verslun í ESB-leiðangri?

Frjáls verslun virðist nú hafa verið tekin undir ESB-leiðangur eins af aðaleigendum blaðsins. Þessa dagana er blaðið að ræða við fólk úr atvinnulífinu fyrir jólavertíðina. Meðal helstu áhugamála blaðsins virðist vera þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald ESB-viðræðna.

Lítill hluti forsvarsmanna í viðskiptalífinu hér á landi virðist ekki sætta sig við það að ríkisstjórn landsins hefur ákveðið að hætta ESB-viðræðum, enda hafa stjórnarflokkarnir það á stefnuskrá sinni að halda Íslandi utan ESB.

Þessi litli hópur hefur verið duglegur við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á ráðstefnum tiltekinna fyrirtækja og í fjölmiðlagluggum á borð við í Vikulokin, Spegilinn og Á Sprengisandi.

Nýjasta útspilið er jólablað Frjálsrar verslunar. Þar verða, samkvæmt heimildum, viðtöl við helstu forsvarsmenn í íslensku atvinnulífi. Og hvað lætur Benedikt Jóhannesson blaðamanninn spyrja um? Jú, um afstöðu til mögulegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna og um afstöðu til krónunnnar. En vonandi hafa þó forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja tækifæri til þess að koma fleiri og brýnni málum á framfæri við lesendur blaðsins. Sjáum til.


Þjóðverjar eiga mesta sök á vandræðum evrusvæðisins

evrNú eru æ fleiri að beina sjónum sínum að því að grunnvandi evrusvæðisins stafi frá aðhaldssamri efnahagsstefnu Þjóðverja sem eru enn í hræðslukasti vegna óðaverðbólgu millistríðsáranna. Fyrir vikið eiga Þjóðverjar heimsmet í viðskiptaafgangi og safna miklum eignum á kostnað granna sinna sem verða undir í samkeppninni á útflutningsmarkaði og safna gífurlegum skuldum. Þjóðverjar mega hins vegar ekki heyra minnst á neinar lagfæringar á stöðunni.

Þetta kemur fram í tveimur greinum í Morgunblaðinu í dag. Í annarri þeirra fer blaðamaðurinn Hörður Ægisson yfir helstu sögulegu og hagfræðilegu rökin í málinu. Hann segir meðal annars:

Öllu flóknara getur reynst að átta sig á því að hinar raunverulegu orsakir vandans er að finna í sjálfu myntbandalaginu sem framkallaði gríðarlega skekkju á greiðslujöfnuði milli aðildarríkja evrunnar - og þar ber lánveitandinn (Þýskaland) ekki síður sök en skuldunautarnir (jaðarríki evrunnar). Ekki verður séð að helstu stefnusmiðir evrusvæðisins, fyrst og fremst í Berlín, hafi á þessu mikinn skilning. Þess í stað hefur nánast allur kostnaður af því að leiðrétta  hið djúpstæða ójafnvægi á evrópska myntbandalaginu verið borinn á herðum jaðarríkjanna með umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum. Afleiðingarnar hafa verið fyrirsjáanlegar.

Karl Blöndal blaðamaður Morgunblaðsins skrifar einnig fréttaskýringu um hliðstætt efni í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að vaxandi vilji sé fyrir því að Þjóðverjar beisli útflutning sinn. Þýskir útflytjendur bergðist hins vegar hart við öllu slíku.


Hver er Ormur ráðgjafi í ráðuneytinu?

ormurRáðuneytin eru stundum eins og afmarkað ríki í ríkinu. Sérstaklega á það við um utanríkisráðuneytið. Þar hefur verið rekin ESB-aðildarstefna í áratugi með litlum hléum. Ráðandi embættismannahópur fer sínu fram hægt og bítandi á bak við tjöldin.

Embættismenn utanríkisráðuneytisins vilja flestir fá að vera við háborð ESB-embættismannanna og sitja þar að sömu veigum og þeir. Ráðherrar koma og fara líkt og Jim Hacker. Humphrey Appleby situr áfram, jánkar ráðherranum en ekki mikið meira, því hann veit að ráðherrann staldrar stutt við.

ESB-ráðgjöfunum leið vel á tímum Jóns Baldvins, Halldórs og Össurar. Á öðrum tímum hafa þeir þurft að draga sig örlítið inn í skelina. Lýðræðið nær ekki lengra en það.

Núverandi  ríkisstjórn hefur skýra stefnu um að hætta viðræðunum við ESB og að Ísland haldi sig utan sambandsins. Þrátt fyrir það er því haldið fram að ESB-utanríkisþjónustan malli hljóðlega áfram í skúmaskotum ráðuneytisins og sendiráðum.

Núverandi utanríkisráðherra hefur verið skeleggur framkvæmdamaður þeirrar  stefnu að ESB-viðræðunum verði hætt og að Ísland verði utan ESB. En hefur hann ráðuneytið með sér? Hver er hinn langi Ormur ráðgjafi sem stýrir upplýsingamiðlun innan ráðuneytisins til ráðherrans og reynir að setja mark sitt á framkvæmdina.

Humprey Appleby er víða að finna.


Smámynt hent í Íslandsvininn Paul Thompson

Íslandsvinurinn Paul Thompson, Daninn sem var fulltrúi AGS þegar Íslendingar tóku upp samstarf við sjóðinn, fékk heldur óblíðar móttökur í Aþenu í gær. Lögreglunni tókst að forða honum inn í bíl þegar reiður mótmælandi henti í hann skæðadrífu smámyntar - sjálfsagt einhverjum evrum.

Evrópuvaktin skýrir frá þessu. Hún segir svo frá:

Aþena: „Hypjið ykkur! Og takið björgunaraðgerðir með“-hrópuðu mótmælendur að fulltrúum ESB/AGS/SE

Veitzt að Poul Thomsen og hent í hann smámynt-Allsherjarverkfall í dag

 

6. nóvember 2013 klukkan 10:19

Til harðra átaka kom í Aþenu í gær fyrir framan fjármálaráðuneytið, þegar mótmælendur gerðu aðsúg að fulltrúum Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem þar voru á ferð. Mótmælendur komu í veg fyrir að þeir gætu yfirgefið ráðuneytið. Daninn Poul Thomsen, sem Íslendingar þekkja frá heimsóknum hans hingað varð að forða sér þegar maður henti í hann smámynt. Lögreglan hjálpaði Thomsen að komast inn í bíl en maðurinn var handtekinn.

Reiðir mótmælendur hrópuðu að gestunum: Hypjið ykkur og takið björgunaraðgerðir ykkar með. Óeirðalögregla var kölluð á staðinn til að halda aftur af mannfjöldanum. Síðar í gær var fulltrúunum komið út úr byggingunni baka til þar sem mótmælendur stóðu vörð fyrir utan aðalinngang.

Margir mótmælenda sögðu við blaðamenn að þeir hefðu orðið fyrir barðinu á uppsögnum opinberra starfsmanna sem þríeykið ESB/AGS/SE hefði krafizt.

Í frétt Guardian um málið segir að Grikkir hafi tapað um 40% af ráðstöfunartekjum sínum frá því að kreppan skall á.

Í dag, miðvikudag eru skólar í Grikklandi lokaðir og truflun hefur orðið á flugumferð vegna allsherjarverkfalls, sem stendur í 24 tíma og er kallað til í því skyni að mótmæla því aðhaldi sem erlendir lánardrottnar Grikkja hafa krafizt.

Í yfirlýsingu frá hafnarverkamönnum segir: „Líf verkamanna, lífeyrisþega og atvinnulausra er martröð.“

Búizt er við þúsundum manna á Syntagma-torgi síðar í dag, þar sem verður mótmælafundur að því er fram kemur á gríska vefmiðlinum ekathimerini.


Barroso stefnir að miðstýrðum bandaríkjum Evrópu

Enn eina ferðina er Barroso, aðalframkvæmdastjóri Evrópusambandsins, að viðra hugmyndir sínar um nánari samruna og miðstýringu ESB. Hann vill stefna að pólitískum bandaríkjum Evrópu.

Í slíku sambandi er lítið svigrúm fyrir einstök ríki, allra síst þau minnstu. Nú þegar eru það Þjóðverjar og að einhverju leyti Frakkar og Bretar sem mestu ráða um ferðina. Allar fréttir bera það glöggt með sér. Í miðstýrðu bandalagi hefðu smáþjóðirnar lítið vægi.


mbl.is ESB færist nær „pólitísku bandalagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagvöxtur minni í ESB en vænst var

eurobrokenGert er ráð fyrir að samdráttur verði 0,4% á þessu ári á evrusvæðinu, enda hefur hið mikla atvinnuleysi lítið breyst og er við 12% að jafnaði. Á næsta ári er nú gert ráð fyrir minni hagvexti en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 1,1%.

Mbl.is greinir frá þessu, samanber viðhengda frétt.

Þar segir:

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og spáir nú 1,1% hagvexti á evrusvæðinu árið 2014.

Í haustspá sinni, sem framkvæmdastjórnin birti í morgun, segir að 0,4% samdráttur verði á evrusvæðinu á þessu ári, sem er þó minni samdráttur en í fyrra, og að hagvöxturinn taki við sér á næsta ári. Reyndar hafði hún áður spáð 1,4% hagvexti árið 2014 en hefur nú lækkað spá sína í 1,1%.

Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórninni segir að ástandið fari batnandi og að horfur séu á hægum bata. Hins vegar sé mikilvægt að dregið verði markvisst úr skuldabyrði evruríkjanna, sem sé enn of mikil.

Olli Rehn, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins, segir að það versta sé afstaðið í Evrópu. „En það er of snemmt að lýsa yfir sigri: atvinnuleysi er enn of hátt. Þess vegna verðum við að halda áfram að reyna að koma evrópska hagkerfinu í gang.“

Hagvaxtarspá fyrir bæði Frakkland og Spán lækkaði umtalsvert. Nú er spáð 0,9% hagvexti í Frakklandi en ekki 1,1% eins og áður og er aðeins gert ráð fyrir 0,5% hagvexti á Spáni, ekki 0,9%.

Þá er gert ráð fyrir að hagvöxtur taki loks við sér í Grikklandi og Portúgal. Spáð er 0,6% hagvexti í Grikklandi á næsta ári og 2,9% vexti árið 2015. Betri tíð bíður Portúgala, ef marka má spá framkvæmdastjórnarinnar, en þar er spáð 0,8% hagvexti. Portúgalar hafa

 þurft að þola samdrátt undanfarin fjögur ár.  

Til viðbótar má bæta við texta af vef Viðskiptablaðsins. Þar segir:

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal fjallar um málið og hefur upp úr skýrslu OECD að helsta ástæðan fyrir þessum mun á milli Bandaríkjanna og evrusvæðisins þær aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir sem ráðist var í á evrusvæðinu. Skattahækkanir og frysting launagreiðslna hafi komið niður á kaupmætti fólks og aukið samdráttinn meira en í Bandaríkjunum.


mbl.is Hagvaxtarspá lækkuð fyrir Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 698
  • Frá upphafi: 1116910

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 616
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband