Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
Mánudagur, 4. nóvember 2013
Færeyingar verja sig gegn yfirgangi ESB
Færeysk stjórnvöld hafa sent formlega kæru til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins í garð Færeyinga vegna síldveiða þeirra. Aðgerðir ESB tóku gildi í ágúst í sumar en þær fela í sér innflutningabann á síld og makríl frá Færeyjum til ríkja sambandsins og að hafnbann á skip sem flytja slíkar vörur.
Þetta kemur fram í viðhengdri frétt mbl.is. Þar segir einnig:
Færeyskir ráðamenn halda því fram að viðskiptaþvinganir ESB brjóti í báða við sáttmála WTO. Þær byggi ekki á verndarsjónarmiðum heldur virðist tilgangurinn vera að standa vörð um viðskiptalega hagsmuni sambandsins. Ennfremur er minnt á að viðræður standi yfir um skiptingu norsk-íslenska síldarstofnsins.
Haft er eftir Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, að ESB neyti með viðskiptaþvingununum yfirburða sinna gagnvart Færeyjum sem séu efnahagslega mjög háðar fiskveiðum.
Færeyingar kæra ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. nóvember 2013
Karl Þorsteins mælir með krónunni
Víða er að finna meðmæli með sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir Íslendinga og þá jafnframt rök gegn því að Íslendingar gangi í ESB og taki upp evru.
Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Karl Þorsteins, stjórnarformaður Quantum, maður með mikla reynslu af fjármálakerfi og skákfrömuður, að sem betur fer líði að jafnaði 50 til 100 ár á milli alvarlegra fjármálakreppna í heiminum. Þá dragist tekjur saman, eignaverð lækki og ef myntin er sjálfstæð, þá veikist gengi gjaldmiðilsins verulega. Öll einkennin þekkjum við á Íslandi frá árinu 2008.
En það myndast líka botn og síðan viðspyrna því með gengislækkun gjaldmiðilsins bætast samkeppnisskilyrði útflutningsgreina og næstum óháð aðgerðum stjórnvalda vex framleiðslan aftur og hagur almennings batnar.
Þetta segir Karl vel þekkt í fjármálafræðunum.
Þrátt fyrir þetta - og þrátt fyrir þá nauðung sem jaðarþjóðir evrusvæðisins eru í einmitt vegna evrunnar - virðast þeir enn til hér á landi sem telja að það myndi lækna öll mein að taka upp evruna.
Hvað er til ráða svo hægt verði að upplýsa fólkið?
Mánudagur, 4. nóvember 2013
Von á upplýstri umræðu um ESB-málin
Nú er von á því að hægt verði að efna til betur upplýstrar umræðu um ESB-málin en verið hefur að undanförnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sett í gang vinnu við að meta stöðu viðræðnanna í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Jafnframt verður gerð úttekt á þeirri óþægilegu stöðu sem ESB- og evrusamstarfið er komið í.
Utanríkisráðuneytið hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að skrifa skýrslu um þessi atriði.
Það er því von til þess að hægt verði að ræða betur og ítarlegar um þá þrautagöngu sem samstarf ESB- og evruríkjanna hefur verið að undanförnu. Það mun væntanlega auka skilning landsmanna á því að Íslendingar eiga ekkert erindi í þetta samband.
Vinna hafin við ESB-skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. nóvember 2013
Össur og vindmyllubardaginn
365 miðlar birta viðtal við Össur Skarphéðinsson í þríriti þar sem hann rekur nýlega ráðherrareynslu sína. Þar er því lýst hvernig barátta Össurar við að koma Íslandi í ESB hafi verið eins og bardagi Don Kíkóta við vindmyllurnar. Sem sagt gagnslaus barátta.
Með orðum Heimis Más Péturssonar á visir.is:
Á einu ári drífur auðvitað margt á daga utanríkisráðherra sem berst á köflum eins og Don Kíkóti við vindmyllur í tilraunum sínum til að ljúka viðræðum við Evrópusambandið. Það er af mörgu að taka í utanríkismálum eins og málsvörn þjóðarinnar í Icesave-málinu en það skelfur líka flest í pólitíska landslaginu innanlands.
Fréttablaðið birtir einnig úr frásögn Össuar, auk þess sem hún er birt í þættinum Pólitíkin hjá 365-miðlum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. nóvember 2013
Forystumaður samtaka hvetur til lögbrota
Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar benti Jón Bjarnason fyrrverandi landbúnaðarráðherra á þá furðulegu staðreynd að forystumaður samtaka verslunar hér á landi hefur hvatt félagsmenn sína til að brjóta lög með því að flytja inn hrátt kjöt frá Evrópu og Bandaríkjunum.
Það er mjög alvarlegt þegar hvatt er til þess að lög verði brotin. Lög sem kveða á um bann við innflutningi á hráu kjöti eru sett með neytendavernd í huga. Þau eru sett til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Álíka lög um matvæli eru til í öðrum löndum, m.a. í Bandaríkjunum, þar sem mikillar varkárni er gætt til að koma í veg fyrir sjúkdóma við ræktun ávaxta.
Verslunarmenn vilja skiljanlega hafa fleiri krónur í tekjuafgang í sínum rekstri. Í rekstrinum þarf að fara eftir ýmsum lögum og reglum. Það að forystumaður í samtökum verslunarmanna hvetur til þess að félagsmenn í samtökum hans brjóti lög til að auka tekjuafganginn leiðir bara til upplausnar.
Almenningur hér á landi sættir sig hvorki við lögleysu né ábyrgðarleysi í meðferð matvæla.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. nóvember 2013
Ölgerðin ólögleg í ESB!
Svona lævísum ESB-áróðri verður náttúrulega að mótmæla harðlega. Að halda ESB á lofti með þessum hætti er vitaskuld líka kolólöglegt.
Eitt af óskabörnum þjóðarinnar til hundrað ára er þarna komið út á mjög vafasamar og blautkenndar brautir. Egill Skallagrímsson hefði aldrei sætt sig við þetta, enda fór hann í einu og öllu eftir gildandi reglugerðum um meðferð áfengra drykkja, og auglýsingar á þeim, og danglaði bara í menn þegar brýna nauðsyn bar til - og drap bara þá sem voru annaðhvort lítilmótlegir eða leiðinlegir.
Svona lúmskheit Ölgerðarinnar hefðu fyllt Egil sterka hryggð. Hann hefði ekki falið markmiðið svona heldur komið hreint fram, rutt andstæðingunum miskunnarlaust úr vegi, hertekið góss þeirra og stöðu og ríkt eftir það í friði við Óðinn og menn!
Ölgerðin á leið að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 66
- Sl. sólarhring: 522
- Sl. viku: 2573
- Frá upphafi: 1166333
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 2208
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar