Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands rannsakar kreppuna á evrusvæðinu

Seðlabankastjóri evrunnar hefur verulegar áhyggjur af evrukreppunni. En nú hefur ASÍ, SA og fleiri samtök komið honum til bjargar því þau hafa fengið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands til að útskýra þá kreppu sem ríkt hefur á evrusvæðinu síðustu ár.

Mario Draghi hinn ítalski bankastjóri Seðlabanka evrusvæðisins hefur verulegar áhyggjur af allt of mikilli verðhjöðnun á svæðinu. Hann óttast greinilega að eins konar japönsk verðhjöðnun muni há evrusvæðið næstu árin og áratugina. Þess vegna eru stýrivextir á evrusvæðinu nálægt núlli. Það er gert til þess að reyna að koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik og draga úr því gífurlega atvinnuleysi sem þar ríkir.

Hagfræðingar og hagstofnanir í Evrópu eru smám saman að viðurkenna að vandinn felst í evrunni sjálfri, þ.e. því hvernig evrusamstarfið hefur gert Þjóðverjum og fáeinum öðrum þjóðum kleift að ná forskoti í viðskiptum umfram aðrar þjóðir.

Hér á Íslandi eru augu hagfræðinga að opnast fyrir þessu líka. Það er hins vegar spurning hvað stjórnmálafræðingarnir, þ.e. Evrópufræðingarnir, í Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands segja við þessu. Þeim er hins vegar ætlað að gera skýrslu sem meðal annars útskýrir vandræðin í Evrópu.

Það verður spennandi að sjá hvaða skýringar Baldur Þórhallsson kemur með á vandræðum evrunnar  þegar hann skilar skýrslu sinni í vor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 968238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband