Leita í fréttum mbl.is

Sannfæring og verslun í pólitík

Mælingar sem gerðar eru á afstöðu fólks til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið mæla iðulega hversu sterk sannfæringin er fyrir afstöðu viðkomandi. Það er gert með því að gefa svarendum kost á að svara því hvort viðkomandi sé ,,örugglega" eða ,,sennilega" með eða móti aðild.

Í öllum þeim könnunum sem mæla sannfæringuna fyrir afstöðunni eru andstæðingar aðildar með hátt skor í staðfestu sinni en fylgjendur með lágt skor. Umræðan í samfélaginu endurspeglar þennan mun á sannfæringu.  Andstæðingar aðildar eru ákafir í andstöðu sinni þar sem fullveldið og forræði okkar mála er í húfi. ESB-sinnar, á hinn bóginn, vilja ,,sjá hvað er í boði," - þeir spyrja um krónur og aura.

VG stendur fyrir róttæku hefðina í íslenskum stjórnmálum þar sem ekki var spurt um krónur og aura heldur pólitíska sannfæringu. Flokksmenn forvera VG, Alþýðubandalagsins, máttu tíðum sætta sig við skert kjör á atvinnumarkaði vegna stjórnmálaafstöðu sinnar.

VG er flokkur sem stofnaður er á grunni sannfæringar. Þegar flokkforystan selur sannfæringuna í stórpólitísku deilumáli eru aðeins krónur og aurar eftir. Og hver nennir að leggja VG lið upp á peninga?


mbl.is „Subbulegar alhæfingar“ í ræðu Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband