Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Erna og 16-júlí rök Svandísar

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur skrifar hörkugrein í Morgunblaðið í dag um þær veiku stoðir sem ESB-umsókn Íslands hvílir á. Hún rifjar m.a. upp ,,rökstuðning" þingmanna VG 16. júlí 2009 þegar þeir greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu Össurar utanríkis að sækja um aðild. Erna tilfærir orð Svandísar umhverfisráðherra Svarsdóttur. Gefum Ernu orðið

En á hverju er svo sem von þegar atkvæði greidd þingsályktun um að sækja um aðild að ESB voru rökstudd eins og t.d. Svandís Svavarsdóttir gerði þann 16. júlí 2009.

»Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.

Ég hef þá sannfæringu að Evrópusambandið snúist um forréttindi Vesturlanda umfram fátækustu ríki heims og það orki tvímælis að keppast við að koma okkur í slíkan félagsskap nú þegar fátæktin í heiminum verður sífellt alvarlegri og leiðrétting á misskiptingunni sífellt meira aðkallandi.

Ég hef þá sannfæringu að Evrópusambandið snúist um hagsmuni á forsendum 20. aldarinnar en ekki þeirrar 21. Ég hef líka sannfæringu fyrir því að það séu breyttir tímar á Íslandi. Ég hef þá sannfæringu að í svo stóru máli eigi almenningur allur milliliðalaust (Forseti hringir.) að fá aðkomu að aðildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins og segi já.«

Erna spyr réttilega hvort ESB-umsóknin geti hvílt á jafn veikum stoðum og þessu. Erna telur að það hafi ekki verið yfirvegað mat á langtímahagsmunum Íslendinga sem réð því að ESB-umsóknin var send til  Brussel heldur skammtímahagsmunir í innanlandsstjórnmálum.


Grikkland og óafturkræf evra

Leiðtogar Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu leggja nótt við dag að sannfæra alþjóð um að evran sé óafturkræfur veruleiki - evrunni verði bjargað hvað sem það kostar. Yfirbragð yfirlýsinganna gefur til kynna að öllu evru-samstarfinu, þ.e. ríkjunum 17 sem búa við sameiginlega gjaldmiðilinn, verði bjargað.

Á hinn bóginn er stöðug umræða um hvort Grikkjum sé viðbjargandi. Á næstu dögum kemur verður formlega tilkynnt að tveir björgunarpakkar og 100 milljarða evru afskriftir hafa ekki dugað Grikkjum; þeir verði að fá þriðja björgunarpakkann.

Ráðamenn í Evrópu segja að það sé vel framkvæmalegt að Grikkir yfirgefi evru-samstarfið. Þó nú væri, Grikkir eru jú smáþjóð upp á tíu milljónir og efnahagskerfi þeirra skiptir engu máli í evrópsku samhengi.

En fari svo að Grikkir yfirgefi evru-svæðið er búið að afhjúpa sem blekkingu yfirlýsingar um að evran sé óafturkræf. Þar liggur hundurinn grafinn.


mbl.is Tekur stöðu gegn evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking afturkallaði ESB-málið 2003 og 2007

Samfylkingin var með ESB-umsókn á stefnuskrá sinni í kosningunum 2003 og 2007. Í báðum tilvikum lagði forysta flokksins ESB-málið til hliðar í kosningabaráttunni sjálfri með þeim rökum að enginn annar stjórnmálaflokkur vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu og því væri sjálfhætt með málið.

Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Geir H. Haarde vorið 2007. Umsókn um aðild að ESB var ekki á dagskrá þeirrar ríkisstjórnar.

Þegar Samfylkingin gekk til kosninga 2009 var ESB-umsókn enn á stefnuskrá flokksins. Í taugaveiklun eftir-hrunsins tókst Samfylkingunni að brjóta nægilega stóran hluta þingflokks VG til að samþykkja stuðning við ESB-umsókn og gengu þau svik fram 16. júlí 2009.

Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur vaxið eftir því sem umræðunni hefur fleygt fram. Úti í þjóðfélaginu, meðal hagsmunasamtaka og almennings er enginn virkur stuðningur við aðildarumsóknina.

Fótgönguliðar Samfylkingarvekja athygli á því að ESB-umsóknin er  myllusteinn um háls ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þegar skýr fordæmi eru fyrir því að Samfylkingin taki mark á pólitískri stöðu ESB-málsins meðal þjóðarinnar er eiginlega óskiljanlegt hvers vegna heilbrigð skynsemi er ekki látin ráða og ESB-umsóknin afturkölluð.


Evru-herbergi bókað á brennandi ESB-hóteli

Af þeim 27 þjóðum sem eru í Evrópusambandinu búa 17 við evruna sem er að ríða evrópskri samstöðu á slig. Þær þjóðir sem eru svo lánsamar að standa utan evru-samstarfsins prísa sig sælar: Bretland, Danmörk, Pólland og Svíþjóð snerta ekki á evrunni nema með töngum.

Samkvæmt trúnaðarmanni Össurar utanríkis, Þorsteinn Pálsson, samþykkti ríkisstjórnin án fyrirvara að taka upp evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið.

Dómgreindarleysi vinstristjórnarinnar í Evrópumálum nær nýjum hæðum með því að gera ekki sterka fyrirvara um aðild að evru-samstarfi sem er í upplausn.

Ráðherrar í evru-ríkjunum ræða opinskátt um að samstarfið gæti liðið undir lok. Íslensku ráðherrarnir eru aftur svo rænulausir um þjóðarhag að þeir bóka Íslandi evru-herbergi á brennandi ESB-hóteli.


mbl.is Evran samþykkt fyrirvaralaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvinguð leikjaröð VG í ESB-málinu

Ef VG afturkallar ekki ESB-umsóknina núna jafngildir það stuðningi við umsóknina á næsta kjörtímabili - að því gefnu að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að leggja verk sín sameiginlega fyrir kjósendur.

Það er enginn millileikur í boði fyrir VG. Annað hvort tekur flokkurinn afstöðu samkvæmt skýrum og afdráttarlausum flokkssamþykktum um að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan eða að flokkurinn samþykki aðildarstefnu Samfylkingar.

Hótun Samfylkingar um að slíta stjórnarsamstarfinu kortéri fyrir kosningar er léttvæg. Á bakvið hótunina er hins vegar sá blákaldi veruleiki að vegna ESB-umsóknarinnar er óhugsandi að báðir stjórnarflokkarnir gangi heilir til skógar á kosningavetri.


mbl.is Formaður VG íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsókn er samfylkingarkredda, segir VG

ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins er án pólitísks stuðnings. Það kemur æ betur í ljós að Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill hvað sem tautar og raular halda áfram vegferðinni til Brussel.

Ályktun stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík í gær um kreddufestu Samfylkingar í Evrópumálum er enn ein staðfesting á einangrun flokks utanríkisráðherra. Allir aðrir stjórnmálaflokkar eru með flokkssamþykktir um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. 

Embættismenn í þjónustu utanríkisráðuneytisins bera sig aumlega vegna skorts á pólitískri samstöðu. Þorsteinn Gunnarsson, varaformaður samninganefndar ráðuneytisins, kvartaði undan pólitísku óeiningunni sem umlykur umsóknina.  

ESB-umsóknin er einangruð á flokkskrifstofu Samfylkingarinnar og útibúa flokksins í stjórnarráðinu.


mbl.is Segja Samfylkingu þverskallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsókn: ekki pólitík heldur umræðuflótti

ESB-umsóknin var keyrð áfram þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrun. Annar hrunflokkanna, Samfylkingin, stóð á bensíngjöfinni til að komast hjá umræðu um aðild sína að hruninu.

ESB-sinninn Þorsteinn Pálsson vekur athygli á algjörum skorti á pólitískri forystu fyrir ESB-umsókninni.

ESB-umsóknin byggir ekki á pólitík heldur er hún flótti frá umræðunni


Árni Páll skilur hvorki Rehn né Füle

Árni Páll Árnason vill verða formaður Samfylkingarinnar. Samt ætlar hann ekki að skilja einföldustu atriði varðandi Evrópumál þótt það sé reynt að stafa þau ofan í hann. Árni Páll talar enn eins og það sé hægt að ganga til óskuldbindandi viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er einfaldlega ekki í boði.

Aðlögun er eina leiðin inn í Evrópusambandið. Olli Rehn þáverandi stækkunarstjóri gaf út árið 2007 samantekt á skilyrðum sem umsóknarríki þurfa að sæta við inngöngu. Þar segir á bls. 6

First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Þetta er sem sagt útgáfa sem kemur út tveim árum áður en Samfylkingin fíflaði VG að samþykkja umsókn á alþingi Íslendinga sumarið 2009. Hér kemur skýrt fram að umsóknarríki eru ekki í samningaviðræðum við ESB í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Umsóknarríkin eru í aðlögunarferli þar sem þau taka jafnt og þétt upp reglubákn sambandsins. Tveim árum síðar er Stefan Füle orðinn stækkunarstjóri. Hann gefur út sömu útgáfu uppfærða sumarið 2011. Hér er sagt á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Hér er svotil nákvæmlega sama orðalagið nema að reglubákn ESB hefur stækkað úr 90 þúsund blaðsíðum í 100 þúsund.

Árni Páll lætur enn eins og hægt sé að skoða hvað er í pakkanum þó að honum sé ítrekað bent á að sú leið er einfaldlega ekki í boði. Og hver er þá vitlaus, Árni Páll Árnason?


mbl.is Vitlausasta hugmyndin að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapphlaupið frá ESB-umsókninni

Málsmetandi samfylkingarmenn eins og Stefán Ólafsson eru komnir í kapphlaup við svikula þingmenn Vinstri grænna um að komast sem lengst frá ESB-umsókninni áður en kosningar skella á.

Um helgina hófst stórflótti ESB-sinna frá umboðslausu ESB-umsókninni sem fyrir þrem árum var send til Brussel í bullandi ágreiningi á alþingi og í mótstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar.

ESB-umsóknin er haldbesta verkfærið til að berja niður fylgi stjórnarflokkanna. Skiljanlega eru þeir á flótta.


mbl.is „Snögg en skynsamleg u-beygja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líruvæðing evrunnar

Gjaldmiðill Ítalíu hét líra fyrir daga evrunnar. Alla 20stu öldina var líran leiksoppur ítalskra stjórnmála og brann upp að verðgildi hraðar en íslenska verðbólgan þegar hún lét verst.

Þjóðverjar óttast að með ítalskan bankastjóra Seðalabanka Evrópu, Maria Draghi, og forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, sem leiðtoga Suður-Evrópu verði evran líruvædd.

Þess vegna leggja æ fleiri þýskir stjórnmálamenn það til að þjóðaratkvæði verði í Þýskalandi um aukinn samruna Evrópusambandsins vegna evru-kreppunnar. Þeir vita að Þjóðverjar munu fella allar tillögur er grafa undan þýskum stöðugleika.


mbl.is Rangt að kaupa skuldir Ítalíu og Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 175
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 1116777

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband