Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Erna og 16-júlí rök Svandísar

Erna Bjarnadóttir hagfrćđingur skrifar hörkugrein í Morgunblađiđ í dag um ţćr veiku stođir sem ESB-umsókn Íslands hvílir á. Hún rifjar m.a. upp ,,rökstuđning" ţingmanna VG 16. júlí 2009 ţegar ţeir greiddu atkvćđi međ ţingsályktunartillögu Össurar utanríkis ađ sćkja um ađild. Erna tilfćrir orđ Svandísar umhverfisráđherra Svarsdóttur. Gefum Ernu orđiđ

En á hverju er svo sem von ţegar atkvćđi greidd ţingsályktun um ađ sćkja um ađild ađ ESB voru rökstudd eins og t.d. Svandís Svavarsdóttir gerđi ţann 16. júlí 2009.

»Frú forseti. Ég hef ţá sannfćringu ađ Íslandi sé betur borgiđ utan Evrópusambandsins en innan ţess. Ég hef ţá sannfćringu ađ bandalagiđ sé á krossgötum eins og heimurinn allur og ţurfi á endurmati ađ halda. Ţar ţurfi ađ efast um mćlikvarđa, grundvöll og forsendur ţess samfélags sem viđ höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef ţá sannfćringu ađ lýđrćđiđ sé fyrir borđ boriđ í Evrópusambandinu vegna ţess ađ valdiđ er of langt frá fólkinu. Ég hef ţá sannfćringu ađ markmiđ Evrópusambandsins sé ađ verđa stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstćđur gerandi í stríđi á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernađarbandalag vćri ađ rćđa.

Ég hef ţá sannfćringu ađ Evrópusambandiđ snúist um forréttindi Vesturlanda umfram fátćkustu ríki heims og ţađ orki tvímćlis ađ keppast viđ ađ koma okkur í slíkan félagsskap nú ţegar fátćktin í heiminum verđur sífellt alvarlegri og leiđrétting á misskiptingunni sífellt meira ađkallandi.

Ég hef ţá sannfćringu ađ Evrópusambandiđ snúist um hagsmuni á forsendum 20. aldarinnar en ekki ţeirrar 21. Ég hef líka sannfćringu fyrir ţví ađ ţađ séu breyttir tímar á Íslandi. Ég hef ţá sannfćringu ađ í svo stóru máli eigi almenningur allur milliliđalaust (Forseti hringir.) ađ fá ađkomu ađ ađildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins og segi já.«

Erna spyr réttilega hvort ESB-umsóknin geti hvílt á jafn veikum stođum og ţessu. Erna telur ađ ţađ hafi ekki veriđ yfirvegađ mat á langtímahagsmunum Íslendinga sem réđ ţví ađ ESB-umsóknin var send til  Brussel heldur skammtímahagsmunir í innanlandsstjórnmálum.


Grikkland og óafturkrćf evra

Leiđtogar Evrópusambandsins og Seđlabanka Evrópu leggja nótt viđ dag ađ sannfćra alţjóđ um ađ evran sé óafturkrćfur veruleiki - evrunni verđi bjargađ hvađ sem ţađ kostar. Yfirbragđ yfirlýsinganna gefur til kynna ađ öllu evru-samstarfinu, ţ.e. ríkjunum 17 sem búa viđ sameiginlega gjaldmiđilinn, verđi bjargađ.

Á hinn bóginn er stöđug umrćđa um hvort Grikkjum sé viđbjargandi. Á nćstu dögum kemur verđur formlega tilkynnt ađ tveir björgunarpakkar og 100 milljarđa evru afskriftir hafa ekki dugađ Grikkjum; ţeir verđi ađ fá ţriđja björgunarpakkann.

Ráđamenn í Evrópu segja ađ ţađ sé vel framkvćmalegt ađ Grikkir yfirgefi evru-samstarfiđ. Ţó nú vćri, Grikkir eru jú smáţjóđ upp á tíu milljónir og efnahagskerfi ţeirra skiptir engu máli í evrópsku samhengi.

En fari svo ađ Grikkir yfirgefi evru-svćđiđ er búiđ ađ afhjúpa sem blekkingu yfirlýsingar um ađ evran sé óafturkrćf. Ţar liggur hundurinn grafinn.


mbl.is Tekur stöđu gegn evrunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylking afturkallađi ESB-máliđ 2003 og 2007

Samfylkingin var međ ESB-umsókn á stefnuskrá sinni í kosningunum 2003 og 2007. Í báđum tilvikum lagđi forysta flokksins ESB-máliđ til hliđar í kosningabaráttunni sjálfri međ ţeim rökum ađ enginn annar stjórnmálaflokkur vildi sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu og ţví vćri sjálfhćtt međ máliđ.

Samfylkingin myndađi ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokknum undir forystu Geir H. Haarde voriđ 2007. Umsókn um ađild ađ ESB var ekki á dagskrá ţeirrar ríkisstjórnar.

Ţegar Samfylkingin gekk til kosninga 2009 var ESB-umsókn enn á stefnuskrá flokksins. Í taugaveiklun eftir-hrunsins tókst Samfylkingunni ađ brjóta nćgilega stóran hluta ţingflokks VG til ađ samţykkja stuđning viđ ESB-umsókn og gengu ţau svik fram 16. júlí 2009.

Andstađan viđ ađild Íslands ađ Evrópusambandinu hefur vaxiđ eftir ţví sem umrćđunni hefur fleygt fram. Úti í ţjóđfélaginu, međal hagsmunasamtaka og almennings er enginn virkur stuđningur viđ ađildarumsóknina.

Fótgönguliđar Samfylkingarvekja athygli á ţví ađ ESB-umsóknin er  myllusteinn um háls ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur.

Ţegar skýr fordćmi eru fyrir ţví ađ Samfylkingin taki mark á pólitískri stöđu ESB-málsins međal ţjóđarinnar er eiginlega óskiljanlegt hvers vegna heilbrigđ skynsemi er ekki látin ráđa og ESB-umsóknin afturkölluđ.


Evru-herbergi bókađ á brennandi ESB-hóteli

Af ţeim 27 ţjóđum sem eru í Evrópusambandinu búa 17 viđ evruna sem er ađ ríđa evrópskri samstöđu á slig. Ţćr ţjóđir sem eru svo lánsamar ađ standa utan evru-samstarfsins prísa sig sćlar: Bretland, Danmörk, Pólland og Svíţjóđ snerta ekki á evrunni nema međ töngum.

Samkvćmt trúnađarmanni Össurar utanríkis, Ţorsteinn Pálsson, samţykkti ríkisstjórnin án fyrirvara ađ taka upp evru samhliđa inngöngu í Evrópusambandiđ.

Dómgreindarleysi vinstristjórnarinnar í Evrópumálum nćr nýjum hćđum međ ţví ađ gera ekki sterka fyrirvara um ađild ađ evru-samstarfi sem er í upplausn.

Ráđherrar í evru-ríkjunum rćđa opinskátt um ađ samstarfiđ gćti liđiđ undir lok. Íslensku ráđherrarnir eru aftur svo rćnulausir um ţjóđarhag ađ ţeir bóka Íslandi evru-herbergi á brennandi ESB-hóteli.


mbl.is Evran samţykkt fyrirvaralaust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţvinguđ leikjaröđ VG í ESB-málinu

Ef VG afturkallar ekki ESB-umsóknina núna jafngildir ţađ stuđningi viđ umsóknina á nćsta kjörtímabili - ađ ţví gefnu ađ ríkisstjórnarflokkarnir ćtli ađ leggja verk sín sameiginlega fyrir kjósendur.

Ţađ er enginn millileikur í bođi fyrir VG. Annađ hvort tekur flokkurinn afstöđu samkvćmt skýrum og afdráttarlausum flokkssamţykktum um ađ Íslandi sé betur borgiđ utan ESB en innan eđa ađ flokkurinn samţykki ađildarstefnu Samfylkingar.

Hótun Samfylkingar um ađ slíta stjórnarsamstarfinu kortéri fyrir kosningar er léttvćg. Á bakviđ hótunina er hins vegar sá blákaldi veruleiki ađ vegna ESB-umsóknarinnar er óhugsandi ađ báđir stjórnarflokkarnir gangi heilir til skógar á kosningavetri.


mbl.is Formađur VG íhugi stöđu sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB-umsókn er samfylkingarkredda, segir VG

ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins er án pólitísks stuđnings. Ţađ kemur ć betur í ljós ađ Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill hvađ sem tautar og raular halda áfram vegferđinni til Brussel.

Ályktun stjórnar Vinstri grćnna í Reykjavík í gćr um kreddufestu Samfylkingar í Evrópumálum er enn ein stađfesting á einangrun flokks utanríkisráđherra. Allir ađrir stjórnmálaflokkar eru međ flokkssamţykktir um ađ hagsmunum Íslands sé betur borgiđ utan Evrópusambandsins en innan ţess. 

Embćttismenn í ţjónustu utanríkisráđuneytisins bera sig aumlega vegna skorts á pólitískri samstöđu. Ţorsteinn Gunnarsson, varaformađur samninganefndar ráđuneytisins, kvartađi undan pólitísku óeiningunni sem umlykur umsóknina.  

ESB-umsóknin er einangruđ á flokkskrifstofu Samfylkingarinnar og útibúa flokksins í stjórnarráđinu.


mbl.is Segja Samfylkingu ţverskallast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB-umsókn: ekki pólitík heldur umrćđuflótti

ESB-umsóknin var keyrđ áfram ţegar ţjóđin var í taugaáfalli eftir hrun. Annar hrunflokkanna, Samfylkingin, stóđ á bensíngjöfinni til ađ komast hjá umrćđu um ađild sína ađ hruninu.

ESB-sinninn Ţorsteinn Pálsson vekur athygli á algjörum skorti á pólitískri forystu fyrir ESB-umsókninni.

ESB-umsóknin byggir ekki á pólitík heldur er hún flótti frá umrćđunni


Árni Páll skilur hvorki Rehn né Füle

Árni Páll Árnason vill verđa formađur Samfylkingarinnar. Samt ćtlar hann ekki ađ skilja einföldustu atriđi varđandi Evrópumál ţótt ţađ sé reynt ađ stafa ţau ofan í hann. Árni Páll talar enn eins og ţađ sé hćgt ađ ganga til óskuldbindandi viđrćđna viđ Evrópusambandiđ um ađild. Ţađ er einfaldlega ekki í bođi.

Ađlögun er eina leiđin inn í Evrópusambandiđ. Olli Rehn ţáverandi stćkkunarstjóri gaf út áriđ 2007 samantekt á skilyrđum sem umsóknarríki ţurfa ađ sćta viđ inngöngu. Ţar segir á bls. 6

First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Ţetta er sem sagt útgáfa sem kemur út tveim árum áđur en Samfylkingin fíflađi VG ađ samţykkja umsókn á alţingi Íslendinga sumariđ 2009. Hér kemur skýrt fram ađ umsóknarríki eru ekki í samningaviđrćđum viđ ESB í neinum venjulegum skilningi ţess orđs. Umsóknarríkin eru í ađlögunarferli ţar sem ţau taka jafnt og ţétt upp reglubákn sambandsins. Tveim árum síđar er Stefan Füle orđinn stćkkunarstjóri. Hann gefur út sömu útgáfu uppfćrđa sumariđ 2011. Hér er sagt á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Hér er svotil nákvćmlega sama orđalagiđ nema ađ reglubákn ESB hefur stćkkađ úr 90 ţúsund blađsíđum í 100 ţúsund.

Árni Páll lćtur enn eins og hćgt sé ađ skođa hvađ er í pakkanum ţó ađ honum sé ítrekađ bent á ađ sú leiđ er einfaldlega ekki í bođi. Og hver er ţá vitlaus, Árni Páll Árnason?


mbl.is Vitlausasta hugmyndin ađ hćtta viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kapphlaupiđ frá ESB-umsókninni

Málsmetandi samfylkingarmenn eins og Stefán Ólafsson eru komnir í kapphlaup viđ svikula ţingmenn Vinstri grćnna um ađ komast sem lengst frá ESB-umsókninni áđur en kosningar skella á.

Um helgina hófst stórflótti ESB-sinna frá umbođslausu ESB-umsókninni sem fyrir ţrem árum var send til Brussel í bullandi ágreiningi á alţingi og í mótstöđu viđ vilja meirihluta ţjóđarinnar.

ESB-umsóknin er haldbesta verkfćriđ til ađ berja niđur fylgi stjórnarflokkanna. Skiljanlega eru ţeir á flótta.


mbl.is „Snögg en skynsamleg u-beygja“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Líruvćđing evrunnar

Gjaldmiđill Ítalíu hét líra fyrir daga evrunnar. Alla 20stu öldina var líran leiksoppur ítalskra stjórnmála og brann upp ađ verđgildi hrađar en íslenska verđbólgan ţegar hún lét verst.

Ţjóđverjar óttast ađ međ ítalskan bankastjóra Seđalabanka Evrópu, Maria Draghi, og forsćtisráđherra Ítalíu, Mario Monti, sem leiđtoga Suđur-Evrópu verđi evran líruvćdd.

Ţess vegna leggja ć fleiri ţýskir stjórnmálamenn ţađ til ađ ţjóđaratkvćđi verđi í Ţýskalandi um aukinn samruna Evrópusambandsins vegna evru-kreppunnar. Ţeir vita ađ Ţjóđverjar munu fella allar tillögur er grafa undan ţýskum stöđugleika.


mbl.is Rangt ađ kaupa skuldir Ítalíu og Spánar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Feb. 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 38
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 992031

Annađ

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband