Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll skilur hvorki Rehn né Füle

Árni Páll Árnason vill verða formaður Samfylkingarinnar. Samt ætlar hann ekki að skilja einföldustu atriði varðandi Evrópumál þótt það sé reynt að stafa þau ofan í hann. Árni Páll talar enn eins og það sé hægt að ganga til óskuldbindandi viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er einfaldlega ekki í boði.

Aðlögun er eina leiðin inn í Evrópusambandið. Olli Rehn þáverandi stækkunarstjóri gaf út árið 2007 samantekt á skilyrðum sem umsóknarríki þurfa að sæta við inngöngu. Þar segir á bls. 6

First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Þetta er sem sagt útgáfa sem kemur út tveim árum áður en Samfylkingin fíflaði VG að samþykkja umsókn á alþingi Íslendinga sumarið 2009. Hér kemur skýrt fram að umsóknarríki eru ekki í samningaviðræðum við ESB í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Umsóknarríkin eru í aðlögunarferli þar sem þau taka jafnt og þétt upp reglubákn sambandsins. Tveim árum síðar er Stefan Füle orðinn stækkunarstjóri. Hann gefur út sömu útgáfu uppfærða sumarið 2011. Hér er sagt á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Hér er svotil nákvæmlega sama orðalagið nema að reglubákn ESB hefur stækkað úr 90 þúsund blaðsíðum í 100 þúsund.

Árni Páll lætur enn eins og hægt sé að skoða hvað er í pakkanum þó að honum sé ítrekað bent á að sú leið er einfaldlega ekki í boði. Og hver er þá vitlaus, Árni Páll Árnason?


mbl.is Vitlausasta hugmyndin að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 1117722

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband