Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Bretar úr ESB, Ísland inn

Japanski risabankinn Nomura telur vaxandi líkur á brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu í nýrri skýrslu. Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretalands viðraði sömu skoðun fyrir nokkrum dögum.

 Ástæðan fyrir mögulegu brotthvarfi Breta er að evru-ríkin 17 í Evrópusambandinu, sem telur 27 ríki, munu stórauka miðstýringuna á efnahagsmálum með tilheyrandi fullveldisframsali. Eina lausnin til bjargar evrunni er að smíða sterkara stjórnkerfi í kringum myntsamstarfið. Bretar eru ekki með evru og ætlar sér ekki að taka hana upp.

Kröfur um aukið fullveldisframsal til Brussel eru líklegar til að leiða til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðildina að Evrópusambandinu. Og meiri líkur en minni eru að breskur almenningur samþykki brotthvarf úr ESB.

Ísland, á hinn bóginn, er með standandi umsókn um aðild að evru-samstarfinu. Í ljósi aðstæðna er íslenska umsóknin tragí-kómísk.


mbl.is Evran verði tekin upp sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seigtrúa ESB-sinnar

Það er sérstakt að fylgjast með málflutningi þeirra sem enn aðhyllast þá skoðun að rétt sé að Íslendingar gerist aðilar að Evrópusambandinu. Það er eins og þetta fólk, sem virðist annars alveg þokkalega vel upplýst, hafi ekkert lært af þeim hremmingum sem evrusvæðið hefur gengið í gegnum á síðustu árum. Það lætur sem það hafi engu breytt og að allt verði eins og það var áður en evru-kreppan hélt innreið sína.

Það mátti sjá nýlega um það umræðu á vef Evrópusamtakanna þar sem því er haldið fram að það sé heppilegra fyrir neytendur á Íslandi að ganga í Evrópusambandið. Það verður ekki annað skilið af framsetningu af þessu tagi en að ESB-aðildarsinnarnir telji að eðlilegt sé að flokka hagsmuni fólks eftir því
hvort það séu neytendur, launþegar, atvinnulausir eða eitthvað annað. Enginn kemst af án neyslu og því er öll þjóðin neytendur í einhverjum skilningi. Getur verið að ESB-sinnar séu að segja að það sé aðeins hagstæðara fyrir þjóðina að vera hluti af ESB, þ.e. þegar hún er neytandi að þeim tveimur tegundum
neysluflokka sem nefndir eru, þ.e. húsnæði og matvæli (auk neytendaverndar)? Það getur verið ágætt að greina hagsmuni með þessum hætti, en þá verða menn líka að reyna að klára heildardæmið og taka með í reikninginn aðra þætti eins og mögulega atvinnuþróun, sbr. ástandið á evrusvæðinu í þeim efnum.

Málflutningur ESB-sinnanna að þessu leyti er ófullburða. Þeir segja að við aðild að ESB myndu vextir lækka. Þeir sögðu reyndar að við umsókn að ESB myndu vextir lækka, en það er ekkert samhengi á milli vaxtaþróunar og umsóknar um aðild, enda hefur slíkt tal ESB-sinnanna algjörlega þagnað. Þeir virðast heldur ekki gera neinn greinarmun á ESB-aðild og því að taka upp evruna hvað þetta varðar. Ekki að ég teljið það skipta neinu máli úr því sem komið er – en við eðlilegar aðstæður – eins og voru kannski fyrir evru-kreppuna  - hefði slíkt getað skipt máli.

Þetta vaxtatal Evrópusambandsfólksins er trú sem byggð er á sandi eftir þær hremmingar sem evrulöndin hafa gengið í gegnum. Þetta fólk lítur algjörlega framhjá því hvaða þýðingu evrukreppan hefur haft fyrir vaxtaþróun á svæðinu og horfur á fjármagnsmörkuðum í framtíðinni. Vextir hafa farið í hæstu hæðir og vaxtaálög benda til þess að lánveitendur hafi ekki trú á stórum hluta ríkja evrusvæðisins  sem stendur – jafnvel á meðan þau eru hluti af evrusvæðinu. Forkólfar evrunnar eins og Otmar Issing virðast í raun draga sömu ályktun.

Þegar meta á áhrif aðildar verður að horfa vítt á málin. Varla getur það talist hagstætt fyrir þjóðir þegar vextir hafa rokið upp um leið og fjármagn er af skornum skammti og atvinna í lágmarki. Fyrir vikið hafa ríkissjóðir mun minni tekjur en áður – og þeir eiga erfiðara að fá lán til að láta enda ná saman. En ESB-sinnar líta bara framhjá þessu og halda að heimurinn verði fjármálaleg paradís líkt og á uppgangsárunum eftir síðustu aldamót bara ef Íslendingar sækja um aðild að ESB. Framsetning af þessu tagi er ekki einungis flónska. Hún er óheiðarleg.

Það er heldur ekki úr vegi að minna þetta fólk á að það eru aðallega þættir á borð við framboð af fjármagni og eftirspurn eftir því sem ráða vöxtum. Þá hefur það sýnt sig að jafnvel innan evrusvæðisins hafa vextir þróast með mjög mismunandi hætti og vextir á lánum til almennra neytenda hafa verið mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum og svæðum þótt millibankavextir séu hinir sömu.

Portúgalskur bóndi fer ekki til Þýskalands til þess að taka lán – hann fer í sinn héraðsbanka. Og við vitum jú hvernig vextir hafa þróast í Portúgal, á Spáni og víðar. Hvorki í Portúgal né á Íslandi verða aðstæður eins og í
Dusseldorf aðeins við það að gengið sé í ESB. Lönd og héruð hafa haft sína sérstöðu, jafnvel innan ESB á sæmilega skikkanlegum tímum fyrir kreppuna. En það sem hrjáir Spánverja, Íra, Ítala og fleiri er fyrst og fremst sú dauðatreyja sem evran hefur sett þau í. Án hennar hefði skuldastaða þessara ríkja án efa verið mun betri og vextir lægri. Saga þessara þjóða síðustu árin ætti að vera okkur Íslendingum víti til að varast. Það er aðeins í augum íslenskra ESB-sinna sem harmsaga þessara þjóða er aðeins undantekningin sem
sannar tilvist evrusæluríkisins. - SJS


Hvenær er land gjaldþrota?

Japan kemst ágætlega af með 200 prósent ríkisskuldir en Argentína varð gjaldþrota með 65 prósent ríkisskuldir. Hvenær er land gjaldþrota, spyr Wolfgang Münchau í Der Spiegel.

Svarið liggur í samhengi skulda, hagvaxtar og skuldaálags annars vegar og hins vegar tiltrú. Japan getur borið 200% opinberar skuldir vegna þess að skuldaálagið er lítið og það er hagvöxtur. Japan er líka með gott orðspor í efnahagsmálum. Argentína varð gjaldþrota vegna þess að vaxtaálagið var orðið himinhátt og alþjóðasamfélagið áleit efnahagskerfið í steik.

Hagfræðin gefur ekki vísindaleg svör um það hvenær ríkisskuldir eru orðnar ósjálfbærar en þegar þær fara yfir 90 prósent af þjóðarframleiðslu er hætta á ferðum.

Hvað Evrópusambandið áhrærir, segir Münchau, er Ítalía gjaldþrota nema annað tveggja gerist; að landið fari úr evru-samstarfinu eða skuldaálagið verði lækkað með sameiginlegri útgáfu evru-skuldabréfa - en það fæli í sér að Þjóðverjar ábyrgðust ítalskar skuldir.


mbl.is Frakkar á leið í samdráttarskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesta og svik - prófkjörin framundan

Fá mál ef nokkur munu hafa meiri áhrif á kjósendur í prófkjörum á næstu mánuðum í öllum flokkum en afstaða frambjóðenda til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna er mikilvægt að þeir, sem hyggjast leita eftir stuðningi flokkssystkina sinna til setu á Alþingi hafi skýra afstöðu í þeim efnum.

Það er ýmislegt, sem hefur gerzt frá siðustu þingkosningum, sem veldur því að þetta er svo mikilvægt. Ásæðan er sú, að stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa haft tilhneigingu til að segja eitt og gera annað, þegar kemur að ESB.

Vinstri hreyfingin-grænt framboð er að sjálfsögðu gleggsta dæmið um þetta. Vitað er að fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kusu VG í þingkosningunum 2009 vegna þess að þeir treystu þeim flokki betur en eigin flokki til þess að standa gegn aðild að ESB.

Frá þeim tíma hefur tvennt gerzt. Annars vegar hafa landsfundir Sjálfstæðisflokks tekið svo skýra afstöðu gegn aðild að ESB að skýrari getur hún ekki verið. Hins vegar hefur VG svikið svo rækilega gefin loforð um andstöðu við aðild að lengra verður ekki gengið í kosningasvikum.

Þeir kjósendur, sem setja andstöðu við aðild á oddinn geta að sjálfsögðu ekki kosið fólk á þing, sem er hlynnt aðild, þótt þeir hinir sömu mundu af öðrum ástæðum gjarnan vilja styðja þá einstaklinga til góðra verka. En spurningin um aðild að ESB er grundvallarspurning um framtíð íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna hljóta kjósendur að víkja til hliðar öðrum álitaefnum og kjósa þá til þingframboðs í prófkjörum, sem þeir treysta til að fylgja andstöðunni við aðild að ESB fast eftir.

Pistillinn hér að ofan er fengin frá Evrópuvaktinni.


10 hættulegustu stjórnmálamenn Evrópu

Þýska tímaritið Der Spiegel er ESB-sinnað og telur evru-kreppuna ógna tilvist Evrópusambandsins. Tímaritið birti myndir yfir tíu hættulegustu stjórnmálamenn Evrópu. Hvöss gagnrýni á evruna og Evrópusambandið er nóg til að komast á listann en ágætt er að vera öfgasinnaður í leiðinni.

Á listanum eru góðkunningar eins og Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu sem ætlar sér endurukomu á ítölsk stjórnmál. Berlusconi höfðar til ESB-fóbíu Ítala og kennir Þjóðverjum um hvernig komið er fyrir atvinnulífinu í landi mafíunnar. Útgáfa  sýndi Merkel kanslara Þýskalnds í nasistabúningi um helgina (þó ekki með svipu - enda óþarfi að æsa karlinn um of).

Leiðtogi franskra þjóðernissinna, Maria Le Pen, er á listanum sem og formaður Sannra Finna, Timo Soini. Íslandsvinurinn Nigel Farage er þarna ásamt þeim hollenska Geert Wilders. Vistrivillingurinn í Grikklandi, Alexis Tsipras, heiðrar listanna fyrir þá sök að hann veðjar á að Evrópusambandið muni aldrei þora að reka Grikki úr evru-samstarfinu.

Tveir Þjóðverjar eru á listanum, hvorugur beinlínis í framlínu þýskra stjórnmálamanna. En kannski þarf að endurskoða listann í ljósi atburða helgarinnar þar sem þýskir stjórnmálamenn gripu til andmæla eftir orð Mario Monti forsætisráðherra í starfsstjórn tæknikrata á Ítalíu um að þjóðþingin ættu að aftengja til að ríkisstjórnin evru-landa gætu einbeitt sér að bjarga gjaldmiðlinum.


Bændur vita sínu viti - hafna ESB

Bændur á Íslandi kynntu sér Evrópusambandið og landbúnaðarkerfi þess í þaula eftir óhappaverkið á alþingi 16. júlí 2009 þegar ESB-umsóknin var samþykkt

. Bændasamtökin leituðu í smiðju fræðimanna og sendu trúnaðarmenn sína til ESB-landa, og stöldruðu einkum við Finnland, til að fá yfirsýn og þekkingu.

Niðurstaða bænda var afgerandi: það þjónar ekki hagsmunum landbúnaðar og landsbyggðar að Ísland gangi í Evrópusambandið.

 


mbl.is Heyrúllur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuhugsjónin ristir grunnt

Evrópusambandið var hannað og búið til í stjórnarráðum sex ríkja eftir seinni heimsstyrjöld. Almenningur kom hvergi nærri. Evran að ákveðin, í meginatriðum, af tveim mönnum; Mitterand Frakklandsforseta og Kohl kanslara Þýskalands. Evran var skiptimyntin fyrir blessun Frakka á sameiningu þýsku ríkjanna eftir fall Berlínarmúrsins.

Almenningur í evru-ríkjunum 17 er ekki beinlínis þrunginn Evrópuhugsjóninni og hefur aldrei verið. Þrátt fyrir sameiginlega mynt og sameiginlegan vinnumarkað er lítið um að fólk flytji búferlum á milli landa.

Mario Monti er útnefndur af Die Welt sem helsti bölsýnismaður evrunnar og Evrópusambandsins. Hann vill að Þjóverjar ábyrgist skuldir Suður-Evrópu. Almenningur á meginlandi Evrópu efnir ekki til mótmælafunda að krefjast ,,meiri" Evrópu til að leysa úr skuldakreppunni. Það ætti að vera hin raunverulega ástæða fyrir bölsýni Monti.


mbl.is Evruvandinn geti sundrað Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suður-Evrópa í efnahagslegu kviksyndi evrunnar

Spánn biður um neyðaraðstoð á næstu dögum og missir þar með efnahagslegt fullveldi sitt til Brussel og Washington, Ítalía er næst á dagskrá. Þar eru kosningar á næsta ári.

Þjóðverjar ganga einnig til kjörstaða á næsta ári að velja sér ríkisstjórn. Það stendur ekki til af hálfu Þjóðverja að arka útí fenið með Suður-Evrópuþjóðunum.

Næsta ár verður úrslitaár fyrir evruna og Evrópusambandið.


mbl.is Lánshæfi 15 ítalskra banka lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-viðræður eru í þykjustunni

Ekkert gerist í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins vegna þess að ríkisstjórn Íslands er ekki með umboð til að aðlaga íslenskt regluverk að kröfum ESB. Umboðið er ekki fyrir hendi þar sem aðildarumsóknin var send til Brussel 2009 til að fá að vita ,,hvað væri í pakkanum."

Evrópusambandið semur ekki tilboð handa umsóknarríkjum heldur ætlast til að umsóknarríki aðlagi sig reglum og lögum sambandsins jafnt og þétt á meðan viðræður standa yfir.

Þær þykjustuviðræður, sem nú standa yfir, eru til marks um öngstrætið sem ESB-umsókn Össurar og Samfylkingar er komin í.

 Flokkshagsmunir Samfylkingar eru að halda umsókninni til streitu á meðan þjóðarhagsmunir eru að afturkalla umsóknina enda var illa að henni staðið.


mbl.is Viðræðurnar skammt á veg komnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsóknin er Icesave í öðru veldi

Ólafur Ragnar Grímsson forseti er með umboð frá þjóðinni sem hvorki aðrir stjórnmálamenn né stjórnmálaflokkar geta státað af. Ólafur Ragnar lagði fyrir dóm þjóðarinnar ákvarðanir sínar um að vísa Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosningu í sumar sökum þess að þjóðin fannst hann standa sig þegar ríkisstjórnin tók flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.

ESB-umsóknin er annað og allvarlegra dæmi þar sem þröngir flokkshagsmunir eins flokks, Samfylkingarinnar, eru ráðandi á kostnað almannahags.

Ef ríkisstjórnin lætur ekki segjast, og afturkallar ESB-umsóknina, verður stjórnin að axla sín skinn og hverfa á braut. Forsetinn getur leyst upp þingið og boðað til kosninga ef forsætisráðherra neitar að horfast í augu við blákaldar pólitískar staðreyndir.


mbl.is Stjórnarskráin ramminn sem hélt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 1116244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 615
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband