Leita í fréttum mbl.is

Björgólfspeningar til Áfram?

Auglýsingar í fjölmiðlum síðustu daga gefa til kynna að Icesave-sinnar gangi að fjármagni vísu. Forsvarsmenn hópsins neita að gefa upp hverjir greiða auglýsingarnar en segjast ætla að gera það eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl. Fjármögnun áróðursherferðarinnar er vekur upp spurningar um hverjir græði helst á því að almenningur samþykkir Icesave-lögin. 

Viðskiptafélagi Björgólfs Björgólfssonar aðaleiganda Landsbankans sáluga, Vilhjálmur Þorsteinsson, er í Icesave-hópnum sem kennir sem við Áfram.  

Óreiðumenn Landsbankans fá aflátsbréf ef skattborgarar ábyrgjast greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga bankans. Bresk lögreglurannsókn á óreiðumönnunum og hvernig þeir fóru með illa fengið fé eru viðbótarrök fyrir því að Íslendingar segi nei við ríkisábyrgðinni þegar Icesave-lögin koma til þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er úti að aka í afstöðu sinni til ríkisábyrgðar á óreiðumönnum. Ríkisstjórnin lét Breta og Hollendinga beygja sig til að ábyrgjast einhliða útgreiðslu þessara ríkja til innistæðueigenda Icesave-reikninganna. Ríkisstjórnirnar í London og Haag stóðu frammi fyrir því að bankakerfi þeirra var komið að hruni í nóvember 2008 og endurgreiðslan var örvænting, sem er skiljanleg en getur aldrei verið á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda.

Rétti tíminn til að ræða við Breta og Hollendinga um endanlegt uppgjör á Icesave-málinu er þegar kurlin eru öll komin til grafar - gjaldþrotaskiptum Landsbanka lokið og niðurstöður sakamála liggja fyrir.

Með því að segja nei 9. apríl er engum dyrum lokað. Já þýddi aftur á móti að skuldasnaran væri komin um háls okkar.  Gerum ekki þau mistök.


mbl.is Bókhaldið lagt fram þegar Icesave-kosningin er búin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2021
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 538
  • Frá upphafi: 997712

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband