Leita í fréttum mbl.is

ESB, Icesave og ástæðan fyrir nei-i

Evrópusambandið er að þróast hratt í átt til þess að verða Bandaríki Evrópu. Þjóð, sem telur 300 þúsund manns hefur minni áhrif í 500 milljóna manna Bandaríkjum Evrópu heldur en Árneshreppur á Ströndum hefur í íslenzkum þjóðmálum.

Evrópusambandið er líka að breytast í varnarbandalag gamalla nýlenduvelda til þess að halda einhverjum áhrifum á heimsvísu frammi fyrir risi nýrra efnahagsvelda í Asíu og Suður-Ameríku. Við höfum verið nýlenda en ekki nýlenduveldi og eigum ekkert erindi í að verja undanhald þeirra.

Evrópusambandinu er stjórnað af 2-3 gömlum stórveldum, sem eru vön að kúga smærri þjóðir. Þær eru nú að kúga Grikki, Íra og Portúgala. Það er ekki eftirsóknarvert hlutskipti fyrir okkur að bætast í þann hóp.

Evrópusambandið hefur áhuga á Íslandi vegna þess, að Ísland mun sitja við borð þjóðanna, sem stjórna umferðinni um Norðurslóðir. Án Íslands hefur Evrópusambandið enga aðkomu að því borði. En gangi Ísland í Evrópusambandið munu ráðamenn í Brussel sitja þar í stað Íslendinga sjálfra, Þess vegna eigum við ekki að ganga í Evrópusambandið.

Og þar að auki missum við formleg yfirráð yfir fiskimiðum okkar og höfum ekki lengur í eigin höndum samningsumboð við aðrar þjóðir um deilistofna á Atlantshafi.

Við undirstrikum líka upphaflegt hlutverk flokks okkar með því að hafna Icesave. Þegar allar umbúðir hafa verið teknar af því deilumáli snýst það um viðleitni gamalla nýlenduvelda til þess að kúga smáþjóð. Frakkar og Þjóðverjar eru um þessar mundir að kúga Íra. Bretar og Hollendingar eru að reyna að kúga okkur Íslendinga.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2022
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 1022845

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband