Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Samfylkingafélagi: hættum við ESB-umsókn

Jón Steinsson hagfræðingur og samfylkingarfélagi leggur til að Samfylkingin hætti við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Jón segir vandséð að Samfylkingin muni ná fram þessu sérmáli enda einangraður og vinafár í aðildarumræðunni.

Jón vill að Samfylkingin fórni ESB-umsókninni fyrir stuðning Vinstri grænna við breytingu á fiskveiðistjórnarkerfinu.

Samfylkingin gæti unnið markaðsverðlaun ársins ef flokknum tekst að selja hálfdauða-umsókn um aðild að Evrópusambandinu og fá eitthvað í staðinn.


Þjóðaratkvæði um afdrif ESB-umsóknar

Ályktun alþingis frá 16. júlí 2009 sem heimilaði samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu var ekki opið umboð fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra til að innlima Ísland í Evrópusambandið. Stofnsáttmálar Evrópusambandsins munu á næstu mánuðum taka breytingum vegna aðgerða til að stemma stigu við efnahagskreppunni. Af hálfu Evrópusambandsins er þess krafist að Ísland samþykki allar þær breytingar fyrirfram sem sambandið gerir á stofnsamþykktum sínum.

Stjórnarskráin takmarkar í 21. grein samningsumboð stjórnvalda við önnur ríki með þessum orðum:

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

 

Í vor lýkur rýnifundum Íslands og Evrópusambandsins sem hafa staðið rúmt ár. Eiginlegar samningaviðræður hefjast að síðsumars eða í haust. 

Í ljósi þess sem er á undan gengið, þ.e. takmarkað umboð stjórnvalda, breytt Evrópusamband og ekki síst ítrekuð andstaða þjóðarinnar og afgerandi ályktanir gegn ESB-aðild á flokksþingum og landsfundum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, er aðeins um tvo kosti að velja fyrir ríkisstjórnina.

Í fyrsta lagi að draga umsóknina tilbaka, eins og þingsályktunartillaga þingmanna þriggja flokka mælir fyrir um. Í öðru lagi að efna til þjóðaratkvæðis um framhaldið en Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem kveðjur á um að spurningin

Á að halda áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?

verði lögð fyrir þjóðina eigi síðar en 1. september í haust.

(Tekið héðan.)


Pólitísk breiðfylking gegn ESB-skatti

Þverpólitískt breiðfylking hefur verið mynduð gegn tilraunum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að lögleiða sam-evrópskan skattstofn. Framkvæmdastjórnin í Brussel vill treysta völd sín á kostnað þjóðríkjanna með því að tryggja sér sjálfstæðan tekjustofn.

Núgildandi fyrirkomulag er að þjóðríkin greiða framlag til Evrópusambandsins sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlögin eru þannig reiknuð að efnaðri ríki sambandsins greiða meira en þau fá tilbaka í formi styrkja en þau fátækari koma út í plús. Ísland myndi greiða meira en landið fengi tilbaka með styrkjum frá framkvæmdastjórninni.

Í sumar mun Evrópusambandið kynna tillögur sínar um sjálfstæðan evrópskan skattstofn sér til handa. Pólitísk breiðfylking undir heitinu No-EU-tax.

 


Umboðslaus ESB-umsókn

Á Evrópuvaktinni vekur Björn Bjarnason athygli á því að Evrópusambandið tekur stórstígum breytingum þessar vikurnar undir forræði Þjóðverja og Frakka.

Markmiðið er að styrkja miðstjórnarvaldið í Brussel og veita heimildir til að samræma fjárlög aðildarríkja. Ein leið til að gera slíkar breytingar er að smeygja þeim inn í aðildarsamninga við ný ríki sambandsins. Næsta ríkið til að fara inn er Króatía og til umræðu er að gera breytingar á stofnsáttmálum í tengslum við aðildarsamninginn.

Gangi það eftir að breytingar verði gerðar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins verður Ísland að samþykkja þær breytingar fyrirfram, samkvæmt skilmálum aðlögunarviðræðnanna við ESB. Í 20. grein skilmálanna, sem stundum er kallaður viðræðurammi, segir

Iceland must accept the results of any other accession negotiations as they stand at the moment of its accession.

 Evrópusambandið gerir kröfu um að Ísland sætti sig hverjar þær breytingar á stofnsáttmálum sambandsins sem sambandið telur nauðsynlegt að gera. Þegar alþingi samþykkti umsóknina, 16. júlí 2009, voru engin slík skilyrði nefnd. Alþingi hefur ekki veitt ríkisstjórninni heimild til að semja við Evrópusambandið á þessum forsendum.

(Tekið héðan.)


Bretar vilja þjóðaratkvæði um ESB-aðild

Um 60 prósent Breta vilja efna til þjóðaratkvæðis um það hvort Bretland eigi að halda áfram aðild að Evrópusambandinu. Breska dagblaðið Daily Mail birti skoðanakönnun um vilja breskra kjósenda um leið og blaðið kynnti herferð fyrir þjóðaratkvæði um aðild að ESB.

Bretar samþykktu í þjóðaratkvæði árið 1975 að verða aðilar að Evrópusambandinu. Stofnsáttmálum sambandsins hefur verið breytt fimm sinnum síðan og inntak og eðli samstarfsins tekið djúptækum breytingum. Enginn Breti sem er 54 ára og yngri í dag hefur fengið tækifæri til að segja álit sitt á því hvort landið eigi heima í Evrópusambandinu. Herferðinni er ætlað að breyta því.

Herferðin fyrir þjóðaratkvæði felur það m.a. í sér að kjósendur skrifa undir yfirlýsingu um að styðja aðeins þá frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem samþykkja að aðild Bretlands að Evrópusambandinu verði borin undir þjóðaratkvæði.


Þýsk-franska stórríkið og hjálendurnar í ESB

Í skjóli evrunnar fóru ríkisútgjöld fram úr öllu hófi í ríkjum eins og Grikkland og Portúgal. Lágir vextir evrunnar skiluðu Írum og Spánverjum fasteignabólu sem sprakk í lánsfjárkreppunni sem byrjaði í Bandaríkjunum en smitaðist þaðan.

Tvíveldið í Evrópusambandinu, Frakkland og Þýskaland, gæta hagsmuna sinna íbúa og fyrirtækja líkt og önnur ríki gera. Munurinn er sá að í Evrópusambandinu geta stórveldin beitt smærri ríkin þvingunum sökum þess að fullveldi ríkja er takmarkað.

Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalar munu ekki til langframa sætta sig við að vera hjálendur Þýsk-franska stórríkisins.


mbl.is 2,5 þúsund milljarðar dala undir vegna verst stöddu evruríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grái fiðringurinn og ESB

Í nýjustu skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu kemur fram að að þeir yngstu og elstu eru hvað andvígastir aðild en þeir sem eru á aldri gráa fiðringsins, í kringum fimmtugt, eru líklegri en aðrir aldurshópar að vera hlynntir aðild.

Í aldurshópnum 16-24 ára segjast 60 prósent á móti aðild Íslands að ESB. Þeir sem eru 65 ára og eldri segjast í 57 prósent tilvika vera mótfallnir aðild. Samsvarandi hlutfallstala fyrir aldurshópinn 45 - 54 ára er 46 prósent.

Hópurinn sem er hvað hlynntastur aðild Íslands er á aldursbilinu 45 - 64 ára, en 38 prósent svarenda á þessum aldri eru hlynntir. Þetta er sami aldurshópurinn og ber mestu ábyrgðina á hruninu. Úr þessum aldurshópi koma hrunverjar og meðhlauparar þeirra.

Á aldri gráa fiðringsins hlaupa menn úr einum öfgum í aðra.

Hér er könnunin í heild.

(Tekið héðan.)


Ólíkt fullveldi Íra og Íslendinga

Írland er í Evrópusambandinu og með evru sem lögeyri. Fullveldi Írlands er stórlega skert enda er ríkisstjórnin í Dyflinni bundin í báða skó, bæði vegna beinna tilskipana og laga Evrópusambandsins en ekki síður vegna óbeinna valda sem Brussel hefur yfir aðildarríkjum sínum.

Ríkisstjórn Írlands þorði ekki að láta bankana sína falla þótt þeir væru gjaldþrota. Óttinn við viðbrögð frá Brussel þvingaði Íra til að lýsa yfir allsherjarábyrgð ríkisins á skuldum írsku bankanna.

Íslendingar voru ekki undir forræði Brusselvaldsins og gátu því látið málefni bankanna fá sína rökréttu niðurstöðu, sem var gjaldþrot.

Aðildin að Evrópusambandinu forðaði Írum ekki frá fjármálakreppu. Og þegar kreppan skall á reyndist aðildin að Evrópusambandinu takmarka fullveldi Íra til að greiða úr kreppunni í samræmi við hagsmuni írsku þjóðarinnar. Írsk stjórnvöld voru knúin til þess að hugsa meira um hag franskra og þýskra banka en almennings á Írlandi.

Fullveldi er fjársjóður og voðinn er vís ef það glatast.

(Tekið héðan.)


Írland úti í kuldanum hjá ESB

Grikkir fengu lækkun á vaxtaprósentunni á lánum frá Evrópusambandinu á leiðtogafundi evru-ríkja í gær en sambærilegum óskum Íra var hafnað. Ástæðan er sú að Írar neituðu að hækka skatta á fyrirtæki en Þjóðverjar og Frakkar krefjast þess að fyrirtækjaskattar verið hækkaðir á Írlandi til samræmis við  það sem tíðkast á meginlandinu. Í frétt EUobserver segir

Greece has won a reduction of 100 basis points - one percent - in the interest rate it pays on its €110 billion loan and an extension of the payment period from the current three and a half years to seven and a half. Ireland was offered a similar reduction, but the country's new prime minister said he could not accept the terms demanded.

Í lok mánaðarins koma leiðtogar allra 27-ríkjanna í Evrópusambandinu saman til fundar og málefni Írlands verða aftur á dagskrá.

Írar telja lága fyrirtækjaskatta hornstein í efnahagsuppbyggingu sinni eftir að bankakerfið þeirra var þjóðnýtt vegna yfirvofandi gjaldþrots.

Burtséð frá skilmálabreytingum á lánum til Grikkja og Íra telja margir hagfræðingar að hvorugt ríkið muni geta staðið í skilum með lánin sem þau hafa tekið síðustu misseri - afskriftir þurfi að koma til.

 


Bakhjarl aðildarsinna segir pass

Samtök iðnaðarins voru bestu bandamenn Samfylkingarinnar í áróðri fyrir aðild að Evrópusambandinu að frátöldum héraðsskólanum í Norðurárdal. Samtök iðnaðarins greiddu áróðursgemsum Samfylkingar laun, fjármögnuðu samtök aðildarsinna, kostuðu skoðanakannanir og stóðu að fundum og útgáfum sem allt hafði að markmiði að útmála sæluríkið með höfuðbólið Brussel.

Nú er Snorrabúð stekkur. Iðnþing er haldið án lúðrablásturs fyrir aðild og í setningarræðu hvetur nýendurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins Íslendinga til að einangrast ekki frá Bandaríkjunum.

Helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins eru ýmist hörð á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu eða láta sér umræðuna í léttu rúmi liggja. Á sama tíma eyðir samfylkingarvængur ríkisstjórnarinnar milljörðum króna í umsókn sem verður aldrei meira en sendibréf Össurar Skarphéðinssonar utanríkiráðherra til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Er ekki kominn tími til að stjórnarráðið tengi við veruleikann?

(Tekið héðan.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 346
  • Sl. sólarhring: 472
  • Sl. viku: 2086
  • Frá upphafi: 1177725

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 1846
  • Gestir í dag: 285
  • IP-tölur í dag: 282

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband