Leita í fréttum mbl.is

Nuuk, Þórshöfn og Osló á undan Brussel

Þjóðin er með stjórnarráð á framfæri sínu til að efla sameiginlega hagsmuni þjóðríkisins. Þótt margvíslegar skilgreiningar séu á þjóðarhagsmunum er ein almennt viðurkennd og það er að nærumhverfi þjóðríkja er hluti af hagsmunum þeirra. Á þessum grundvelli var landhelgisbaráttan háð á sínum tíma.

Rétt utan landhelgi Íslands eru tvö grannríki sem eiga margvíslegra hagsmuna að gæta og Íslendingar. Grænlendingar og Færeyingar eru líkt og við fiskveiðiþjóðir og náttúruauðlindir á Norður-Atlantshafi, aðgengi að þeim og nýting, er brýnt hagsmunamál. Lengra í vestri er önnur þjóð með sambærilega hagsmuni, Norðmenn.´

Norðurslóðir eru að breytast vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar eru þegar hafnar, samanber að fiskitegund eins og makríll gengur í íslenska lögsögu í meira mæli en áður og skapar verðmæti en jafnframt milliríkjadeilur. Stjórnvöld eru aftur á móti upptekin við annað en að gæta brýnna þjóðarhagsmuna. Milljörðum ofan á milljarða króna og tugum mannára í stjórnsýslunni er eytt í tilgangslausa slæpingjaferð til Brussel.

Nuuk, Þórhöfn og Osló eiga að vera þungamiðjan í íslenskri utanríkispólitík. Þar á eftir Washington, Moskva, London, Ottawa, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Á eftir Berlín og París kæmi Brussel.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 968244

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband