Leita í fréttum mbl.is

Fjórfrelsið er í hættu í ESB

Fjórfrelsið í Evrópu hefur sína kosti og galla. Það er ekki bara hagsæld sem fylgir því. Afleiðing fjórfrelsins er meðal annars viðskiptamisvægi í álfunni og bankavandræði. Bretar telja einnig að stórstreymi fólks til Bretlands sé ekki að öllu leyti til góðs.

Um þetta er m.a. fjallað á Eyjunni.is.

Þar kemur einnig fram að Cameron forsætisráðherra Breta hóti því að koma í veg fyrir inngöngu nýrra ríkja í Evrópusambandið. Hann segir að stofnendur ESB hafi ekki séð fyrir að aðild nýrra ríkja víða um álfuna myndi leiða til stórfelldra fólksflutninga. Undirliggjandi er sú skoðun að fólk frá fátækustu ríkjunum fylkist til þeirra ríkari sem hafi bestu almannatryggingar.

Talandi um misskilning á heimsmálunum: Skyldu stofnendur ESB hafa misskilið hvað þeir voru að gera? Eða er þetta kannski tómur misskilningur hjá Cameron og breskum stjórnvöldum?

 

Til skýringar: Fjórfrelsið er frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks - sjá m.a. skýringu hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband