Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
Miðvikudagur, 11. júlí 2012
Stefán Ólafs: ESB-aðild veldur ójöfnuði
Helsti sérfræðingur landsins í málefnum jafnaðar, Stefán Ólafsson prófessor, sat ráðstefnu fræðimanna um kreppuna í Evrópu. Ísland kemur betur undan kreppu en öll samanburðarlönd, segir Stefán. Hann gerir samanburð á Íslandi og Írlandi og skrifar á bloggi sínu
Ísland og Írland voru með fyrstu þjóðum til að falla, er bóluhagkerfi þeirra sprungu. Mikill munur er á árangri Íslands og Írlands í að vinna bug á kreppunni. Ísland hefur verið á uppleið frá seinni hluta 2010 og var vöxturinn og kaupmáttaraukningin all kröftug 2011 og einnig nú 2012, en Írar virðast fastir á botninum eða jafnvel enn á leið niður. Írar lögðu mestar byrðar á lágtekjufólk en á Íslandi var sömu hópum mest hlíft við kreppuáhrifum.
Írar eru í Evrópusambandinu og með evru. Þeir eru enn í kreppu og verða um fyrirsjáanlega framtíð. Við bíðum spennt eftir bloggi frá Stefáni þar sem hann dregur rökrétta ályktun af fræðilegum niðurstöðum sínum og hafnar aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þriðjudagur, 10. júlí 2012
Makríl-hagsmunum fórnað fyrir ESB-umsókn
Íslendingar veiddu makríl fyrir 26 milljarða króna í fyrra. Evrópusambandið telur sig eiga markíl-stofninn að stærstum hluta og neitar að opna sjávarútvegskafla ESB-umsóknar Íslands á meðan Íslendingar veiða makríl í óþökk sambandsins.
Helstu talsmenn ESB-umsóknarinnar í ríkisstjórnarmeirihlutanum, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Árni Þór Sigurðsson formaður þingflokks vinstri grænna, gáfu út að ekki síðar en í sumar yrði sjávarútvegskaflinn opnaður.
Árni Þór Sigurðsson skrifaði nýverið blogg þar sem hann hvatti til að makríl-stofninn yrði ,,verndaður." Þar tekur Árni Þór undir sjónarmið Evrópusambandsins sem ætlar að ,,vernda" makríll fyrir veiðum Íslendinga.
Skrif Árna Þórs verða ekki skilin á annan veg en þann að ríkisstjórnin undirbúi uppgjöf í makríl-deilunni við Evrópusambandið. ESB-umsóknin verður okkur æ dýrari.
Mánudagur, 9. júlí 2012
Aðlögun að ESB über alles
Ríkisstjórnin heldur leyndu fyrir alþingi greinargerð tveggja lögfræðiprófessora, Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar, um að þátttaka Íslands í verslun með mengunarheimildir brjóti í bága við stjórnarskrána vegna valdaframsals til Evrópusambandsins.
Ríkisstjórnin fékk samþykkt lög á alþingi rétt fyrir þinglok sem eru forsenda fyrir aðild Íslands að viðskiptum með mengunarkvóta. Rökin fyrir samþykkt laganna voru að Ísland myndi græða á þeim. Ríkisstjórnin tók á hinn bóginn ekki fram að framsal á fullveldinu til Brussel væri önnur forsenda fyrir aðild Íslands. Samtök atvinnulífsins kannast ekki við að hafa þrýst á um samþykkt laganna.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vinnur hörðum höndum að aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Aðildin að kolefniskvótakerfi Evrópusambandsins er liður í þeirri aðlögun.
Þegar ríkisstjórnin hefur þvælt okkur inn í Evrópusambandið jafnt og þétt með aðlögun er búið í haginn fyrir þann áróður að við höfum ekki efni á að standa utan Evrópusambandsins.
![]() |
Þetta eru mjög ámælisverð vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 8. júlí 2012
Evran hrynur eða verður plokkuð í sundur
Vaxandi grimmd á evru-svæðinu sést á því að nýmynduð ríkisstjórn í Grikklandi þorir ekki lengur að biðja um vægari skilmála hjá Evrópusambandinu vegna björgunarlána. Kreppan heldur áfram að bíta allt þetta ár og dýpkar á næsta ári.
Evrópusambandið reynir áfram að kaupa tíma með stöðugum neyðarfundum í von um að Eyjólfur hressist. Á meðan versnar ástandið.
Hagfræðingurinn Roger Bootlevann alþjóðlega verðlaunasamkeppni um bestu leiðina til að taka í sundur evru-samstarfið með sem minnstum hörmungum. Tillaga Bootle er að Þýskaland leiði útgöngu Norður-Evrópuríkja úr evru-samstarfinu. Frakkland yrði ankerið í Suður-Evrópu er héldi evrunni.
Bootle telur ólíklegt að farið verið að skynsamlegum tillögum um afbyggingu evru-samstarfsins. Reynslan hingað til er að pólitík byrgir yfirvegað mat. Meiri líkur eru á því að evran hrynji með hávaða og hörmungum annars vegar og hins vegar að jaðarríkin falli frá borði eitt af öðru.
Hvort heldur sem er þá er fyrirsjáanlegt eymdarástand á evru-svæðinu.
![]() |
2% samdráttur á Ítalíu í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. júlí 2012
Pólitísk upplausn á evru-svæðinu
Finnland segir upphátt bannorðið: evran gæti krafist svo mikilla fórna að það er ekki þess virði að bjarga henni. Pólitísk samstaða er að gliðna á evru-svæðinu og þar með er gjaldmiðillinn dæmdur. Samkvæmt Telegraph
The yield on Spains benchmark 10-year bond rose above the 7pc bail-out level amid fears that opposition in Germany and Finland could crush the rescue plans agreed in Brussels last week.
Jamm.
![]() |
Mikil lækkun í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júlí 2012
Evran er kreppuvaldur
Ríkisfjármál Suður-Evrópuríkja eru ósjálfbær en fá ekki ,,náttúrulega" leiðréttingu með gengisfellingu þar sem þessi ríki eru í evru-samstarfi með öflugum ríkjum eins og Þýskalandi sem búa við jákvæðan viðskiptajöfnuð er kallar á sterkt gengi.
Á meðan ekki greiðist úr ríkisfjármálum evru-ríkja dýpar kreppan og verður illviðráðanlegri. Í Þýskalandi mótmæla í opnu bréfi margir helstu hagfræðingar landsins síðustu tilraunum til að bjarga evrunni, sem m.a. eru fólgnar í að lána bönkum beint frá seðlabanka Evrópu.
Veikur efnahagsbati í Bandaríkjunum, líkur á harðri lendingu í Kína og upplausn evru-svæðisins eru þrjú merki um komandi efnahagslega storma.
![]() |
Evran lækkar áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júlí 2012
ESB er stofukommi 21stu aldar
Stofukommar voru þeir kallaðir sem dreymdi um byltingu í fjarlægð en dýfðu hendi helst ekki í kalt vatn. Stofukommar voru vestur-evrópskt fyrirbrigði sem drukku rauðvín á meðan blóðið flaut í austri.
Evrópusambandið er stofukommi 21stu aldar sem í fjarlægð frá veruleika fólks á norðurslóðum vill búa til veröld án sjávarnytja spendýra.
Skrifborð í glerhöll í Brussel vettvangur ákvarðana Evrópusambandsins. Það sést.
![]() |
ESB hafnar hvalveiðum Grænlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júlí 2012
Stór-Evrópa, Ísland og Bretland standa utan
Evru-svæðið telur 17 ríki af þeim 27 sem mynda Evrópusambandið. Hugmyndir um Stór-Evrópu eru nauðvörn ríkjanna 17 til að halda lífinu í gjaldmiðlinum.
Stór-Evrópa er framhald af stórveldapólitík meginlandsþjóðanna sem má rekja allt aftur til Karlamagnúsar sem krýndur var árið 800.
Bretland, Norðurlönd og Ísland standa utan valdastreitunnar á meginlandinu. Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður æ meira nátttröll.
![]() |
Vill sjá Bandaríki Evrópu verða til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júlí 2012
Þýska plottið um evruna
Tvær útgáfur af neyðarbjörgun evrunnar á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í síðustu viku eru til umræðu í þýskum fjölmiðlum. Fyrri útgáfan er um uppgjöf Angelu Merkel kanslara gagnvart skuldugum Suður-Evrópuríkjum sem krefjast þýskra peninga í hítina.
Í Frankfurter Allgemeineer uppgjöfinni lýst á þann veg að engar reglur gildi lengur á evru-svæðinu um það hvernig skuli fara með opinbert fé. Í augum reglufastra Þjóðverja - Ordnung musst sein - er regluleysi í peningamálum versta martröð.
Seinni útgáfan af leiðtogafundinum í þýskum fjölmiðlum er að Merkel hafi séð við óbilgjörnum kröfum Hollande þeim franska, ítalska Monti og spænska Rajoy með því að setja í smáaletrið þýsk skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð til óreiðuríkja.
Spiegel útskýrir flóttaleið Merkel um bakdyr evru-samstarfsins. Þar kemur m.a. fram að óríkistryggð lán til suður-evrópskra banka eru háð nýju bankaeftirliti, sem væntanlega verði sett upp að ströngum þýskum sið.
Á bakvið þýsku umræðuna, báðar útgáfur, glittir í þróun sem er um það bil á þessa leið: Þýskaland er búið að gefast upp á evrunni en getur ekki sagt það upphátt. Þýsk stjórnvöld kaupa tíma með því að gefa eftir kröfum Suður-Evrópu í orði kveðnu en halda fast í pyngjuna þegar loforðin eru útfærð. Enginn veit hvenær evran fer fram af bjargbrúninni en þangað stefnir hún.
Til að gefa Þjóðverjum hugboð um hvað taki við evru-samstarfinu er fordæmi Breta haldið á lofti. Bretar standa utan evru og eru um það bil að gefa Evrópusambandið upp á bátinn.
![]() |
Evran styrkist gagnvart Bandaríkjadal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júlí 2012
Ragnar Arnalds: ESB-andstaðan réð mestu
Ótti þjóðarinnar við umboðslausa för ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til Brussel með fullveldið í gíslingu réð mestu um kjör Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum. Ragnar Arnalds, sem ásamt Guðna Ágústssyni og Guðmundi H. Garðarssyni fóru fyrir áskorunum til Ólafs Ragnars að gefa kost á sér á ný segir nýkjörinn forseta njóta stuðnings breiðs hóps kjósenda.
Ragnar, sem er virkur innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir um stöðuna í þeim flokki:
Flokkurinn mun ganga haltur og hokinn til næstu þingkosninga og sligast mjög undan þeirri þungu byrði sem hann tók á sínar herðar með aðildarumsókninni nema því aðeins að hann varpi þessu óþverrahlassi af sér með góðum fyrirvara fyrir næstu kosningar og segi við Össur og Jóhönnu: Nú er nóg komið! Þessum könnunarleiðangri er lokið! Hingað og ekki lengra!
![]() |
Kosinn bæði frá hægri og vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 229
- Sl. sólarhring: 517
- Sl. viku: 2004
- Frá upphafi: 1209733
Annað
- Innlit í dag: 203
- Innlit sl. viku: 1817
- Gestir í dag: 197
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar