Leita í fréttum mbl.is

Evran afhjúpar pólitískt gjaldþrot Evrópu

Á nýöld hét Evrópa ,,hinn kristni heimur." Á tímum kalda stríðsins var aldrei talað um Evrópu sem eina heild heldur var henni skipt í austur og vestur. Eftir fall Berlínarmúrsins fékk hugtakið ,,Evrópa" pólitíska merkingu með Evrópusambandinu. Ákvörðun um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu var tekin í samhengi við sameiningu þýsku ríkjanna.

Evrópa er ekki ýkja hátt skrifuð í pólitískri meðvitund almennings. Evran þótti hagkvæmt verkfæri til að stunda viðskipti en breytti litlu um það að Frakkar vilja helst starfa og búa í Frakkland og það sama gildir um þorra almennings í þeim 17 ríkjum sem mynda evru-samstarfið.

Evran þykir ekki lengur hagkvæm mynt vegna þess að hún skapar kreppu í Suður-Evrópu sem aftur kalla fram kröfu til íbúa Norður-Evrópu að veita fjármagni suður á bóginn. Íbúar Norður-Evrópu eru á hinn bóginn aldeilis ekki á því að niðurgreiða lífskjör sunnanmanna.

Án fjármagnsflutnings frá norðri til suðurs er evru-samstarfið búið að vera.

Stóra fréttin í evru-umræðunni er að Evrópuhugsjónin er pólitískt gjaldþrota.


mbl.is 51% Þjóðverja vill evruna burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 968242

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband