Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Stiglitz: Er evrunni viðbjargandi?

Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Joseph Stiglitz, veltir fyrir sér framtíð evrunnar í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar hann um þá miklu efnahagserfiðleika sem eru til staðar innan evrusvæðisins og sem stofnað hafa framtíð þess í hættu. Stiglizt bendir á að svæðið hafi í raun verið gallað frá byrjun og að margir hafi lýst áhyggjum sínum í upphafi af því hversu lengi evran myndi endast. Þannig hafi því t.a.m. verið ósvarað hvernig brugðist yrði við ef áfall dyndi á evrusvæðinu. En á meðan allt lék í lyndi hafi þessar áhyggjur gleymst.

Lesa meira


Evruríki talin í verulegri hættu

Matsfyrirtækið Moodys segir að bankakerfi evruríkjanna séu í verulegri hættu efist menn um getu þeirra til þess að greiða skuldir sínar, en óttast er að efnahagserfiðleikar Grikkja kunni að breiðast út innan Evrópusambandsins. Sérstaklega eigi þetta við um Írland, Ítalíu, Portúgal og Spán en einnig Bretland sem ekki er með evru sem gjaldmiðil. Hins vegar er fjárlagahallinn í Bretlandi yfir 11% af vergri landsframleiðslu sem er svipuð staða og í Grikklandi.

Lesa meira


Slóvenar þurfa að skera niður til að hjálpa Grikkjum

Stjórnvöld í Slóveníu greindu frá því í dag að þau neyðist til þess að skera niður í ríkisfjármálum landsins og taka sérstakt lán svo landið geti tekið þátt í neyðaraðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Grikkland. Fjármálaráðherra Slóveníu lýsti af því tilefni óánægju sinni með að slóvenska þjóðin þyrfti að taka á sig verulegan kostnað vegna aðstoðarinnar.

Lesa meira


Framseljanlegir kvótar á milli landa innan ESB?

Tillögur um breytingar á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem komið hafa fram gætu gengið að sjávarbyggðum í Skotlandi dauðum nái þær fram að ganga. Þetta segir Struan Stevenson skoskur þingmaður á Evrópusambandsþinginu. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur lagt til að sjávarútvegsstefnu þess verði m.a. breytt þannig að innleiða megi reglur um sölu veiðiheimilda á milli landa.

Lesa meira


Evran eykur á efnahagsvanda Grikkja

Leif Pagrotsky, einn af efnahagsráðgjöfum grísku ríkisstjórnarinnar, segir að það hafi aukið á efnahagsvanda Grikklands að vera með evru sem gjaldmiðil. Hefðu Grikkir haldið í sinn gamla gjaldmiðil hefði verið hægt að grípa fyrr í taumana. Pagrotsky, sem er fyrrum iðnaðar- viðskipta- og menntamálaráðherra Svía, sagðist í viðtali við sænska ríkisútvarpið ekki vera í vafa um að aðild Grikkja að evrusamstarfinu hafi verið íþyngjandi fyrir efnahagslíf þeirra.

Lesa meira


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 277
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 2943
  • Frá upphafi: 1252975

Annað

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 2665
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband