Leita í fréttum mbl.is

Árétting Heimssýnar vegna orkusambands Evrópusambandsins

virkjun

Ađild ađ Orkustofnun Evrópusambandsins, ACER gćti brotiđ í bága viđ stjórnarskrá Íslands og ţví ćttu ţingmenn ađ íhuga ađ hafna ţingsályktunartillögu eđa frumvarpi um innleiđingu Ţriđja orkumarkađslagabálks Evrópusambandsins í EES-samninginn.

 

Ađragandi

Árétting ţessi er rituđ í andmćlaskyni viđ minnisblađ frá Ólafi Jóhannesi Einarssyni, lögmanni og fyrrum framkvćmdastjóra hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, til ferđamála-, iđnađar- og nýsköpunarráđherra, sem bađ um minnisblađiđ á fundi ţeirra, 10. apríl 2018. Minnisblađiđ er dagsett 12. apríl 2018, og ţađ ber heitiđ:

„Nokkur atriđi tengd upptöku ţriđja orkupakka ESB inn í EES-samninginn“.

 

Ţróun EES-samningsins

Samkvćmt stjórnarskrárígildi Evrópusambandsins, Lissabonsáttmálanum frá 2009, skulu ađildarríkin ţróa međ sér sameiginlega yfirstjórn á tilteknum málaflokkum. Einn ţeirra er orkumál, og er ćtlunin međ ţessari yfirstjórn ađ koma í veg fyrir stađbundinn orkuskort í löndum Evrópusambandsins og ađ hrađa orkuskiptum. Til daglegrar yfirstjórnar á ţessum málasviđum hefur framkvćmdastjórn Evrópusambandsins valiđ ţá leiđ ađ koma á laggirnar stofnunum, sem sinna stjórnvaldshlutverkum, hver á sínu málasviđi. Á orkusviđinu er um ađ rćđa ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators), sem nefna má Orkustofnun Evrópusambandins. Hún hefur á sínum snćrum útibú í hverju landi, sem er algerlega óháđ stjórnvöldum viđkomandi lands og hagsmunaađilum. Hlutverk útibúsins (sem í Noregi er nefnt RME-Reguleringsmyndighet for energi) er t.d. ađ gegna eftirhlutsverki međ raforkuflutningsfyrirtćkjum landsins, hér Landsneti, og gefa út allar tćknilegar og viđskiptalegar reglugerđir, sem í raun stjórna starfsemi fyrirtćkisins. Útibúiđ lýtur alfariđ bođvaldi ACER. Ţetta fyrirkomulag brýtur alfariđ í bága viđ tveggja stođa fyrirkomulagiđ, sem var forsenda EES-samstarfsins á sinni tíđ. Til ađ draga fjöđur yfir stjórnarskrárbrot, sem ţetta hefur í för međ sér í EFTA-löndum EES, var gripiđ til ţess úrrćđis, sem engu breytir í raun, ađ stilla ESA upp sem milliliđ ACER og útibúsins, en ESA hefur samt engar heimildir fengiđ til ađ breyta ákvörđunum ACER í einu né neinu. Ţetta stjórnskipulega atriđi er nćg ástćđa til ađ hafna upptöku Ţriđja orkumarkađslagabálks Evrópusambandins í EES-samninginn. Viđ mótmćlum ţví, ađ „[u]pptaka ţriđja orkupakkans [hafi] einungis í för međ sér óverulegar breytingar“ á „fyrirkomulagi leyfisveitinga og stjórnsýslu“, ţví ađ leyfisveitingar á raforkuflutningssviđi verđur ađ grundvalla á reglum frá útibúi ACER á Íslandi, sem verđur í raun stjórnvald á Íslandi, óháđ lýđrćđislega kjörnum yfirvöldum í landinu. Ágreiningi um úrskurđi innlenda leyfisveitingavaldsins verđur ekki skotiđ til innlendra dómstóla, heldur til ESA og EFTA-dómstólsins.

  

Um valdheimildir ACER

Viđ mótmćlum ţví, ađ „[s]amkvćmt reglum ţriđja orkupakka ESB [séu] heimildir ACER til ađ taka bindandi ákvarđanir ađ meginstefnu bundnar viđ ákvćđi, sem eiga viđ, ţegar um er ađ rćđa grunnvirki, ţ.e. sćstrengi, línur og jarđstrengi, sem ná yfir landamćri.“

Evrópusambandiđ hefur samiđ kerfisáćtlun fyrir raforkuflutninga. Á međal yfir 170 verkefna, sem ţar eru tilgreind til ađ auka raforkuflutninga yfir landamćri úr núverandi 10% af raforkunotkun upp í 15% áriđ 2030, er Ice Link, um 1200 MW sćstrengur á milli Íslands og Skotlands. Allar ađildarţjóđir ađ Orkusambandi Evrópusambandsins eru skuldbundnar til ađ styđja viđ framkvćmd ţessarar kerfisáćtlunar, og ţađ er engum vafa undirorpiđ, ađ ţráist íslenzk stjórnvöld viđ ađ samţykkja umsókn sćstrengsfélags um leyfi fyrir slíkum sćstreng, eđa jafnvel synji strengfélaginu um lagnar-, tengi- og rekstrarleyfi, ţá munu ACER og Framkvćmdastjórnin taka ţađ óstinnt upp fyrir íslenzkum yfirvöldum og kćra ţau til ESA og, ef nauđsyn krefur, EFTA-dómstólsins. Ţađ er ţannig alveg út í hött ađ halda ţví fram, ađ í núverandi rafmagnslegu einangrun Íslands felist einhver viđspyrna fyrir stjórnvöld til ađ verja fullveldiđ.

 

Stjórnskipulegi fyrirvarinn

Ţótt ekkert fordćmi sé um slíkt, fer ekki á milli mála, ađ ţjóđţing EFTA-landanna hafa hvert um sig synjunarvald gagnvart samţykktum Sameiginlegu EES-nefndarinnar í Brüssel, er varđa breytingar á gildandi EES-samningi. Ţađ er jafnframt niđurnjörvađ í samninginn til hvađa ađgerđa Evrópusambandiđ má grípa, ţegar svo ber undir. Ađgerđirnar takmarkast viđ ađ fella úr gildi ákvćđi, sem lagabálkurinn, sem synjađ hefur veriđ, hefđi haft áhrif á, ţ.e.a.s. orkumálahlutann í ţessu tilviki og ţá sennilega Annan orkumarkađslagabálkinn, en sameiginlega EES-nefndin verđur ađ rćđa ţá tillögu og samţykkja hana einróma. Refsiađgerđir á viđskiptasviđinu mundu ţar af leiđandi verđa taldar vera brot á EES-samningnum fyrir ESA og EFTA-dómstólnum.

Ţađ er lýđrćđisleg skylda löggjafans ađ vega og meta gaumgćfilega, hvort hagsmunum Íslands verđur betur borgiđ í bráđ og lengd innan eđa utan Orkusambands Evrópusambandsins. Ef Alţingismenn komast ađ ţeirri niđurstöđu, ađ veikburđa ađild Íslands (án atkvćđisréttar) ađ Orkustofnun Evrópusambandsins, ACER, og völd hennar á Íslandi, brjóti í bága viđ stjórnarskrá lýđveldisins, ţá eiga ţeir ekki ađ hika eitt andartak viđ ađ hafna ţingsályktunartillögu eđa frumvarpi um innleiđingu Ţriđja orkumarkađslagabálks Evrópusambandsins í EES-samninginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 404
  • Sl. sólarhring: 406
  • Sl. viku: 472
  • Frá upphafi: 1121650

Annađ

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 434
  • Gestir í dag: 359
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband