Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Laugardagur, 21. janúar 2012
Glansmyndin af ESB og veruleikinn
Í Evrópusambandinu er viðvarandi tíu prósent atvinnuleysi að jafnaði. Jaðarríki sambandsins s.s. Grikkland, Írland, Spánn og Portúgal glíma við hvað hæsta atvinnuleysið. Atvinnuleysi ungs fólks er allt að 40 prósent í sumum aðildarríkjum.
Gjaldmiðill Evrópusambandsins,evran, veldur djúpri skuldakreppu víða um lönd og stefnir ríkisfjármálum Suður-Evrópuríkja í stórkostlega hættu.
Aldurssamsetning Evrópu er þannig að öldrunarvandamál mun vaxa á komandi árum og valda óheyrilegum kostnaði í lífeyriskerfinu og heilbrigðisþjónustunni.
Mun Evrópuskrifstofan fjalla um atvinnuleysi, skuldakreppu og öldrunarvanda í ESB? Eða fáum við glansmynd af ungu fólki sem hefur vinnu og býr í landi sem ekki er að verða gjaldþrota?
Gegndarlaus áróður ESB" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. janúar 2012
Þjóðin vill hvorki evru né ESB
Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, eins og kom fram í könnu Capacent Gallup fyrir Heimssýn í gær - 63 prósent eru á móti aðild. Í dag kemur könnun sem staðfestir yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar við upptöku evru í stað krónu.
Evran var lengi vel helsta gulrót aðildarsinna á Islandi. Alþjóð hefur séð hvernig evran leikur efnahagskerfi jaðarríkja Evrópusambandsins og afþakkar skipti á krónu og evru.
Fullveldið og krónan sigra Evrópusambandið og evru.
Vilja ekki evru í stað krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. janúar 2012
Noregur í atlögu gegn EES
Í gær voru fjöldamótmæli í miðborg Osló gegn innleiðingu ESB reglugerðar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Reglugerðin verður innleidd í EES-samninginn sem Noregur ásamt Íslandi og Lichentstein eiga aðild að ásamt ESB.
Mótmælendur kröfðust þess að ríkisstjórnin beitti neitunarvaldi sínu, sem sérhver aðili EES-samningssins hefur. Neitunarvaldinu hefur ekki verið beitt.
Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, er i nauðvörn fyrir EES-samninginnog þarf að útskýra fyrir samlöndum sínum að samningurinn sé ekki aukaaðild að ESB; sé ekki með lýðræðishalla og geri Norðmenn ekki áhrifalausa gagnvart Evrópusambandinu.
Sósíaldemókratinn og utanríkisráðherrann Jonas Gahr Störe er sem sagt algjörlega á öndverðum meiði við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands sem lýsir EES-samningnum á allt annan hátt.
Miðvikudagur, 18. janúar 2012
Norðurlönd snúa baki við ESB og EES
Finnar eru að missa trúna á Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkurinn Sannir Finnar vann stórsigur í síðustu þingkosningum en flokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið. Norðmenn, sem tvisvar hafa hafnað aðild að sambandinu, sendu frá sér skýrslu í gær þar sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er veginn og léttvægur fundinn.
Á Íslandi hefur EES-samningurinn ekki verið umdeildur og í fæstum tilvikum er umræða um það þegar ákvæði frá ESB eru tekin upp í íslenskan rétt á grundvelli EES-samnings. Í Noregi, aftur á móti, er reglulega rætt um EES-samninginn, m.a. gáfu systursamtök Heimssýnar, Nei til EU, út heila árbók um samninginn.
Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópusambandinu í tvígang, 1972 og 1994. Í Noregi eru ESB-andstæðingar orðnir svo öflugir og fylgjendur svo veikir að Nei til EU hrjáir verkefnaskortur. Elítan í Verkamannaflokknum heldur verndarhendi yfir EES-samningnum. Við það verður samningurinn skotmark.
Í Noregi hafa andstæðingar aðildar landsins að Evrópusambandinu tekið höndum saman við aðildarsinna að hafa horn í síðu EES-samningsins. Hvor um sig aðilinn vill fá ólíka niðurstöðu úr endurskoðun EES-samingsins. Andstæðingar ESB-aðildar vilja tvíhliða samninga milli Noregis og Evrópusambandsins. Aðildarsinnar óska sér þess að Norðmenn ákveði að ganga í Evrópusambandið að EES-samningnum frágengnum.
Samtökin Prosjektet Alternativer til EØS (Valkostir við EES) skora utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, á hólm í kappræður um valkosti við EES-samninginn. Hópurinn nýtur stuðnings tveggja ríkisstjórnarflokkanna, Miðflokksins og SV.
Andstaða Norðmanna við aðild að Evrópusambandinu er almenn og víðtæk. Um 80 prósent Norðmanna eru á móti aðild. Um helmingur Norðmanna vilja viðskiptasamninga við ESB í stað EES-samningsins.
Sjá nánar hér.
Finnar styðji ekki ESB-sáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. janúar 2012
Aðeins tveir kostir fyrir ESB - og einn fyrir Ísland
Lækkun lánshæfismats nokkurra evru-ríkja, þ.m.t. Frakklands, og björgunarsjóðs evrunnar dregur skýrt fram í dagsljósið þá tvo kosti sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir. Annað tveggja þarf að endurskipuleggja evru-samstarfið með því að fækka þeim þjóðum sem eiga þar aðild eða að breyta gjaldmiðlasamstarfinu í fullveðja pólitískt sambandsríki, Stór-Evrópu.
Jeremy Warner hjá Telegraph spyr hvenær leiðtogar Evrópusambandsins ætli að horfast í augu við þá einu tvo kosti sem þeim standa til boða og velja þar á milli. Það verður líklega seint eða aldrei og ástæðan er sú að leiðtogarnir geta ekki viðurkennt fyrri mistök, og skalað niður evru-samstarfið, og þeir hafa ekki stuðning kjósenda til að smíða Stór-Evrópu.
Evrópusambandið reyna allt til að fresta stund sannleikans. Á meðan eigum við ekki að hafa umsóknsókn liggjandi í Brussel um aðild að ESB. Skrifum undir hjá skynsemi.is.
Lækka lánshæfi björgunarsjóðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. janúar 2012
Bandaríkin rísa, ESB hnígur
Bandarískt efnahagslíf rétti úr kútnum þrátt fyrir að ríkissjóður fékk á sig lækkað lánshæfismat. Evrópusambandið, evru-löndin sérstaklega, eru á leið í efnahagslega ruslakörfu og verða þar um langa framtíð.
Evrulöndin geta ekki veitt sér þá björg sem bjóðast fullvalda ríkjum með sjálfstæðan gjaldmiðil að lækka gengið til að bæta samkeppnishæfnina. Niðurskurður er eina úrræðið og það felur í sér aukinn samdrátt.
Evrópusambandið sekkur hægt en örugglega undan eigin þunga skrifræðis og ofmetnaðar.
Lækkun leiðir til niðursveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. janúar 2012
Unga fólkið varar við ESB-flandri
Einörð afstaða Jóns Bjarnasonar gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu varð til þess að honum var ýtt út úr ríkisstjórninni. Ísafold, félags ungs fólks gegn ESB, harmar brottvikningu Jóns í ályktun.
Í ályktunninni er jafnframt bent á skuldakreppu Evrópusambandsins sem síst linnir og undirstrikar að Ísland á ekkert erindi í sambandið. Ísafold segir
Nú er evrukreppa í aðsigi og til stendur að auka efnahagslega miðstýringu innan Evrópusambandsins svo um munar. Við þessar víðsjáverðu aðstæður innan ESB, reynir ríkisstjórn Íslands eftir fremsta megni að gera lítið úr eða afneita vandanum með vísun í tímabundna örðugleika á evrusvæðinu. Evrópusambandið brennur undir fiðluleik ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Unga fólkið veit sínu viti.
Gagnrýna ólýðræðisleg vinnubrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. janúar 2012
Björgunaráætlun evrunnar liðast í sundur
Lækkun á lánshæfismati evru-ríkja eykur kostnaðinn við björgunaráætlun evrunnar, þar sem lánveitendur krefjast hærri vaxta. Eins og það sé ekki nóg virðist samstaða evru-ríkjanna vera að bila um hörð viðurlög við fjárlagahalla, sem átti að vera kjarninn í nýjum ,,stöðugleikasáttmála."
Þjóðverjar lögðu ofurkapp á sjálfvirkar refsingar yrðu við brotum á ríkisfjármálahalla. Framkvæmdastjórn ESB átti að draga brotleg ríki fyrir Evrópudómstólinn, hvorki meira né minna.
Síðustu fréttir herma að ekki sé samstaða um hörð viðurlög og ekki einu sinni hvernig eigi að reikna fjárlagahallann. Danir, til að mynda, segjast ekki vilja fórna velferðarríkinu fyrir bókstafinn.
Björgunaráætlunin var samþykkt í desember og áætlað að hún verði samþykkt í mars. Það verður ,,of lítið of seint," líkt og fleiri áætlanir um evrubjörgun.
Tvöfalt áfall fyrir Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. janúar 2012
Aginn byrjar heima, það veit Már
Evran elur á ónýtri hagstjórn; það sést á Írum, Grikkjum, Portúgölum, Spánverjum og Ítölum sem allir eru með evru og í efnahagslegri eymd. Ónýta hagstjórn þurfa Íslendingar ekki að flytja inn frá útlöndum - úrvalið er nóg heima fyrir.
Undir fjármálaaga, segir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, gæti ísland dafnað.
Og aginn byrjar heima. Það veit Már Guðmundsson, yfirmaður Arnórs.
Ísland gæti dafnað undir aga í hagstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. janúar 2012
England hótar Skotum með evrunni
Evran er orðin að alþjóðlegu skammaryrði um ónýta mynt. Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, nýtti sér það þegar hann sendi sjálfstæðissinnuðum Skotum tóninn. Cameron sagði að sjálfstætt Skotland gæti misst breska pundið sem gjaldmiðil og sæti uppi með evruna.
Sjálfstæði verður ekki keypt með ónýtri evru. Það vita allir.
Nema ríkisstjórn Íslands.
Litlar breytingar á evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 29
- Sl. sólarhring: 499
- Sl. viku: 2536
- Frá upphafi: 1166296
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2173
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar