Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Ítalía, mafían og evran

Mafían er stærsta viðskiptasamsteypan á Ítalíu, samkvæmt nýrri skýrslu frá þarlendri stofnun. 

Spurt er hvort evran lifi af árið 2012.

Tja, ef Ítalía er stærsti vandi evrusvæðisins og mafían öflugust í efnahagskerfi Ítalíu þarf ekki að spyrja að leikslokum. Mafían gerir Evrópusambandinu tilboð sem ekki er hægt að hafna.


mbl.is Ítalía veldur mestum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðferð á neyðarsvæði ESB

Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands ætla að halda neyðarfundi á tíu daga fresti til að freista þess að bjarga evrunni og þar með Evrópusambandinu. Enginn hagvöxtur  verður á evru-svæðinu næstu misserin og aðeins spurning um nokkrar vikur hvenær Grikkland verður formlega lýst gjaldþrota.

Samfylkingin með stuðningi ráðherra Vinstri grænna vill Ísland inn á efnahagslegt neyðarsvæði Evrópusambandsins. Utanríkisráðherra Tékklands kennir Evrópusambandið við valdgírugar smásálir í viðtali sem birtist á Evrópuvaktinni.

Í Brussel hafa menn hrifsað til sín allt sem þeir mögulega geta. Nú liggur vald í Brussel sem væri mun betur komið í höndum héraða eða landa. Við verðum að brjótast undan Evrópu smásála.

Evrópusambandið er neyðarsvæði sem stjórnað er af smásálum. Hún er hugguleg framtíðarsýnin sem Samfylkingin býður okkur upp á.


mbl.is Vilja klára kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strandríkjahagsmunir og ESB-aðild fara ekki saman

Strandríkin við Norður-Atlantshaf Noregur, Færeyjar og Grænland telja hagsmunum sínum betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Evrópusambandið lýtur forræði meginlandsþjóðanna, einkum Frakka og Þjóðverja, og hagsmunir strandríkja, einkum hinna smærri, eru fyrir borð bornir.

Þorri Íslendinga veit sem er að embættismenn í Brussel munu aldrei fara með strandríkjahagsmuni okkar á líkan hátt og við sjálf myndum gera. Íslenska ríkisstjórnin, aftur á móti, er skipuð fólki sem skortir sjálfstraust til að standa á eigin fótum og á sér þá enga ósk heitari en að útlendingar taki af þeim þann kaleik að stjórna landinu.

Vegna innanmeins íslenskra stjórnmála liggur í Brussel umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hagsmunir þjóðarinnar, bæði til lengri og skemmri tíma litið, eru á hinn bóginn þeir að Ísland standi utan Evrópusambandsins.


mbl.is Danir vinni gegn sölubanni á sel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evru-kreppu afneitun vinstrimanna

Í umræðunni um evru-kreppuna og framtíð Evrópusambandsins temja vinstrimenn á Íslandi sér valkvæða heimsku; þeir hvort sjá né heyra það flóð af fréttum í erlendum miðlum sem fjalla um tilvistarvanda Evrópusambandsins.

Ríkisstjórn vinstrimanna á Íslandi sendi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu 16. júlí 2009. Ísland er núna í aðlögunarferli að Evrópusambandinu. En hvernig Evrópusambandi?

Evrópusambandið reynir að bjarga sér frá evru-kreppunni með reglulegum neyðarfundum þar sem miðstýring ESB á ríkisfjármálum aðildarríkja og auknar álögur ríkja í neyðarsjóði er á dagskrá. Evrópusambandið er að taka stórfelldum breytingum og er alls ekki lengur það samband sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009.

Vinstrimenn afneita evru-kreppunni en halda umsókninni til streitu. Það grefur hratt undan trúverðugleika Samfylkingar og Vinstri grænna.


mbl.is Forysta VG með of bogin hné
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskir Vinstri grænir kjósa ESB-andstæðing til formanns

Ólíkt hafast þeir að Vinstri grænir á Íslandi og Svíþjóð. Hér Jóni Bjarnasyni ýtt úr ríkisstjórn á meðan sænskir vinstri grænir kjósa, Jonas Sjöstedt, til formanns. Þeir eru báðir harðir andstæðingar Evrópusambandsaðildar.

Jonas Sjösted kom til Íslands á liðnum vetri og flutti erindi á vegum Heimssýnar. Jonas er líkt og flestir róttækir vinstrimenn andstæðingur ESB-valdsins sem starfar meira í þágu fjármagnsins en fólksins.

Leiðangur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til Brussel undir forystu Steingríms J. Sigfússonar gerir róttæka íslenska vinstrimenn að alþjóðlegu viðundri.


mbl.is Gengið gegn samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV-ESB almannatengill Össurar

Fréttastofa RÚV færir landsmönnum þær fréttir að "beinn kostnaður" af aðlögunarviðræðum við ESB nemi ekki nema rúmum 100 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Þrjú atriði í fréttinni vekja upp spurningar.

Í fyrsta lagi eru um 65% bókfærðs "beins kostnaðar" ferðakostnaður. Það eitt segir að "beinn kostnaður" er skilgreindur eins þröngt hægt er nema þá að menn séu að fljúga óundirbúnir á fundi erlendis og aðhafist svo ekkert þegar þeir koma heim af fundunum.

Í öðru lagi er bókfærður "beinn kostnaður" sex ráðuneyta vegna aðlögunarviðræðna engin (nema væntanlega ferðakostnaður sem er bókfærður hjá utanríkisráðuneyti)  og eru þar á meðal efnahags- og viðskiptaráðuneytið, fjármálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Er þarna um að ræða fagráðuneyti sem fara með málaflokka sem eru fyrirferðamiklir í starfsemi ESB. Þetta einfaldlega stemmir ekki.

Þriðja atriðið er mikilvægast en það kemur fram í lokaefnisgrein fréttarinnar á vef RÚV og er sleppt alveg í sjónvarpsfréttinni. Kostnaðurinn sem sagt er frá er einungis kostnaður ráðuneytanna af aðlögunarviðræðum. Fyrirspurn RÚV sem lögð er til grundvallar fréttinni nær hvorki til "beins kostnaðar" né vinnu þeirra stofnanna sem heyra undir ráðuneytin!

Er vart hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að ef meiriháttar breytingar eru gerðar á starfsemi stofnunar eða þá jafnvel að heilli stofnun væri komið upp vegna aðlögunarferlisins, svo sem greiðslustofnun landbúnaðarins, þá væri kostnaðurinn ekki "beinn kostnaður" af aðildarferlinu!

Tekið héðan.

http://polites.blog.is/blog/polites/entry/1215588/


Taugaveiklun í evrulandi

Monti forsætisráðherra Ítalíu skrapp óvænt til Belgíu að kíkja á húsnæði sitt þar, sem hann festi kaup á þegar hann var starfsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en ekki í verktöku eins og nú. Hlutabréf féllu vegna ferðar Monti enda túlkar markaðurinn hvert frávik sem upphaf að hruni.

Fyrrum starfsfélagi Monti hjá framkvæmdastjórninni, Papademos, sem stýrir Grikklandi í verktöku, tilkynnti enn á ný að Grikkland stæði frammi fyrir gjaldþroti. Markaðurinn hreyfðist ekki vegna tilkynningarinnar enda er búið að verðleggja gjaldþrot Grikklands inn í hlutabréfavísitölur. Spurningin er bara um smithættuna frá grísku gjaldþroti.

Taugaveiklunin í evrulandi verður ríkjandi næstu misserin á meðan heimurinn bíður eftir lokaþætti evru-harmleiksins.


mbl.is Skjálfti vegna ferðar Montis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: 16% fátækt og 25% félagsleg útskúfun

Barátta ESB fyrir aukinni samkeppnishæfni sambandsins hefur því fremur falist í því að gera ESB að samkeppnishæfara um ódýrt og hreyfanlegt vinnuafl í samkeppni við lönd eins og Kína og Indland, en að öll áhersla hafi legið á þekkingarsköpun og dýrari störf. Í þeim mæli sem þróunin hefur gengið í báðar áttir, hefur gjáin milli hinna betur stæðu og hinna sem minna hafa milli handanna, aukist. Árið 2005 töldust 78 milljónir íbúa ESB vera við eða undir fátæktarmörk eða um 16%. Og samkvæmt Eurostat býr nú rétt tæpur fjórðungur af öllum íbúum ESB, um 120 milljónir manna, við hættu á að falla undir fátækramörk eða lenda í félagslegri útskúfun!

Sjá ESB og almannahagur.


Óstjórn og ofveiði ESB til Íslands í boði ríkisstjórnarinnar

Þrettán aðildarríki ESB fengu árið 2009 niðurgreiðslur sem námu hærri upphæð en nam aflaverðmæti viðkomandi ríkja. Niðurgreiðslurnar eru meðal annars til endurnýjunar skipa og niðurgreiðslu á olíu. Ríflega 40 prósent styrkja ESB runnu til fyrirtækja á Spáni, í Frakklandi og Danmörku.

Samkvæmt skýrslunni er fiskveiðifloti ESB-landanna allt of stór. Meirihluti fiskistofna innan lögsögu ríkjanna er ofveiddur og mikið tap er á atvinnugreininni.

Ofanritað er úr frétt í vísi.is á gamlársdag. Ósagt er í fréttinni hvers vega í veröldinni ríkisstjórn Ísland vill færa sjávarútveg okkar inn í þetta handónýta kerfi Evrópusambandsins, sem einkennis af aumingjavæðingu annars vegar og hins vegar ofveiði.


Frönsk stofnun: Eitt Stór-Evrópuríki eða endalok ESB

Ríkisskuldakreppa evru-ríkjanna verður aðeins leyst með myndun nýs ríkis þeirra þjóðríkja sem eiga aðild að evru-samstarfinu. Þetta segir Xavier Timbeau sem er forstjóri fyrir greiningarstofnunina OFCE við Sciences Po i París.

Stofnunin kynnti nýverið skýrslu um evru-kreppuna og niðurstaðan er skýr. Annað hvort verða evru-ríkin að gefa frá sér fullveldið til sameiginlegs ríkisvalds eða að Evrópusambandið liðist í sundur.

ESB-ríki utan evru-samstarfsins munu ekki taka þátt í myndun Stór-Evrópu. Bretar hafa sagt sig frá samrunaþróuninni. Pólski forsætisráðherrann, Donald Tusk, sagist um helgina vera efnasemdarmaður um Evrópusambandið.


mbl.is Danskir forstjórar vilja ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 912
  • Frá upphafi: 1117684

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 814
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband