Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

99% líkur á endalokum evrunnar

Rannsóknastofnunin CEBR segir nær öruggt, 99 prósent líkur, að evran líði undir lok næsta áratuginn. Á þessu ári eru allar líkur á að Grikkir hverfi úr evru-samstarfinu og mögulega Ítalía sömuleiðis.

Skötuhjúin Merkel og Sarkozy eiga ýmislegt vantalað fyrir enn einn neyðarfundinn í Evrópusambandinu.

Um Merkozy má segja að þau reyni að bjarga því sem bjargað verður. Önnur skötuhjú, Jógrímur, eru aftur á móti iðinn við kolann að eyðileggja það sem eyðilagt verður, með því að farga fullveldi og krónu.


mbl.is Merkel og Sarkozy funda 9. jan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn fullveldis í eftirspurn

Bæði á vinstri væng stjórnmálanna sem þeim hægri er eftirspurn eftir stjórnmálaafli sem túlkaði þá staðfestu afgerandi meirihluta þjóðarinnar að búa áfram í fullvalda þjóðríki utan ríkjabandalags eins og ESB.

Í nýársávarpi sínu ræddi Ólafur Ragnar Grímsson forseti um tækifæri Íslendinga sem fullvalda þjóðar til þátttöku í alþjóðasamstarfi sem myndi byggjast á okkar hagsmunum. Ólafur Ragnar hvatti jafnframt þjóðina til ráðdeildar í efnahagsmálum og til að gæta hófs í útþenslu ríkisvaldsins.

Alþingiskosningar eru eftir hálft annað ár. Eru ekki allir klárir í bátana?


mbl.is Telur forsetann eiga stuðning vísan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og fullveldið eru verkfæri til sjálfsbjargar

Evrópuhugsjónin um að samninga þjóðir álfunnar undir þýsk-frönsku forræði breyttist í martröð fyrir jaðarþjóðirnar þegar þær þurftu að bregðast við efnahagserfiðleikum. Grikkjum, Írum og Lettum eru allar bjargir bannaðar þegar fullveldið er komið til Brussel og peningamálin til Seðlabanka Evrópu.

Þökk sé efnahagslegu fullveldi og sjálfstæðum gjaldmiðli gátu Íslendingar brugðist við efnahagskreppunni með viðurkenndum aðferðum; lækka gengið og láta ónýtan rekstur í gjaldþrot.

Hagkerfi lenda í kreppu reglulega. Evrópusambandið er ekki uppskrift að áhyggjulausri efnahagstilveru. Hættum þessari vitleysu og drögum umsóknina tilbaka.


mbl.is Íslenska leiðin var best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskir ræða norður-evru

Fjármálaritstjóri virtasta dagblaðs Þýskalands, Frankfurter Allgemeine Zeitung, tekur áskorun bresks lávarðar um að að setja fram áætlun um afnám evrunnar. Útfærslan er aðalefni blaðsins á nýársdag.

Tillagan er um að ný mynt, norður-evran, tæki við af evrunni í Þýskalandi með tilheyrandi gjaldeyrishöftum. Með leifturaðgerðum eina langa helgi væri evrusamstarfinu sópað undir teppið.

Frakkar verða ekki kátir með þessa umræðu Þjóðverjanna. ESB-sinnar á Íslandi munu aftur á móti túlka umræðuna sem styrkleikamerki fyrir evru-samstarfið.


mbl.is Sarkozy boðar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 291
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 2310
  • Frá upphafi: 1210249

Annað

  • Innlit í dag: 261
  • Innlit sl. viku: 2091
  • Gestir í dag: 246
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband