Leita í fréttum mbl.is

Jarđakaup útlendinga eftir aldarfjórđung í EES

HGHjörleifur Guttormsson náttúrufrćđingur ritar grein sem birt er í Morgunblađinu í dag um ofangreint efni. Í greininni fer hann yfir ţađ hvernig EES-samningurinn hefur opnađ ađgang erlendra ađila ađ jarđnćđi á Íslandi og hann hvetur til ţess ađ undirstađan fyrir sjálfbćra nýtingu og íslenskan umráđarétt verđi styrkt. Greinin í Morgunblađinu er endurbirt hér:

Jarđakaup útlendinga eftir aldarfjórđung í EES

Und­an­fariđ hafa marg­ir stigiđ fram og varađ viđ mikl­um upp­kaup­um er­lendra ađila á land­ar­eign­um hér­lend­is. Fyr­ir rúmu ári gerđi Örn Bergs­son, formađur Lands­sam­bands land­eig­enda (LLÍ), kaup bresks auđjöf­urs á Gríms­stöđum og jörđum í Vopnafirđi ađ um­tals­efni á ađal­fundi sam­tak­anna í Reykja­vík. „Er ţetta ţađ sem viđ vilj­um, erum viđ til­bún­ir ađ selja landiđ? Heilu sveit­irn­ar til er­lendra auđjöfra? Leggja ţćr ţess vegna í eyđi? Eđa ađ viđ verđum leiguliđar í eig­in landi?“ (Bćnda­blađiđ 20. apríl 2017) Jó­hann­es Sig­fús­son á Gunn­ars­stöđum tók sama mál upp á ađal­fundi Land­sam­bands veiđifé­laga 13. júní sl. „Ţetta er ţróun sem er mjög al­var­leg. Vatns­rétt­ind­in eru til framtíđar séđ gríđarlega verđmćt, ekki síđur en laxveiđirétt­ur­inn. Svo ekki sé talađ um nátt­úr­una. ... Viđ verđum ađ koma ein­hverj­um bönd­um á ţetta. Viđ erum ađ missa landiđ úr hönd­um okk­ar“ (Bćnda­blađiđ 21. júní sl.). Í Mýr­dals­hreppi, ţar sem sviss­nesk­ur auđmađur keypti jarđir og veiđirétt­indi ţegar áriđ 2003, hef­ur fast­eigna­fé­lag međ höfuđstöđvar í Alaska nú keypt Hót­el Kötlu á Höfđabrekku aust­an viđ Vík ásamt međ 4.700 hekt­ur­um lands og veiđirétt­ind­um. Fleiri jarđir eru til sölu á ţess­um slóđum, t.d. Hjör­leifs­höfđi um 12.000 hekt­ara ađ stćrđ, og út­lend­ing­ar tald­ir lík­leg­ir kaup­end­ur. (Mbl. 10. júlí 2018) Í Fljót­um í Skagaf­irđi hef­ur banda­ríska ferđaţjón­ustu­fyr­ir­tćkiđ Eleven Experience keypt marg­ar búj­arđir og fast­eign­ir og ţví tengt er fé­lagiđ Fljóta­bakki sem rek­ur ţar stórt lúx­us­hót­el. Bćnd­ur á svćđinu og formađur Byggđaráđs Skaga­fjarđar lýsa áhyggj­um yfir ţess­ari ţróun fyr­ir sam­fé­lagiđ sem fyr­ir er og telja ađ ríkiđ ţurfi ađ grípa til ađgerđa ţar og á landsvísu. (Mbl. 14. júlí 2018).

 

EES-samn­ing­ur­inn og vett­linga­tök stjórn­valda

Ţađ ferli sem hér er komiđ á fullt skriđ víđa um land á rćt­ur í EES-samn­ingn­um og háska­leg­um vett­linga­tök­um ís­lenskra stjórn­valda viđ gerđ hans. Í opnu bréfi til Stein­gríms Her­manns­son­ar for­sćt­is­ráđherra sem birt­ist í Tím­an­um 1. fe­brú­ar 1991 vakti ég at­hygli á hvert stefndi ţvert á yf­ir­lýs­ing­ar hans viđ upp­haf máls­ins 1989. Í svar­grein hans í sama blađi viku síđar vísađi Stein­grím­ur í for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga og bćtti viđ: „Allt slíkt er gert ráđ fyr­ir ađ herđa. Eign­ar­hald er­lendra ađila á landi, sem ekki er nauđsyn­legt vegna at­vinnu­rekst­urs, verđur ekki leyft.“ Eft­ir stjórn­ar­skipt­in 1991 var falliđ frá flest­um fyr­ir­vör­um viđ samn­ing­inn af Íslands hálfu og vísađ til vćnt­an­legra ákvćđa í fjár­fest­inga-, fast­eigna-, jarđa- og ábúđarlög­um, sem sett voru síđar á ára­bil­inu 1996-2004. Ţegar til kast­anna kom reynd­ust ţau hald­lít­il eđa hald­laus, enda ţar ađ margra mati gengiđ lengra í ađ opna fyr­ir fjár­fest­ing­ar út­lend­inga en EES-rétt­ur­inn krafđist. – Á 140. lög­gjaf­arţingi 2011-2012 flutti Guđfríđur Lilja Grét­ars­dótt­ir ţingmađur Vinstri grćnna til­lögu til ţings­álykt­un­ar um end­ur­skođun á lagaum­hverfi er varđar upp­kaup á landi (329. mál). Í ít­ar­legri grein­ar­gerđ rakti hún liđ fyr­ir liđ und­an­hald og hyskni stjórn­valda, meiri­hluta Alţing­is og rík­is­stjórna, viđ ađ gćta ís­lenskra hags­muna á ţessu sviđi um langt skeiđ. Vinstri grćn­ir end­ur­fluttu til­lög­una ţríveg­is óbreytta, síđast Svandís Svavars­dótt­ir ásamt fleir­um voriđ 2017, en sem fyrr án telj­andi viđbragđa frá öđrum ţing­flokk­um. Ţađ er loks nú ađ ýms­um öđrum á Alţingi og í sveit­ar­stjórn­um virđist orđin ljós al­vara máls­ins.
 

Fót­festa í stjórn­arsátt­mála

Í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar seg­ir und­ir liđnum byggđamál eft­ir­far­andi: „Kannađar verđa leiđir til ađ setja skil­yrđi viđ kaup á landi sem taka miđ af stefnu stjórn­valda um ţróun byggđar, land­nýt­ingu og um­gengni um auđlind­ir.“ Ţótt hér sé ekki fast ađ orđi kveđiđ vek­ur ţetta ákvćđi von­ir um ađ loks verđi brugđist viđ ţeirri háska­legu ţróun sem viđ blas­ir. Ţar duga aug­ljós­lega eng­in vett­linga­tök. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sćt­is­ráđherra gaf til kynna um síđustu helgi ađ unniđ vćri ađ mál­inu á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fregna vćri ađ vćnta í nćsta mánuđi um und­ir­bún­ing ađ fyr­ir­huguđum ađgerđum. Hér er um afar stórt og margţćtt mál ađ rćđa, sem reynt get­ur á túlk­un og ţanţol EES-samn­ings­ins. Miklu skipt­ir ađ ríki og sveit­ar­stjórn­ir nái sam­an um leiđir ađ marki, ţar sem túlk­un skipu­lags­ákvćđa, nátt­úru­vernd, vatns­vernd og marg­ir fleiri ţćtt­ir geta komiđ viđ sögu.
 

Auđlind­ir, sam­eign eđa sér­eign

Af­drifa­ríkt skref var stigiđ fyr­ir tveim­ur ára­tug­um ţegar sett voru lög nr. 57/1998 um rann­sókn­ir og nýt­ingu á auđlind­um í jörđu. Í 3. grein ţeirra seg­ir: „Eign­ar­landi fylg­ir eign­ar­rétt­ur ađ auđlind­um í jörđu, en í ţjóđlend­um eru auđlind­ir í jörđu eign ís­lenska rík­is­ins, „nema ađrir geti sannađ eign­ar­rétt sinn til ţeirra.“ Um sama leyti voru sett lög­in um ţjóđlend­ur og ákvörđun marka eign­ar­landa og af­rétta (nr. 58/1988) sem mjög hafa komiđ viđ sögu síđan. Međ fyrr­nefndu lög­un­um var eig­end­um jarđa í einka­eign af­hent­ur eign­ar­rétt­ur auđlinda sem ţeim tengj­ast svo langt niđur sem kom­ist verđur. Hér­lend­is snert­ir ţetta ekki síst rétt­inn til jarđhita. Međ ţess­um lög­um var hafnađ laga­frum­varpi sem ég ásamt fleiri ţing­mönn­um Alţýđubanda­lags­ins hafđi flutt margsinn­is um ađ lög­festa sem ţjóđar­eign all­an jarđhita und­ir 100 metra dýpi, líkt og kveđiđ er á um víđa er­lend­is, m.a. í Banda­ríkj­un­um og Nýja-Sjálandi. Lćr­dóms­ríkt er ađ skođa af­leiđing­ar ţessa viđ nú­ver­andi ađstćđur ţegar út­lend­ing­ar eru ađ eign­ast ć fleiri jarđir hér­lend­is. – Bet­ur tókst til ţegar Alţingi setti fyrstu lög­in um eign­ar­rétt ís­lenska rík­is­ins ađ auđlind­um hafs­botns­ins inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu (nr. 73/1990). Sam­kvćmt ţeim er ís­lenska ríkiđ eig­andi allra auđlinda – á, í eđa und­ir hafs­botn­in­um utan net­laga.

 

Nú á af­mćlis­ári full­veld­is er ţess ósk­andi ađ stjórn­völd legg­ist sam­an á árar til ađ treysta und­ir­stöđuna sem felst í ís­lensk­um umráđarétti og sjálf­bćrri nýt­ingu gćđa lands og hafs.

Höf­und­ur er nátt­úru­frćđing­ur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 969413

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband