Leita í fréttum mbl.is

Gögn utanríkisráðuneytis um umsóknarferlið

Lesendur Heimssýnarvefjarins eru fljótir að átta sig á því sem aðrir í tímahraki fundu ekki strax. Gögn utanríkisráðuneytisins um umsóknarferlið voru náttúrulega á sínum stað þótt leiðum að þeim hefði einhvers staðar verið breytt. Svona skilar samvinnan sér. Hafið bestu þakkir fyrir. Utanríkisráðuneytið var vitaskuld með þetta á vísum stað! Glöggir lesendur geta svo séð hvort þarna vanti að þýða einhverjar skýrslur.

Sbr. fyrri færslu:

Glöggir lesendur Heimssýnarvefjarins hafa tekið eftir því að efni á íslensku um aðildarviðræður við ESB sem áður var aðgengilegt er ekki vel sýnilegt lengur á vef utanríkisráðuneytisins. Efnið er aðgengilegt á ensku en við viljum gjarnan hafa áfram aðgang að því efni sem hinir þýðingarmiklu þýðendur stjórnarráðsins höfðu fyrir að vinna. 

Þess vegna er þeim eindregnu tilmælum beint til ráðuneytisins að gera þetta efni betur aðgengilegt því þar er ýmsan fróðleik að finna.

Á ensku er þetta hér: http://eu.mfa.is/documents/

Sé hér um einhvern misskilning eða mislestur að ræða skal strax beðist afsökunar á því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugar ekki að fara á linkinn og klikka á "Íslenska" efst á síðunni, hægra megin við miðju?

Ufsi (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 16:16

2 Smámynd:   Heimssýn

Glæsilegt - málið leyst. Oftast fleiri en ein leið til að leita þegar vefjum er breytt. Bestu þakkir:

http://www.vidraedur2009-2013.is/gognin/ 

Heimssýn, 25.3.2015 kl. 16:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

En af hverju er þetta ekki á vef utanríkisráðuneytisins? Þessi vefslóð er ekki auðfundin fyrir venjulegt fólk.

Það eru skilyrði ESB að þetta sé öllum aðgengilegt og opið. Engar krókaleiðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 16:54

4 Smámynd:   Heimssýn

Þetta skoðast líklega á breytingar á vefjum. Íslenska hlutanum var breytt en ekki þeim enska. Kannski átti eftir að breyta þessum enska og þá hefði þetta e.t.v. horfið alveg! En þetta eru söguleg gögn og þau þurfa náttúrulega að vera aðgengileg án krókaleiða - rétt er það.

Heimssýn, 25.3.2015 kl. 17:25

5 identicon

Í skýrslu ESB um viðræðurnar er dagsetningin 10.10.2012 sem lokaskjal. Það þýðir að þá var allt komið í hnút hjá Össuri og pakkinn sem þjóðin átti að kíkja í gjörsamlega tómur. Ekki hafði Össur eða Jóhanna fyrir því að segja þjóðinni frá því, nei, láta það bíða þar til í febrúar 2013. Var þetta fólk að vinna af heilindum fyrir okkur? Svona er lokaniðurstaðan um fiskveiðimál,

Iceland continues to apply a fisheries management system which has similar objectives to

those pursued in the EU, but some rules differ substantially. Overall, Iceland’s fisheries policy

is not in line with the acquis. Existing restrictions in the fisheries sector on freedom of


establishment, services and capital movements are not in line with the acquis.

Sem sagt, ekki í samræmi við markmið ESB. Skyldi fólkið á Austurvelli skilja ensku og þá þessa einföldu niðurstöðu?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 20:47

6 identicon

Upphafsorð fundargerða 2013:----53. fundur samninganefndar Íslands vegna aðildarviðræðna Íslands og ESB Þriðjudag 15. janúar 2013 --Aðalsamningamaður gerði grein fyrir samkomulagi stjórnarflokkanna um fyrirkomulagaðildarviðræðna við ESB, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar í gær.Í samkomulaginu felst að fram að kosningum verði ekki unnið frekar við mótun samningsafstöðu í þeim fjórum köflum sem enn eru ófrágengnir.----- 54. fundur Þriðjudag 26.febrúar 2013--Farið var yfir stöðu mála í flestum köflum samningaviðræðnanna. Gerð var grein fyrir vinnunni undanfarin misseri og því sem framundan er á einstökum sviðum.------55. fundur Miðvikudag 20. mars 2013--Gerð var grein fyrir þeirri vinnu sem farið hafði fram í samningahópi um landbúnaðarmál mánuðina fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar í janúar um að hægja á þeim kafla.----- 54. fundur Mánudag 22.apríl 2013--Tilefni fundarins var útgáfa skýrslu um Evrópumál: Aðildarviðræður Íslands og ESB–framvinda og staða.

Undarlegt þegar menn telja sig vera að uppgötva eitthvað sem þúsundir hafa séð og margoft komið fram í fjölmiðlum. Skyldi fólkið í sveitinni bara fá fréttir annað hvert ár?

Jós.T. (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 160
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 2272
  • Frá upphafi: 1112314

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 2043
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband