Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Miðvikudagur, 14. september 2011
Fiskveiðar og styrkjaveiðar
Ísland mun greiða um 15 milljarða króna til Brussel ef við álpuðumst inn í Evrópusambandið. Áætlað er að um 12 milljarðar króna komi til baka í formi styrkja. Smábátasjómenn við Ísafjarðardjúp gera sér vonir um að fiska vel í sjóðum Evrópusambandsins. Eftirfarandi er haft eftir formanni trillukarlanna
Sigurður segir að stjórn Eldingar vonist til að með inngöngu í ESB, geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum.
Sigurður þarf að útskýra hvernig hann fær út að fiskveiðar og styrjaveiðar séu einn og sami hluturinn.
Miðvikudagur, 14. september 2011
Samningsmarkmið Íslands er aðeins eitt: innganga
Samningamaður Finna við Evrópusambandið á síðsta áratug sagði í erindi sem hann hélt hér á landi að aðalatriði fyrir umsóknarríki væri að hafa fá og skýr samningsmarkmið. Samningamaðurinn sagði að frá bæjardyrum Evrópusambandsins sé snerust viðræður um aðlögun umsóknarríkis að reglum sambandsins.
Samfylkingarhluti ríkisvaldsins hefur hvorki kynnt Íslendingum né Evrópusambandsins samningsmarkmið Íslands. Í nýlegri rýniskýrslu Evrópusambandsinsum landbúnaðarmál er með diplómatísku orðalagi vakin athygli á að Ísland hefur ekki enn lagt fram samningsmarkmið, ,,Iceland will include proposals in this regard in its negotiation position," segir á einum stað.
Það er óðum að renna upp fyrir fólki hvað þessi leynd með samningsmarkmiðin segir. Eina samningsmarkmið Samfylkingarinnar er að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, - hvað sem það kostar.
Þriðjudagur, 13. september 2011
Aðlögunin fellir umsóknina - og Össur
Umræðan um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu líður fyrir blekkingar aðildarsinna. Össur Skarphéðinsson er eins og jafnan iðinn við kolann. Nýverið tilkynnti Evrópusambandið að viðræðum við Ísland um landbúnaðarmál yrði frestað þar sem Ísland hefur ekki aðlagað regluverk sitt Evrópusambandinu.
Össur hefur ætíð neitað því að umsóknarríkið Íslandi þurfi að gangast undir reglur Evrópusambandsins um aðlögun. Sölumennska Össurar er að Íslendingar ,,kíki í pakkann" með óskuldbindandi viðræðum. En það er ekki í boði.
Í bréfi frá Evrópusambandinu segir um aðlögunarkröfuna í landbúnaðarmálum
Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into accoount the specific circumstances for agriculture in Iceland.
Hér er talað um heildaráætlun (strategy) og að framkvæmdaáætlun (schedule of measures) verði hrint í framkvæmd jafnt og þétt (to be taken progressively) til að íslenska landbúnaðarkerfið uppfylli lög og reglur ESB frá fyrsta degi aðildar.
Bréfið er krafa um aðlögun að Evrópusambandinu og í fullu samræmi við þá yfirlýstu stefnu sambandsins að eina leiðin inn er leið aðlögunar.
Össur Skarphéðinsson kallar það góðan gang í viðræðum þegar umsóknin er stand.
Leggjum aðildarumsóknina til hliðar, skrifum undir hjá skynsemi.is
Össur: Andstæðingar ESB hræddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. september 2011
Mótsögn Fréttablaðsins
Ólafur Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið um undirskriftasöfnunina til stuðnings því að umsóknin um aðild að ESB verði lögð til hliðar. Er hann með undarlegri innleggjum í Evrópusambandsumræðuna.
Kjarninn í máli Ólafs er að óvissuástand í Evrópu sé ekki tilefni til að leggja aðildarumsóknina til hliðar þar sem Evrópusambandið er hvort eð er í stöðugri þróun og það mun ávallt vera óvissa um hvernig framtíð þess lítur út. Spurningin um aðild snýst um það hvort þjóðin ætli sér að taka þátt í samrunaverkefni Evrópu.
Þetta eru ágæt rök sem vel má ræða.
Í síðustu efnisgrein leiðarans er hinsvegar eins og Ólafur snúist 180 gráður og hafnar því að almenn andstaða við aðild sé nokkur rök fyrir því að draga aðildarumsóknina til baka því ekki sé búið að ganga frá samningum um innleiðingu Evrópulöggjafarinnar eins og hún stendur nákvæmlega núna! Án þeirra er nefnilega engin leið að vita hvað aðild þýðir í raun.
-----------------------
Annars hvet ég alla til að skrifa undir á skynsemi.is
(Tekið héðan.)
Mánudagur, 12. september 2011
98 prósent líkur á grísku gjaldþroti
Bloombergfréttastofan segir 98 prósent líkur á gjaldþroti ríkissjóðs Grikklands næstu fimm árin. Þetta er ekki mislestur; nítíuogáttaprósent líkur á gjaldþroti Grikkja. Grikkjum tókst ekki að hemja skuldabálið tæka tíð og tilraunir ríkisstjórnar sósíalista til að laga ríkisreksturinn eru dæmdar.
Grikklandi er haldið á lífi með fjármögnun frá Evrópska Seðlabankanum. Óeining er innan bankans vegna þessara björgunaraðgerða. Nýverið sagði Jürgen Stark aðalhagfræðingur bankans af sér störfum til að mótmæla stuðningi bankans við Grikkland, Spán og Ítalíu.
Þegar Grikkland er fallið standa Spánn og Ítalía berskjölduð.
Mánudagur, 12. september 2011
Fréttablaðið falsar veruleikann
Fréttablaðið falsar vilja almennings með því að búa til ómarktæka skoðanakönnun um afstöðu fólks til aðildarumsóknar Íslands.
Fréttablaðið spurði: ,,Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?"
Í seinni liðnum eru í raun tvær spurningar: a) um að ljúka aðildarviðræðum og b) um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Með því að hafa spurninguna tvöfalda hækkar Fréttablaðið hlutfall þeirra sem eru með þá skoðun sem blaðið vill að fólk hafi.
Í sumar gerði Gallup könnun fyrir Heimssýn um afstöðu fólks til aðildarumsóknar Íslands. Spurning Heimssýnar var eftirfarandi: ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?
51,0 prósent sögðust hlynnt því að umsóknin yrði dregin tilbaka. 10,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg 38,5 prósent sögðust andvíg því að umsóknin yrði dregin tilbaka.
Könnun Heimssýnar uppfyllir kröfur um faglega skoðanakönnun en könnun Fréttblaðsins gerir það ekki.
Laugardagur, 10. september 2011
ESB-umsóknin lamar endurreisnina
Samfylkingin gerði þjóðinni tilboð fyrir síðustu kosningar um endurreisn á forsendum aðildarumsóknar til Evrópusambandsins. Þjóðin hafnaði tilboði Samfylkingar með því að aðeins 29 prósent kjósenda gaf flokknum atkvæði sitt. Engu að síður þjösnaði Samfylkingin umsókninni í gegnum alþingi með hjálp svikulla þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Umræðan frá sumrinu 2009 um Evrópumál hefur hert þjóðina í andstöðu sinni við inngöngu. Þrátt fyrir það að engar líkur eru til að andstaðan linist heldur samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar umsókninni til streitu.
Endurreisn Íslands eftir hrun mun fara fram á forsendum fullveldis. Á meðan ríkisstjórnin vinnur að framsali fullveldis verður engin endurreisn.
Þráteflinu lýkur aðeins með þeim hætti að umsóknin verði lögð til hliðar. Skrifum undir skynsemi.is
Allt í biðstöðu vegna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. september 2011
Bjarni Ben. uppsker fyrir einarða ESB-andstöðu
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 50 prósent fylgi í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Könnunin var gerð stuttu eftir að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, tilkynnti einarða andstöðu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Formaður Sjálfstæðisflokksins talar fyrir munn meirihluta þjóðarinnar sem vill að umsókn Íslands verði lögð til hliðar og það skilar sér í stórauknu fylgi.
Umsóknin var dauð fyrir þessa könnun. Núna er búið að jarða hana.
Ríkisstjórnin með 26% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. september 2011
Evrópuherinn aftur á dagskrá
Sameiginlegur fáni, sameiginlegt mynt og sameiginlegur her. Um að gera að nota evru-kreppuna til að taka Evrópuherinn aftur á dagskrá þannig að fáir taka eftir.
Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu.
Munum eftir skynsemi.is
Vilja evrópska herstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. september 2011
Evrópusambandið ætlar sér hlut í orkunni
Günther Oettinger, orkumálaráðherra ESB, hefur lagt fram frumvarp sem varðar stærri orkusamninga aðildarríkja við ríki utan Evrópusambandsins, s.s. um kaup á olíu, gasi og rafmagni.
Samkvæmt því þarf fullvalda" ríki að fá samþykki frá Brussel fyrir orkusamningi.
Fleira ljótt er að finna í frumvarpinu, t.d. um upplýsingaskyldu gagnvart Brussel um atriði sem eru viðskiptalegs eðlis og flokkuð sem trúnaðarmál. Frétt um frumvarpið má lesa hér.
Einnig má Framkvæmdastjórn ESB eiga áheyrnarfulltrúa í samninganefnd hins fullvalda" aðildarríkisins.
Meðal dýrmætustu auðlinda okkar Íslendinga eru fallvötnin og jarðhitinn. Við setjum okkar orkulöggjöf sjálf.
Með Lissabon samningnum var Brussel veittur aukinn réttur til löggjafar á sviði orkumála. Er það gæfulegt fyrir þjóð, sem á svo mikla framtíðarhagsmuni undir orku, að flytja þetta vald úr landi?
Ef við villumst inn í Evrópusambandið er það hluti af pakkanum" að afsala sér þeim rétti og fá skipanir sendar í pósti. Lissabon sáttmálinn sér til þess.
(Tekið héðan.)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 213
- Sl. sólarhring: 354
- Sl. viku: 2622
- Frá upphafi: 1165996
Annað
- Innlit í dag: 172
- Innlit sl. viku: 2263
- Gestir í dag: 164
- IP-tölur í dag: 164
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar