Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Jónas evruópusinni styður hlé á umsóknarferli

Jónas Kristjánsson ritstjóri og ofurbloggari skrifar:

Evran og Evrópusambandið eru orðin að steinbarni í maga ríkisstjórnarinnar. Vandræði Írlands, Grikklands og fleiri ríkja fæla fólk frá umsókn um aðild. Meirihluti er gegn henni og hann fer vaxandi. Meðan Evrópa er í vandræðum, er engin von um, að þjóðin samþykki aðild, hverjir svo sem skilmálarnir verða. Setja þarf málið í hægagang og kanna aðild betur síðar, er aðstæður verða betri. Ég segi þetta sem sannfærður evrópusinni. Atkvæðagreiðsla við núverandi aðstæður gerir bara illt verra. Eyþjóðin er of heimsk og roggin til að skilja, að framtíð hennar felst í auknu samstarfi við nálægar þjóðir.

Við eigum öll að skrifa undir hjá skysemi.is og hjálpa alþingi að taka réttu ákvörðunina.


Grikkjum fórnað fyrir evruna

Grikkir verða knúnir til að taka upp sína gömlu mynt í stað evru. Evrópusambandið getur ekki rekið Grikki út sambandinu, það er ekki hægt samkvæmt Lissabonsáttmálanum. Grikkir munu á hinn bóginn ekki fá nauðsynlega aðstoð frá Evrópusambandinu og þar með ýtt út í gjaldþrot.

Brussel hugsar dæmið þannig að þjóðargjaldþrot Grikkja og úrsögn úr evru-samstarfinu kenni öðrum óreiðuríkjum lexíu s.s. Ítalíu og Portúgal og Spáni. Valið standi á milli stórfellds opinbers niðurskurðar þ.m.t. launalækkun eða þjóðargjaldþrot.

Evran er ekki alveg að gera sig. 


mbl.is Lönd sem bregðast yfirgefi evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldabandalag evru-ríkja útilokað

Þýski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í gær að varanlegt framsal á fjárveitingarheimildum þýska þingsins sé óheimilt. Af úrskurðinum leiðir útilokun á eina raunhæfa möguleika evrunnar að lifa, sem er skuldabandalag ríkjanna 17 sem mynda evruland.

Ambrose Evans-Pritchard útskýrir í Telegraph hvernig dómsniðurstaðan frestar hinu óhjákvæmilega.

Evran er kjörin skotspónn markaða og það verður herjað miskunnarlaust á þau ríki sem þykja veikasti hlekkurinn.


Leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands

Utanríkisráðuneytið hefur ekki birt samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Í rýniskýrslu Evrópusambandsins um landbúnaðarmál er með diplómatísku orðalagi vakin athygli á að Ísland hefur ekki enn lagt fram samningsmarkmið, ,,Iceland will include proposals in this regard in its negotiation position," segir á einum stað.

Í stað þess að leggja fram samningsmarkmið Íslands, bæði í landbúnaðarmálum og öðrum málaflokkum, pukrast stjórnvöld með þessa brýnu hagsmuni þjóðarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist hafa rætt samningsmarkmið Íslands á fundi með Merkel kanslara Þýskalands í sumar en almenningur á Íslandi fær ekkert að vita um þær viðræður.

Leyndin sem samningsmarkmið Íslands eru sveipuð sýna ótvírætt að ríkisstjórnarparturinn sem er undir forræði Samfylkingar treystir sér ekki til að koma hreint fram gagnvart þjóðinn í málefnum aðildarumsóknar.

Leggjum umsóknina til hliðar, styðjum framlag skynsemi.is

(Tekið héðan).


Umsóknina upp á hillu

Tímbært er að leggja umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu á hilluna. Eftir því sem umræðan eykst herðist andstaðan við aðild. Aðeins einn stjórnmálaflokkur er hlynntur aðild að ESB, Samfylkingin, sem mælist með um 20 prósent fylgi.

Aðildarsinnar geta ekki gert sér neinar raunhæfar vonir um að andstaða Íslendinga við aðild minnki í bráð. Evrópusambandið glímir við djúpstæða pólitíska og efnahagslega kreppu og mun ekki leysa úr sínum málum á næstu árum.

Skrifum undir á www.skynsemi.is 


mbl.is Undirskriftir gegn aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin vill samning án aðlögunar

Evrópusambandið er með skýra stefnu gagnvart umsóknarþjóðum. Stefnan felst í því að umsóknarþjóðir aðlagist Evrópusambandinu jafnt og þétt í gegnum aðlögunarferli. Þetta fyrirkomulag var tekið upp af hálfu ESB um síðustu aldamót.

Samfylkingin hefur aldrei viljað kannast við kröfu Evrópusambandsins um aðlögun. Í því felst blekkingarleikurinn gagnvart kjósendum á Íslandi. Samfylkingin reynir enn að telja fólki trú um að hægt sé að fá samning án aðlögunar.

Það er einfaldlega ekki hægt. 


mbl.is Samninginn í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grískar skuldir og evrópskir bankar

Það er óopinbert leyndarmál, segir Josef Ackermann forstjóri Deutsche Bank, að ef ríkisgjaldþrot verður í Grikklandi og bankar veðri að afskrifa útistandandi lán munu margir bankar falla. Áhættan sem bankar tóku í skjóli evru hefur verið flutt á ríkissjóði Evrulanda og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Í Evrópu þarf að afskrifa skuldafjall sem myndaðist í Suður-Evrópu þar sem lágir vextir í áratug ýttu undir eignabólu sem nú er sprungin. Þá þurfa efnahagskerfi Suður-Evrópu á því að halda að evran falli um 30-40 prósent að verðgildi - til að ná tilbaka tapaðri samkeppnishæfni.

Járnhörð lögmál hagkerfisins mun á endanum leiða ráðandi öflum í Evrópu fyrir sjónir að evran stenst ekki í núverandi fyrirkomulagi.


Alþingi ræði aðlögunarkröfur ESB

Össur utanríkis og aðildarsinnar á Íslandi hafa reynt að telja þjóðinni trú um að óskuldbindandi aðildarviðræður séu í boði við Evrópusambandið. Svo er ekki. Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aðlögunarþar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp heildarlöggjöf Evrópusambandsins, sem kölluð er aquis.

Bréf pólsku formennskunnar til Íslands um að kaflinn um landbúnað verði ekki opnaður nema áætlun liggi fyrir um aðgerðir sem jafnt og þétt skal hrint í framkvæmd til að tryggja fulla samræmingu löggjafar Íslands við lög og regluverk Evrópusambandsins þegar að inngöngu kemur.

Aðlögunarkrafa Evrópusambandsins verður enn augljósari sé haft í huga að engin dagsetning liggur fyrir um inngöngu Íslands. Evrópusambandið ætlast til að breytingar á stjórnkerfi landsins fari fram samhliða viðræðum.

Alþingi veitti ekki ríkisstjórninni umboð til aðlögunar og því þarf að fara fram sérstök umræða um stöðuna sem komin er upp. Eina rökrétta niðurstaðan er að afturkalla umsóknina.

 


mbl.is Sjálfstæðismenn vilja fund sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítalía, Ísland og stöðugleikinn

Markaðurinn trúir ekki að evran haldi saman samstarfi þeirra 17 ríkja sem nota gjaldmiðilinn. Vegna skorts á trúverðugleika evru-samstarfsins veldur gjaldmiðillinn óstöðugleika. Financial Times leiðir fram nokkra ítalska fjármálamenn og iðnjöfra sem allir tóna sömu skilaboðin; Ítalía þarf á stöðugleika að halda.

Ef evran veldur óstöðugleika á Ítalíu, hvernig getur Samfylkingin haldið því fram að evran skapi stöðugleika á Íslandi?


Barroso og gríski harmleikurinn

Opinberar skuldir Grikkja eru 175 prósent af landsframleiðslu, fjárlagahallinn er níu prósent og hagkerfið stefnir í sex prósent samdrátt. Evrópusambandið er búið að samþykkja tvær björgunaraðgerðir fyrir Grikkland en vafa er undiropið hvort sú seinni fái framgang vegna andstöðu Finna.

Þótt önnur björgunaráætlunin fá framgang er víst að innan fárra mánaða verði Grikkir að biðja um nýja. Grikkland þarf að afskrifa um helming erlendra skulda og gengislækkun upp á 30 til 40 prósent. Hvorugt stendur til boða í Evrulandi.

Umræðan í Evrópu snýst ekki lengur um hvort heldur hvernig uppstokkun á evru-samstarfinu fer fram. Eftir því sem stjórnmálaelítan sem José Manuel Barroso er talsmaður fyrir frestar því óhjákvæmilega verður vandinn torleystari.  


mbl.is Sér ekki fyrir sér samdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 172
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1616
  • Frá upphafi: 1120072

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 1366
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband