Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt framboð til Evrulands

Dauðastríð evrunnar stendur yfir. Víða í ríkjum Evrópusambandsins er orðspor verjenda evrunnarvelt upp úr tjöru og fiðri. Aðildarsinnar á Íslandi eru kyriflega með lokuð öll skilningarvit og ætla að bjóða fram nýtt evru-sinnað framboð.

ESB-flokkurinn hans Guðmundar Steingrímssonar verður að byrja að leita að Evrópusambandinu sem flokkurinn ætlar að bjóða íslenskum kjósendum upp á.

Er það 17-ríkja Evrópusambandið sem glímir við evru-kreppuna og veit ekki hvort gjaldmiðillinn stendur eða hverfur? Er það 27-ríkja sambandið sem ekki getur komið sér saman um hvort eigi að bjarga þeim aðildarlöndum sem standa frammi fyrir gjaldþroti.

Evrópusambandið er í reynd klofið. Þjóðríki eins og Bretland og Svíþjóð munu ekki snerta evruna með töngum næsta áratuginn. En á þeim tíma ræðst hvort Þjóðverjar, Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar munu niðurgreiða lífskjör í Suður-Evrópu.

Guðmundur og félagar geta ekki reitt sig á að veruleikinn komi þeim til hjálpar í tæka tíð og margfrestað evru-uppgjör knýi fram niðurstöðu. Dauðastríð stórvelda eru jafnan langvinn.

(Byggt á þessu bloggi.)


mbl.is Áhugi víða fyrir nýju framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband