Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

MMR og fjölmiðlar segja ekki rétt frá

Það er athyglisvert hvernig skoðanakannanafyrirtækið MMR leggur út af nýlegri skoðanakönnum sinni um afstöðu landsmanna til aðildar að ESB og hvernig fjölmiðlar, sem eiga að segja nýjustu fréttir, éta gamlar fréttir upp eftir MMR.

Staðreyndin er sú að undanfarin tvö ár hefur andstaðan við aðild verið að aukast en stuðningur að minnka. Það sést greinilega þegar skýringarmynd MMR er skoðuð. Þannig hefur bilið á milli andstæðinga, sem hafa verið fleiri, og stuðningsmanna aukist úr um 7 prósentum í um 25 prósent frá júlílokum 2014. MMR velur hins vegar að hafa til samanburðar mitt ár 2012, þegar andstaðan var talsvert meiri og stuðningurinn minni. En það eru gamlar fréttir.

Hvers vegna er MMR leggja út af með gamlar fréttir og fjölmiðlarnir að éta þær upp eftir fyrirtækinu? Eru þetta ekki óboðleg vinnubrögð fjölmiðla?

Páll Vilhjálmsson hefur eina skýringu á þessu.


Andstaðan eykst: Ríflega helmingur á móti aðild að ESB, tæplega þriðjungur með

Ef kosið yrði núna væri afgerandi meirihluti landsmanna á móti aðild að ESB. Yfir helmingur svarenda í könnun MMR, 51,4%, sagðist andvígur eða mjög andvígur aðild að ESB, og rúmur fjórðungur, eða 27,1% svarenda, sagðist hlynntur eða mjög hlynntur því að Ísland gangi í ESB. Samkvæmt þessu eru 21,5% hvorki hlynnt né andvíg aðild. Á undanförnum tveimur árum hefur andstaðan heldur farið vaxandi ef litið er á gögn MMR og stuðningur við aðild farið þverrandi.

Fréttir sem MMR segir frá árinu 2012, um gífurlega andstöðu við aðild að ESB, eru gamlar fréttir. Hið nýja í þróuninni, nýju fréttirnar, er það sem er að gerast undanfarna mánuði. Þá hefur andstaðan verið að aukast úr um 7% við mitt ár í tæplega 25% núna.


mbl.is Rúmur helmingur á móti inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar evruríkjanna reyna að koma í veg fyrir krísu

Evran stuðlaði að vandræðum Grikkja. Nú reyna fjármálaráðherrar evruríkjanna að koma í veg fyrir enn eina krísuna á svæðinu.

Í meðfylgjandi frétt mbl.is segir: Á mánu­dag munu fjár­málaráðherr­ar evru­ríkj­anna funda í Brus­sel til að leita leiða til að koma í veg fyr­ir nýja krísu á svæðinu.

Sjá nánar í meðfylgjandi frétt.


mbl.is Samþykktu umdeildar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launafólk! Til hamingju með daginn!

utifasiHeimssýn óskar launafólki á Íslandi til hamingju með baráttudag verkafólks í dag og hvetur alla sem geta til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Í Reykjavík verður gengið í dag frá Hlemmi klukkan 13 og haldið niður Laugaveginn niður á Ingólfstorg. 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 1769
  • Frá upphafi: 1209174

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1637
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband