Leita í fréttum mbl.is

Bréf til félaga í Heimssýn

 

Ágćti félagi

Heimssýn, hreyfing sjálfstćđissinna í Evrópumálum, ţakkar stuđning ţinn og baráttu fyrir málstađ hreyfingarinnar og fagnar ţeim árangri ađ Evrópusambandsumsóknin hafi veriđ stöđvuđ. Barátta Heimssýnar og félaga á drjúgan hlut í ađ skila ţeim árangri.JonBjarna

Starfsemin ađ undanförnu

Framkvćmdastjórnin ásamt varastjórn kemur reglulega saman tvisvar í mánuđi og heldur stćrri opna fundi um einstök málefni nokkrum sinnum á vetri. Jafnframt er sjónarmiđum Heimssýnar reglulega komiđ á framfćri á vefjunum www.heimssyn.is, www.heimssyn.blog.is eđa međ greinarskrifum, viđtölum viđ fjölmiđla, auglýsingum og fundum.

Heimssýn rekur skrifstofu í Ármúla 4, Reykjavík ţar sem jafnframt er fundarađstađa.

Međal ţeirra sem komiđ hafa á opna fundi Heimssýnar í vetur eru Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráđherra og sendiherra, Sindri Sigurgeirsson, formađur Bćndasamtakanna, Hörđur Kristinsson, ritstjóri Bćndablađsins, Ásta Guđrún Helgadóttir, ţingmađur Pírata, Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson, ţingmađur Vinstri grćnna. Auk ţess hafa einstakir stjórnarmenn Heimssýnar greint frá tilteknum málum á sérsviđum ţeirra sem lúta ađ áherslum Heimssýnar.

Baráttan heldur áfram

Ţótt umsóknin um ađild ađ Evrópusambandinu hafi veriđ stöđvuđ hafa ýmis stjórnmálasamtök, hagsmunađilar og forystumenn ţeirra haldiđ fast viđ ţá skođun sína ađ halda beri umsókninni áfram, eđa ađ framhald umsóknarinnar verđi lögđ í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Heimssýn hefur lagt áherslu á ađ Alţingi afturkalli umsóknina um ađild ađ Evrópusambandinu frá 2009 formlega og afdráttarlaust. Umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu frá 2009 var komin í ţrot og ekki hćgt ađ halda henni áfram, nema falla frá fyrirvörum Alţingis sem settir voru í ţingsályktunartillögunni, m.a. í sjávarútvegs- og landbúnađarmálum.

Verđi haldin ţjóđaratkvćđagreiđsla um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu ber ađ gera ţađ áđur en ný umsókn er send. Ţar verđi spurt: „Vilt ţú ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ eđa ekki?“

Inngönguskilyrđi Evrópusambandsins liggja öll fyrir. Ađildarsamningum viđ ESB lýkur ekki fyrr en lög og reglugerđir Evrópusambandsins hafa veriđ innleiddar eđa tímasett hefur veriđ hvenćr ţađ skuli gert. Ríkisstjórn Íslands verđur síđan ađ skrifa undir samninginn og mćla međ samţykkt hans, áđur en hann fer til afgreiđslu Alţingis eđa í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Ekkert til sem heitir „ađ kíkja í pakkann“

Sambandiđ er enginn „matseđill“ sem hćgt er ađ velja af, sagđi t.d. forseti framkvćmdastjórnar ESB viđ Breta. Mikilvćgt er ađ gćta sín á ţeim sem „bera kápuna lausa á báđum öxlum“ og tala tunguliprir um ađ „ljúka“ samningum. Stađreyndin er sú ađ ađildarsamningi viđ ESB er ekki hćgt ađ ljúka af ESB hálfu fyrr en lög og reglugerđir Evrópusambandsins hafa veriđ innleiddar í íslensk lög eđa tímasett hefur veriđ hvenćr ţađ skuli gert. Ríkisstjórn Íslands verđur síđan ađ skrifa undir samninginn og mćla međ samţykkt hans áđur en hann fer til afgreiđslu Alţingis eđa í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Ţess vegna er svo hćttulegt ţegar heilir stjórnmálaflokkar og stór hagsmunasamtök hafa ţađ á stefnuskrá sinni ađ „ljúka“ samningum um inngöngu í ESB. Ţađ verđur ekki gert nema ađ fella fyrst úr gildi fyrirvara Alţingis, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnađarmálum og samţykkja framsal á fiskveiđiauđlindinni til ESB.

Barátta Heimssýnar fyrir sjálfstćđu og áháđu Íslandi sem standi utan Evrópusambandsins mun ţví halda áfram. Framundan eru kosningar bćđi til forseta lýđveldisins og síđan einnig til Alţingis. Brýnt er ađ samtökin Heimssýn og einstakir félagar hennar haldi uppi sem öflugastri kynningu og baráttu fyrir málstađ hreyfingarinnar og sjálfstćđi ţjóđarinnar.

Komum baráttumálunum á framfćri

Mikilvćgt er ađ koma baráttumálum Heimssýnar og áherslum ađ í kosningabaráttunni og halda fast ađ málum bćđi viđ forsetaframbjóđendur og svo ekki síđur ađ stjórnmálaflokkum og einstökum frambjóđendum ţeirra í nćstu alţingiskosningum. Ţađ hyggst Heimssýn gera međ fundum, spurningum til frambjóđenda og flokka, útgáfustarfi, auglýsingum og öđrum ţeim leiđum sem tiltćkar eru.

Stefnt er ađ ţví ađ gefa út kynningarblađ međ haustinu sem dreift verđi á heimili landsins og í fyrirtćki. Ţar verđi baráttumál Heimssýnar rakin og rökstudd,

Viđ ţökkum stuđninginn

Öll ţessi starfsemi krefst fjármagns, en Heimssýn reiđir sig á framlög félagsmanna og styrki einstaklinga og fyrirtćkja.

Gíróseđlar hafa nú veriđ sendir til félagsmanna í heimabanka ţeirra, ţar sem óskađ er eftir stuđningi. Allir eru velkomninr ađ vera félagar i Heimssýn, óháđ greiđslum til samtakanna. Er ţess vćnst ađ félagsmenn bregđist fljótt og vel viđ og leggi sitt af mörkum.

Ţeir sem ekki fá gíróseđil eđa ađrir sem vilja styrkja félagiđ međ hćrri upphćđum er bent á bankareikning Heimssýnar : kt. 680602-5810, bankareikningur 101-26-5810.

Tölvupóstfang Heimssýnar er heimssyn@heimssyn.is, sími 551 9800 og 859-9107. Heimilisfang er Ármúla 4-6 Reykjavík

Virđingarfyllst og međ baráttukveđjum,

fyrir hönd Heimssýnar,

Jón Bjarnsson formađur

 

Heimssýn samtök sjálfsstćđissinna í Evrópumálum - Nei viđ ESB.

Ármúla 4-6, 108 Reykjavík - Sími 551-9800 eđa 859-9107 - Email heimssyn@heimssyn.is - Vefur www.heimssyn.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annađ

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband