Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
Laugardagur, 25. maí 2013
Eðlileg samskipti við ESB framundan?
Það er annar og jákvæðari tónn í þessu bréfi frá Barroso en ýmsu sem heyrst hefur frá lægra settum embættismönnum eða stjórnmálamönnum innan ESB í kringum síðustu kosningar og eftir að ljóst var að núverandi ríkisstjórn vill stöðva aðildarviðræður við ESB.
Vonandi er þessi tónn til marks um eðlilegri samskipti framundan á milli ESB og Íslands en verið hafa þar sem ESB hefur beitt afli sínu til að hafa áhrif á hug Íslendinga til aðildar.
Nú er það spurningin hvort ESB muni ekki í samræmi við þetta draga örlítið saman seglin á Íslandi. Spurningin er hvort nauðsyn sé á sendinefnd, áróðursskrifstofu, auk sendiráðs hér á landi?
Barroso hlakkar til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 24. maí 2013
Það er kominn tími til að endurskoða ESB-fyrirbærið
Fréttir erlendis frá bera með sér mikla endurskoðun á afstöðu til ESB og reyndar til hugmyndarinnar um ESB. Æ fleiri líta fyrirbærið gagnrýnum augum, nema helst kjarni Samfylkingarinnar.
Ítalir, Bretar og margar aðrar Evrópuþjóðir hafa efasemdir um margt af því sem ESB er að gera.
Það eru tvísýnir tímar framundan í Evrópusambandinu.
Vill þjóðaratkvæði um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. maí 2013
Tilraunin með evruna að mistakast segir Nóbelsverðlaunahafi
Nóbelsverðlaunahafinn Edmund Phelps er einn af þekktustu hagfræðingum samtímans. Hann hefur sérþekkingu á atvinnuleysi og veit því við hvað er að glíma á evrusvæiðnu. Hann skilur ekki að nokkur þjóð vilji gerast aðili að ESB um þessar mundir.
Samkvæmt mbl.is telur Phelps ekki útilokað að tilraunin með ESB og evruna muni reynast mislukkuð.
Ég trúi því ekki að nokkrum sé alvara með aðild að ESB um þessar mundir, segir Phelps. Það er eins og að segja: Þetta er fallegt hús -- það stendur í björtu báli í augnablikinu -- við ættum að kaupa það!, segir hann í viðtali við Bloomberg.
Phelps: Óráð að sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. maí 2013
Heimta endurgreiðslu á áróðursstyrkjunum fyrst Íslendingar létu ekki segjast
Þessi breski Evrópuþingmaður telur greinilega að Íslendingar eigi að endurgreiða þessa áróðurs-IPA-styrki fyrst þeir dugðu ekki til að hafa áhrif á það hvernig Íslendingar greiddu atkvæði í þingkosningunum.
Kannski að það þurfi bara að endurgreiða líka alla styrkina sem háskólarnir hafa fengið frá ESB, sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið, sem Háskóli Íslands hefur fengið og sem Bifröst hefur fengið.
Það væri nú handleggur.
Það þarf nú einhver Evrópufræðingurinn að fara í saumana á þessu!
Spyr hvort ESB heimti styrki til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. maí 2013
Fyrstu viðbrögð ESB sýna hroka í garð ríkisstjórnarinnar og Íslendinga
Það var eftir því tekið að fulltrúar ESB sögðust í dag ekki vilja tjá sig um stefnu nýrrar ríkisstjórnar fyrr en það kæmi raunverulega í ljós hver stefnan væri. Raunverulega! Það er ekki laust við að þessi viðbrögð sem RUV endurflutti í dag sýni talsverðan hroka í garð Íslendinga.
Af þessum ummælum mætti ætla að fulltrúar ESB telji að það sé ekkert að marka það sem stendur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar!
Það er skiljanlegt að einhverjir embættismenn og pólitíkusar í ESB séu í áfalli yfir því að ný ríkisstjórn á Íslandi ætli að stöðva viðræðurnar við ESB. Það sem er hins vegar áhugavert er hvort forysta ESB fari í verulega fýlu og reyni að vinna gegn Íslendingum á einhverja lund. Ýmsir hafa látið slíkt í veðri vaka.
Það er því spurning hvort ekki þurfi að ræða eitthvað við fulltrúa ESB hér á landi og jafnvel hjálpa þeim undirbúa fyrirséða brottför sína. Fulltrúar ESB hafa svo sem verið ákafir til þessa að ræða sín mál við Íslendinga.
Áfall fyrir Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. maí 2013
180 gráðu beygja í ESB-málunum á Íslandi segir danski Börsen
Danski vefmiðillinn Börsen.dk segir að Íslensk stjórnvöld hafi nú tekið 180 gráðu beygju í ESB-málunum. Aðildarumsóknin að ESB verði nú lögð til hliðar. Ný ríkisstjórn á Íslandi segi nei við ESB.
Fréttir um viðsnúning í Evrópumálunum á Íslandi eru nú fljótar að berast um álfuna. Það má búast við því að þær verði efasemdarfólki um ESB á meginlandi Evrópu og í Bretlandi hvatning til að herða róðurinn.
Jákvæð og bjartsýn ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. maí 2013
ESB-málin í stjórnarsáttmálanum
Í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir um umsóknina um aðild að ESB: Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er fróðlegt að bera sáttmálatextann við samþykktir æðstu stofnana flokkanna sem að ríkisstjórninni standa.
Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins hljóðar svo: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mun starfa í ungmennaanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. maí 2013
Dugmikill og einbeittur hópur fær svar
Þetta fólk minnti á stefnu væntanlegra stjórnarflokka í ESB-málunum um að stöðva viðræðurnar og það hefur fengið svar: Bjarni Benediktsson segir að aðildarferlið verði stöðvað strax.
Til hamingju með árangurinn!
Mótmæltu ESB við fundarstaðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. maí 2013
Viðteknar hugmyndir um ESB og evru eru að breytast
Það er ljóst að viðteknar hugmyndir um ESB og evruna eru að breytast. Andstaðan í Bretlandi og andstöðuhreyfingar um alla álfu bera þess vitni. Það kann því að vera að forsetanum verði að ósk sinni fyrr en hann grunar um að hugmyndafræðileg endurnýjun í álfunni muni eiga sér stað.
En þangað til þessi hugmyndalegu umskipti eiga sér stað munu forystumenn á evrusvæðinu halda áfram að spila rússneska rúllettu með hag og kjör íbúanna.
Misheppnað rúllettuspil á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. maí 2013
Íslandi eru flestir vegir færir
Það er alveg rétt að Íslandi standa flestir vegir færir. Helsta ófæran er aðild að ESB því með henni yrði hætta á að við myndum enda úti í sama feni og margar evruþjóðir eru nú.
Viðteknar hugmyndir (paradigm) í Evrópu eru að breytast. Hugmyndafræði samansúrruðu embættis- og fræðimannaelítunnar í ESB um Evrópusamvinnuna hefur beðið hnekki eins og hið pólitíska umrót í Bretlandi, Ítalíu, Þýskalandi og víða sýnir.
Þessar viðteknu hugmyndir sem eru á undanhaldi í Evrópu eru algjörar jaðarhugmyndir á Íslandi í dag.
Mögulegt að velja hvort tveggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 104
- Sl. sólarhring: 358
- Sl. viku: 2513
- Frá upphafi: 1165887
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 2182
- Gestir í dag: 91
- IP-tölur í dag: 90
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar