Leita í fréttum mbl.is

Eðlileg samskipti við ESB framundan?

Það er annar og jákvæðari tónn í þessu bréfi frá Barroso en ýmsu sem heyrst hefur frá lægra settum embættismönnum eða stjórnmálamönnum innan ESB í kringum síðustu kosningar og eftir að ljóst var að núverandi ríkisstjórn vill stöðva aðildarviðræður við ESB.

Vonandi er þessi tónn til marks um eðlilegri samskipti framundan á milli ESB og Íslands en verið hafa þar sem ESB hefur beitt afli sínu til að hafa áhrif á hug Íslendinga til aðildar.

Nú er það spurningin hvort ESB muni ekki í samræmi við þetta draga örlítið saman seglin á Íslandi. Spurningin er hvort nauðsyn sé á sendinefnd, áróðursskrifstofu, auk sendiráðs hér á landi?


mbl.is Barroso hlakkar til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Skrítið en þegar ég skrifa áróðursskrifstofa á ja.is að þá koma ekki neinar upplýsingar.

Friðrik Friðriksson, 25.5.2013 kl. 19:07

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Friðrik - Auðvitað er ekki nóg að slá inn orðinu "áróðrusskrifstofa" á "ja.is" til þess að fá úr því skorið hvort að hér sé rekin áróðursskrifstofa eða EKKI !

Prófaðu að slá inn orðið "eiturlyfjasali á "ja.is" og ég veit að þú finnur það ekki.

Samkvæmt þinni einfeldningslegu kenningu þá væru þar með komin sönnun fyrir því að engir eiturlyfjasalar væru til á íslandi !

Ætli lögreglan viti af þessari ótrúlegu speki þinni ? Og gæti þar með losnað við þennan vágest í eitt skipti fyrir öll - bara að smella á "ja.is" og málið væri þar með búið og ekki til ! 

Og af því að þú finnur ekki orðið "áróðursskrifstofa" á  "Já.is" þá ert þú þar með alveg viss um að það sé endanleg sönnun þess að hér sé alls ekki rekin nein áróðrusskrifstofa. 

Útbreiðslu- og stækkunardeild Evrópusambandsins sem að rekur ESB stofur á Íslandi er náttúrulega EKKI með neinn áróður, aðeins að draga upp einhliða og gagnrýnislausar glansmyndir af gríðarlegum yfirburðum stjórnsýslu Evópusambandsins á öllum sviðum !

Auðvitað sér íslenskt fólk í gegnum svona hégóma og húmbúkk - þess vegna getur þetta ESB- apparat alveg rekið sínar áróðursskrifstofur hér áfram fyrir fleiri hundruð milljónir á ári með hundruðum milljóna fjárframlögum beint frá Útbreiðslu- og stækkunardeild Evrópusambandsins !

Allur er svo þessi "Ekki áróður" á kostnað Evrópskra skattgreiðenda og almennings í ESB löndunum sem orðið hefur að herða sultarólina í boði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með sífellt hærri sköttum og samdrættri í allri félagslegri þjónustu ! 

Evrópusambands svæðið  er nú versta atvinnuleysisbæli veraldar og býr nú við verstu efnahagskreppu og mesta samfellda atvinnuleysi og samdrátt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.    

Framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins sagði nýlega að það ríkti félagslegt neyðarástand mjög víða á EVRU svæðinu !

Gunnlaugur I., 25.5.2013 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 88
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 1360
  • Frá upphafi: 1143424

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1161
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband